Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 80

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 80
68 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 meðferð í þeim tilgangi að lengja líf sem sjúk- lingi finnst einskis virði. Sjálfsvíg Það er nokkuð oft sem maður heyrir frískan einstakling segja að heldur hjálpi hann sér sjálfur að deyja en að lifa með krabbamein. Til eru þeir sem líta á sjálfsvíg sem raunhæfa og eðlilega lausn á þeim erfiðleikum sem fylgja því að þjást af krabbameini eða öðrum lífs- hættulegum sjúkdómum — „hvaða ástœðu hef- ur maður til þess að lifa þegar ekkert annað bíður manns en dauðinn“ (5). Erlendar far- aldsfræðilegar rannsóknir benda hins vegar til þess að sjálfsvígstíðni meðal krabbameins- sjúklinga sé ámóta há og í samfélaginu al- mennt. Hér um tiltölulega fáa einstaklinga að ræða, miðað við alla þá sem deyja úr sjúk- dómnum. í daglegri vinnu með krabbameins- sjúklinga eru sjálfsvíg sjaldan uppi á tening- num. Samkvæmt sænskum og finnskum rann- sóknum er skýringa á sjálfsvígum meðal krabbameinssjúklinga að leita í flóknu mynstri læknisfræðilegra, geðrænna, félagslegra og sál- rænna þátta. Flestir sjúklinganna sem fyrirfara sér hafa þó langt genginn sjúkdóm og engin merki um geðræna kvilla. Gagnstætt almenn- um hugmyndum eru „sjálfsmorð ekki hetjudáð hinna sterku né flótti hinna veikbyggðu, miklu fremur skilaboð um að kvíðinn og niðurlœging- in hafa orðið lífsviljanum yfirsterkari, ein leið til þess að ráða sjálfur við ósœttanlegar aðstæð- ur“ (5). Hvað er til hjálpar Það er reynsla flestra að jafnvel einstak- lingar með langt genginn illkynja sjúkdóm end- urheimta lífsviljann og finna tilgang með lífinu gegnum mannleg tengsl og opin skoðanaskipti. Mikil vanþekking er ríkjandi bæði meðal heil- brigðisstétta og annarra, um þá möguleika sem fyrir hendi eru til að lina verki og aðrar þján- ingar, bæði líkamlegar og andlegar. Of margir líta á dauðastríðið sem einhvers konar kvilla sem annað hvort er ekkert hægt að gera við eða nægilegt að ávísa róandi lyfjum. En auðvitað er lokakafli lífshlaupsins oft mjög viðburðarríkur og jafnvel einn rnesti þroskatími einstaklings- ins. Það er skylda okkar að hjálpa fólki að lifa, líka þessum einstaklingum. Með því að lýsa okkur reiðubúin til hjálpar, meðhöndla verki og þunglyndi, miðla raunhæfri bjartsýni á að hægt sé að lina að minnsta kosti hluta þjáning- arinnar og sjá til þess að reynt verði að koma til móts við óskir viðkomandi varðandi meðferð eða vistun er oft hægt að fá sjúklinginn inn á aðrar brautir. Sjálfræðissvifting er hins vegar sjaldan raunhæfur kostur í þessu sambandi. Alltaf verða þó einhverjir til þess að hjálpa sér sjálfir eða fá aðstoð frá ættingjum eða vinum. Það verða alltaf einhverjir einstaklingar sem þurfa að vera við stjórnvölinn fram á síðustu stundu og þola ekki tilhugsunina um sjúklinga- hlutverkið eða að þjást og vera öðrum háðir. Það er hægt að líkna meirihluta dauðvona sjúklinga með tiltölulega einföldum og kostn- aðarlitlum aðferðum. Líknarmeðferð er nauð- synlegur hluti af heilbrigðiskerfinu. Vel útfærð og útbreidd þjónusta er eina raunhæfa og sjálf- sagða mótvægið við hinni óheftu og óhugnan- legu umræðu sem á sér stað um líknardráp og kröfur á hendur læknum um að þeir aðstoði sjúklinga sína við sjálfsvíg. Líkn í hugmyndafræði líknarinnar er litið á dauð- ann sem eðlileg endalok lífsins og að sá tími sé oftar en ekki tími persónulegs þroska og sátta en ekki bara „læknisfræðileg mistök". Það er jafn sjálfsagt að sinna sérþörfum hins deyjandi eins og það er sjálfsagt að sinna sérþörfum þeirra sem fæðast. Til þess að líkna þarf al- menna læknisfræðilega þekkingu, sérþekkingu á viðfangsefninu og samstarf margra aðila þar sem læknirinn gegnir lykilhlutverki (6,7). Líknarmeðferð er ný og vaxandi sérgrein innan læknisfræðinnar, einkum í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjum Norður-Ameríku. Líknarmeðferð samkvæmt skilgreiningu Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), er heildræn umönnun sjúklings þegar lækningu verður ekki lengur við komið. Mestu skiptir að lina þjáningu vegna verkja og annarra ein- kenna ásamt því að sinna sálrænum, félagsleg- um og andlegum þörfuin. Meginmarkmið meðferðarinnar er að stuðla að sem mestum lífsgæðum hjá sjúklingi og fjölskyldu hans. Með líknarmeðferð er unnið að varðveislu lífs- ins en jafnframt er litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Líknarmeðferð leggur áherslu á einkennameðferð og tengir umönnun líkam- legra, sálrænna og andlegra þátta samhliða því að hjálpa markvisst þeim sjúka til að lifa eins innihaldsríku lífi og mögulegt er fram í and- látið og styðja fjölskylduna til sjálfsbjargar í sjúkdómsferlinu og sorginni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.