Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 86

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 86
72 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Gestur Þorgeirsson, formaður LR Frá Læknafélagi Reykjavíkur Af lagabreytingum LÍ A aukaaðalfundi LI í nóv- ember síðastliðinn voru sam- þykktar lítið breyttar nánast all- ar tillögur stjórnar LÍ til breyt- inga á lögum félagsins. Meðal annars var samþykkt að eitt svæðafélag geti kosið fleiri full- trúa á aðalfund LI en hin svæða- félögin gera til samans. Með þessari lagabreytingu er verið að tryggja læknum svipaðan at- kvæðisrétt óháð búsetu þeirra, en læknar af Reykjavíkursvæð- inu hafa um langa hríð í raun haft takmarkað vægi á aðal- fundum LÍ vegna þess ákvæðis í lögum félagsins að ekkert eitt svæðafélag megi hafa fleiri full- trúa en hin svæðafélögin til sam- ans. Samkvæmt nýju lögunum skal nú kosinn einn fulltrúi fyrir hverja 20 félagsmenn. Þá var samþykkt að læknar geti verið aðilar að LÍ með aðild að svæðafélagi eða sem einstak- lingar. Jafnframt var samþykkt að læknar í svæðafélagi geti flutt atkvæðisrétt sinn í annað félag, þegar kemur til þess að kjósa fulltrúa á aðalfund. Innan LR verður að sjálfsögðu unnið að því í samráði við sérgreinafélög- in og félög ungra og eldri lækna, að velja og kjósa fulltrúa á aðal- fund. Vegna þeirra breytinga sem nú hafa verið samþykktar á lögum LÍ, er í ráði að skipa laga- nefnd til að endurskoða lög LR. Enda þótt fulltrúar LR á aðal- fundum LÍ hafi mismunandi skoðanir á ýmsum málum, eins og eðlilegt er þegar fulltrúarnir eru læknar úr ólíkum sérgrein- um og jafnvel formenn FIH og FUL, þá hafa allir þessir læknar getað staðið saman að undir- búningsvinnu fyrir aðalfundinn og staðið saman að ályktunum. Ef menn kjósa að vera aðilar að LÍ sem einstaklingar hafa þeir fullan rétt til að starfa í nefndum og ráðum félagsins og taka þátt í aðalfundi LI með málfrelsi og tillögurétt eins og aðrir læknar. Ég hef hallast að því að heppilegast væri fyrir íslenska lækna að hafa svipað fyrir- komulag og tíðkast á hinum Norðurlöndunum og mælti með því á aukaaðalfundinum. Þar hafa menn víðast hvar tvö at- kvæði, þar seni annað er bundið í svæðafélagi en hitt í öðru félagi svo sem sérgreinafélagi. Þar sem sérgreinafélög eru mörg hver mjög lítil á íslandi kæmi til greina að menn gætu nýtt bæði atkvæði sín í svæðafélaginu. Enda þótt ég vildi helst sjá alla lækna hér á Reykjavíkursvæð- inu í LR, gæfi þessi aðgerð öll- um einstaklingum, sem kysu að vera utan svæðafélags, að minnsta kosti eitt atkvæði. Það er skárra en ekkert. Þessa leið þarf auðvitað að útfæra nánar og taka mið af okkar aðstæðum. A aukaaðalfundinum kom fram breytingartillaga í þá veru að einstaklingarnir utan svæða- félaga gætu einnig kosið full- trúa. Þessi breytingartillaga var samþykkt með einföldum meirihluta. Þegar hún var síðan borin upp með aðalbreytingar- tillögunni, sem fjallaði um kjör fulltrúa á aðalfund, náði hún ekki tveimur þriðju atkvæða eins og tilskilið var. Upphafleg tillaga LI var þá borin upp og samþykkt. Samþykkt var að breyta 16. grein laj>a LI, en þar hefur stað- ið að LI semji um „kaup og kjör lækna í samræmi við ákvæði laga um umboð svæðafélaga". Lagagreinin er núna þannig: „LÍ sér um gerð kjarasamninga lækna í samráði við svæðafélög og önnur félög lækna, eftir því sem við á hverju sinni“. Sem sagt hér eiga samráðin að gilda. LR hefur sem kunnugt er haft nokkra sérstöðu hvað samningamál varðar. LR hefur haft umboð til samninga fyrir sérfræðinga við TR og fyrir lækna Borgarspítalans. Aðal- fundur LR getur samþykkt að breyta þessu fyrirkomulagi, ef nauðsynlegt eða æskilegt er tal- ið. Eins og læknum er kunnugt, ekki síst sérfræðingum, er ekki gert ráð fyrir starfsemi þeirra til dæmis á sérfræðingastöðvunum í Heilbrigðisáætlun íslands. Enda þótt starfsemi sérfræðinga á stöðvum þeirra sé talin bæði góð, persónuleg og ódýrari en þekkist í nálægum löndum fer mikil orka samninganefnda og ýmissa félagsmanna í að verja tilverurétt þeirra og annarrar sjálfstæðrar starfsemi sérfræð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.