Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 83

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 69 Líknarmeðferð þarfnast ekki sérstakra húsakynna til þess að þróast en starfsfólkið þarf að þroska með sér sérstaka afstöðu til verksins auk þess að afla sér sérþekkingar á sviði líknar. Þannig byggist framvinda líknar- meðferðar miklu fremur á útbreiðslu ákveð- innar hugmyndafræði heldur en framþróun á vísindasviðinu. Einmitt þetta atriði kemur vel í ljós ef við skoðum kennsluskrá kanadískrar nefndar um kennslutilhögun í líknarmeðferð fyrir læknanema. í kennsluskránni, Specific Goals of a Palliative Care Curriculum, er að finna eftirfarandi fyrirsagnir, attitude — skill — knowlegde, sem fylgja hverjum kafla. Par er lögð áhersla á að ekki sé nægilegt að þjálfa færni og miðla læknisfræðilegri þekkingu til læknanemanna, heldur þurfi að þroska með þeim ákveðinn hugsunarhátt og afstöðu til líknarinnar. Við langvinnan sjúkdóm eins og krabbamein ætti líknarmeðferð eða einkennameðferð að þróast samhliða þeirri meðhöndlun sem gefin er í lækningaskyni. Það er ekki alltaf eins auð- velt og ætla mætti að sjá hvenær skilin verða milli meðferðar í lækningaskyni og til líknar. Sjaldnast er um mjög skörp skil að ræða og mætti frekar líkja þessu við tvo þríhyrninga sem mynda einn rétthyrning; þegar vægi ann- ars fer minnkandi vex hinn. Það vill hins vegar brenna við að læknar beiti lækningaaðferðum til hins ítrasta þar til allt er komið í óefni en hætta síðan skyndilega allri meðferð og telja sig ekki hafa neitt frekar upp á að bjóða. Til þess að líkna dauðvona sjúklingum þarf læknir- inn ekki síst að finna tilgang með starfi sínu og þora að líkna, kunna að vinna með öðrum starfsstéttum og bera virðingu fyrir sérþekk- ingu þeirra og nýta hana í meðferðinni, vera fær um að taka þátt í samræðum um ákvarðanir (ekki bara að taka ákvarðanir), setja sig í spor annarra og geta tekið tillit til annarrar for- gangsröðunar en þeirrar læknisfræðilegu. Helstu undirstöðuþættir virkrar líknarmeð- ferðar eru: Skýr markmið: Það er kannski hvergi jafn nauðsynlegt og í líknarmeðferð að hafa skýr markmið enda hvergi meiri hætta á að lofa of miklu. Þegar markmiðið er að lækna er leyfi- legt að beita aðferðum sem valda aukaverkun- um (oft miklum) meðan á meðferð stendur enda auðveldara að þola tímabundnar auka- verkanir þegar batahorfur eru góðar. Þegar batavon er lítil þurfa markmiðin augljóslega að vera önnur. Þá þarf að velja meðferð sem stuðlar að sem bestri líðan sjúklingsins á líð- andi stundu. Meðferðin þarf að miðast við að lina þau einkenni sem valda sjúklingnum óþægindum og gefa jafnframt sem minnstar aukaverkanir (ekki öll einkenni valda sjúklingi óþægindum). Það er nútíð en ekki framtíð sem gildir. Góð skipulagning: Líknarmeðferð er virk meðferð, nokkurs konar gjörgæsla þar sem stöðug og samfelld meðferð og eftirlit er nauð- synlegt. Sífellt endurmat þarf að vera í gangi á árangri meðferðarinnar og aukaverkunum enda um að ræða versnandi sjúkdóm (sem gleymist of oft). Það á að meðhöndla alveg fram í andlátið og jafnvel eftir að viðkomandi hefur misst meðvitund. En meðferðin þarf að sjálfsögðu að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Þegar ekki er lengur hœgt að ráða við sjúkdóm verður hvert smáeinkenni að stóru og þarfnast aðgerða bœði fljótt og vel. Skipulagn- ingunni þarf að vera þannig háttað að það sé samfella í starfi, til dæmis með föstum hjúkrun- ar- og læknisvitjunum. Starfsfólkið þarf að hafa staðgóða þekkingu á grunnsjúkdómi við- komandi sjúklings þannig að alltaf sé hægt að vera skrefinu á undan næstu uppákomu og ávallt sé beitt fyrirbyggjandi meðferð, bæði hvað varðar líkamleg og sálræn einkenni. Sól- arhringsþjónusta hjúkrunarfræðings og læknis er grundvöllur þess að sjúklingur geti dvalist heima, að það sé auðvelt að ná í vakthafandi hvenær sem er, þannig að hægt sé að leysa bráðavanda sem upp kemur og aðstaða sé til innlagnar á sjúkrastofnun. Teymisvinna: Aðhlynning dauðvona sjúk- linga er margslungin og aldrei á færi eins aðila heldur samvinnuverkefni margra starfshópa sem allir hafa sérstöku hlutverki að gegna. Hlutverk læknisins í líknarteyminu er að mörgu leyti frábrugðið hinu hefðbundna lækn- ishlutverki og reynist mörgum erfitt að fóta sig þar á hálum ísnum. Sjúklingur og fjölskylda hans eru meðferðar- einingin: Líknarmeðferð miðast við það að lina einkenni sjúklings, ekki bara þau líkamlegu heldur að beita öllum hugsanlegum ráðum, hefðbundnum og óhefðbundnum, til þess að hann njóti sín sem best. Það nægir ekki að sinna sjúklingnum einum sér, því að hann er hluti af stærri heild. Allir langvinnir og lífs- hættulegir sjúkdómar hafa áhrif á fjölskyldu og nánasta umhverfi sjúklingsins. Fjölskylda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.