Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 79

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 67 vali meðferðar eftir að hafa tekið tillit til óska og þarfa sjúklingsins. í siðfræðinni er því hald- ið fram að virðingin fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins gangi fyrir skyldunni að veita honum meðferð og umönnun sem stuðlar að sem bestri líðan. Petta þýðir ekki að sjúkling- urinn eigi alltaf rétt á að fá óskir sínar uppfyllt- ar en hann hefur sjálfsákvörðunarrétt svo framalega sem hann er fær um að taka ákvarð- anir. Alla jafnan er sjúklingurinn meira eða minna á valdi velvilja, þekkingar og dóm- greindar læknisins. Lækninum er skylt að vinna samkvæmt bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Það nægir hins vegar ekki að túlka einkenni sjúklingsins einungis út frá læknis- fræðilegri þekkingu. Læknirinn verður jafn- framt að skynja hvaða þýðingu einkennin hafa fyrir hvern og einn. Þetta atriði er sérstaklega mikilvægt í líknarmeðferð. Siðfrœði líknarinn- arfelst íþvíað leyfa hinum deyjandi að deyja og gera allt sem hœgt er til þess að hann deyi sáttur og án þjáninga (1,2). Að hætta meðferð Stórbættur árangur í meðferð ýmissa illkynja sjúkdóma eins og hvítblæðis, eitlakrabba- meina, útbreidds eistakrabbameins og ýmissa æxlissjúkdóma hjá börnum hefur oft á tíðum ýtt undir óhefta notkun krabbameinsmeðferð- ar við aðra illkynja sjúkdóma. Fæstir þessara sjúkdóma svara þó meðferð nema að takmörk- uðu leyti. Fyrir rúmlega 10 árum var talið að krabbameinslyf gætu læknað útbreiddan ill- kynja sjúkdóm í um það bil 5% tilvika. Síðan hefur lítið breyst. Því má þó ekki gleyma að hinir fá oft verulegan bata bæði minni einkenni og lengra og betra líf, en því miður eru enn fleiri þar sem áhrifin vara stutt eða eru alls engin. Læknar og hjúkrunarfólk sem sinna krabbameinssjúklingum mæta stöðugt kröfum um að finna nýja meðferðamöguleika án þess þó að gleyma einstaklingnum sem er verið að meðhöndla hverju sinni. En framfarir verða ekki án þrotlausra klínískra prófana og því er ekki vandalaust að feta þar meðalveginn. Og það kemur alltaf einhvern tímann að því í sjúk- dómsferlinu að það er ekki lengur hægt að lækna og að meðferðin lengir einungis dauða- stríðið. Þá er rétt að sjúklingurinn fái að deyja. Það er hins vegar ekki skylda læknisins að stytta né lengja dauðstríðið, einungis að lina þjáningar og líkna (1,3,4). Erlendar rannsóknir sýna að krabbameins- sjúklingar hafa tilhneigingu til þess að taka á móti hverri þeirri meðferð sem í boði er aðeins ef einhver von er um bata, hversu lítil sem hún er. Ein þessara rannsókna leiddi einnig í ljós að krabbameinslæknar og hjúkrunarfræðingar sem vinna með krabbameinssjúklinga hafa sömu afstöðu og krabbameinssjúklingarnir en heimilislæknar og sjúklingar sem ekki hafa krabbamein voru mun tregari að hefja meðferð þar sem árangur var óöruggur. Nýleg áströlsk rannsókn á viðhorfum krabbameinssjúklinga til ýmissa atriða á takmörkun meðferðar við lok lífs sýndi að jákvæð afstaða, til dæmis til sjálfsvíga, var algengari hjá „frískari“ sjúkling- um (það er þeim sem voru „fjær" dauðanum). Flestir sjúklinganna ofmátu jafnframt tilgang meðferðarinnar. Það er því ýmislegt sem bend- ir til þess að afstaða einstaklingsins breytist þegar þeir veikjast lífshættulega og að þeir séu reiðubúnir að taka meiri áhættu en ella. Aðrir benda réttilega á að þessi viðhorf gætu alveg eins endurspeglað þann jákvæða meðferðar- anda sem ríkir innan krabbameinslækninga og sjúklingurinn smitist einfaldlega af viðhorfum starfsfólks. Markmið krabbameinsmeðferðar er ekki alltaf augljóst frá byrjun og ekki alltaf það sama í augum læknis og sjúklings. Oftast er ekki heldur um eina einstaka ákvörðun að ræða, miklu fremur ferli sem bæði sjúklingur- inn og læknirinn þurfa að aðlagast. Þegar stefnubreytinga er þörf breytist hlutverk lækn- isins jafnhliða, frá því að verjast ásókn sjúk- dómsins af hörku í það að vera styðjandi aðili án þess að reyna að breyta sjúkdómsganginum. Oftast þarf að endurskoða markmið meðferð- ar nokkrum sinnum sérstaklega þegar gefin er þung og kröftug meðferð til þess að auka lífs- líkur og minnka sjúkdómsbyrði. Smám saman þegar sjúklingnum versnar og tíminn styttist þarf að finna jafnvægi milli einkennameðferð- ar og aukaverkana til þess að tryggja sem mest lífsgæði hverju sinni. í þessu ferli þarf sjúkling- urinn að geta talað við lækni sinn um breytta hagi hverju sinni, þar sem óskir hans um að líða sem best, að vera heima og fá ekki aukaverk- anir eru vegnar á móti óskinni að berjast áfram hvað sem það kostar, viljanum til að lifa af og voninni um svolítið lengra líf. Það getur verið jafn rangt af lækninum að taka mið af líðandi stundu í ákvarðanatöku sinni varðandi sjúkling sem er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar fyrir lengra lífi, eins og að halda áfram kröftugri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.