Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 84

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 84
70 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 sjúklingsins tilheyrir þess vegna meðferðarein- ingunni. Eitt meginverkefni líknarteymisins er að hjálpa fjölskyldunni að ráða við núverandi aðstæður. Það að finna viðunandi lausn á vandamálum daglegs lífs við þessar erfiðu að- stæður er um leið aðferð til þess að minnka líkurnar á vandamálum síðar. Breskur geð- læknir, Parkes að nafni, einn upphafsmanna hospice-hreyfingarinnar þar í landi, hefur ásamt fleirum bent á að sorg og önnur sálræn kreppa, sem ekki hefur tekist að vinna úr, geti haft neikvæð áhrif á heilsufar þegar fram í sækir og gert viðkomandi erfiðara fyrir að tak- ast á við vandamál síðar meir. Það má því segja að í líkninni sé stunduð fyrirbyggjandi læknis- fræði. Annar veigamikill þáttur í starfi líknar- teymisins er að reyna að auka samskipti og samræður innan fjölskyldunnar. Paö þarf þjálf- un og þor til þess að ræða um viðkvæm og erfið mál ekki síst þegar um ástvini er að ræða. Við læknarnir höfum alltof lengi komist upp með að ræða lítið við sjúklingana, sérstaklega þegar við getum ekki lengur læknað. Mikill misbrest- ur er einnig víða á upplýsingastreymi til fjöl- skyldu viðkomandi sjúklings. Þegar sjúklingur er dauðvona er oft þörf á að brjóta reglur um þagnarskyldu og ræða við nánustu aðstandend- ur um ástandið og undirbúa ættingjana fyrir það sem framundan er. Eitt viðtal nægir sjald- an, heldur er þetta ferill eins og önnur mannleg samskipti þar sem upplýsingarnar komast best til skila í smáskömmtum og nauðsynlegt er að þær séu endurteknar aftur og aftur. Pað skiptir ekki einungis máli hvað sagt er heldur miklu fremur hvenær það er sagt og hvernig. Fœrni íeinkennameðferð: Einkennameðferð (symptom control) er grundvöllur vellíðunar og stuðlar að sem mestum lífsgæðum sjúklings. Auðvitað þarf að sinna fyrst líkamlegri þján- ingu áður en hægt er að fara að sinna hinni sálrænu eða andlegu hlið. Það er alltaf hægt að gera eitthvað, það er einungis spurning um markmið og leiðir. Óráðlegt er þó að lofa að hægt sé að lina öll einkenni strax og hófleg bjartsýni er ávallt farsælust. Því miður ríkir enn mikil fáfræði um þá möguleika sem fyrir hendi eru til þess að líkna og lina þjáningu bæði líkamlega og andlega og gildir það jafnt um heilbrigðisstéttir sem leik- menn. Skýringanna er líklega að leita í því áhugaleysi sem læknastéttin almennt hefur sýnt því að nýta læknisfræðilega þekkingu til þess að líkna. í þessu sambandi má til dæmis nefna alltof almenna vanþekkingu á eðli og meðhöndlun verkja. Verkir eiga sér margvís- legar orsakir og til þess að greina þær þarf góða og nákvæma verkjasögu. Meðhöndlunin bygg- ist á orsökinn til dæmis þurfa bráðverkir allt annarrar meðferðar við heldur en langvinnir verkir. Verkir af völdum langvinnra og versn- andi sjúkdóma hafa enga líffræðilega þýðingu og þá á að meðhöndla með fyrirbyggjandi að- ferðum (ekki eftir þörfum) um leið og þeir eru farnir að valda sjúklingnum þjáningu. Það er aldrei hægt að spara verkjalyf til síðari tíma þegar ástandið versnar. Nú er hægt að ráða við langvinna verki af völdum illkynja sjúkdóma í 90-95% tilvika en þá þarf líka oft að beita fleiri en einni aðferð. Það er enn í dag algengt að mæta fordómum gagnvart morfíni og þá ekki bara meðal sjúklinganna (þeir vita hvað það skiptir miklu máli fyrir almenna vellíðan að vera verkjalaus) heldur ekki síst meðal heil- brigðisstétta. Við getum í því sambandi litið á nokkra algengar fullyrðingar; Morfín þýðir uppgjöf og flýtir fyrir dauða. Morfín er hœttulegt afþvíþað hemur öndun. Morfín veldur vímu og fíkn. Morfín veldur skjótri þolmyndun. Morfín hefur miklar aukaverkanir. Notkun morfíns þýðir ekki uppgjöf heldur það að tekist sé á við einkenni sjúklings á raun- hæfan hátt. Morfín flýtir ekki fyrir dauða en er yfirleitt notað alltof seint. Verkir eru sterkasta áreiti öndunar og svo lengi sem viðkomandi hefur verki er engin hætta á öndunarlömun nema því aðeins að verið sé að meðhöndla verki sem ekki svara ópíötum. Notkun morfíns hjá sjúklingum með langvinna verki af völdum illkynja sjúkdóma veldur aðeins öndunarlöm- un í undantekningartilvikum og er ekki nægi- leg frábending fyrir almennri notkun. Höfgi er algeng aukaverkun morfíns sem sést einkum í byrjun lyfjagjafar og þegar skammtar eru hækkaðir, en hverfur á nokkrum dögum. Ef sjúklingur er í vímu er rétt að endurskoða or- sakir verkjanna og leita annarra ráða. Rétt notkun morfíns (svo sem einstaklingsbundnir skammtar gefnir fyrirbyggjandi) veldur ekki andlegri ávanabindingu. Líkamlegu þoli og ávanabindingu er oft ruglað saman. Við lang- varandi notkun þarf að hækka morfíns- skammtinn reglulega vegna aukins niðurbrots og þess að yfirleitt er um versnandi sjúkdóm að ræða. Skammtastærðir eru einstaklingsbundn- ar og ekki tákn um þolmyndun. Klínísk reynsla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.