Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 90

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 90
76 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Er heilbrigð sál í hraustum líkama öfugmæli? í læknatímaritum fjölgar greinum um alvarlega fylgi- kvilla gjörþálfunar (intensive- training), það er daglegrar þjálfunar íþrótta- og listamanna í margar klukkustundir. Þessara truflana varð fyrst vart eftir 1970 en nú fjölgar mjög skýrslum um þetta efni og verður þeim gerð nokkur skil hér. Fylgikvillar gjörþjálfunar kvenna Meðal kvenna er stunda til dæmis maraþon, leikfimi, hjól- reiðar og ballet er tíða- teppa algeng (sjá mynd). Rúmlega 40% úrvals- hlaupara og 60% leik- fimiiðkenda þjást af tíða- teppu. Ef þessi truflun verður langvinn er veru- leg hætta á beineyðingu (osteoporosis). Ekki er talið að sex mánaða tíða- teppa valdi alvarlegum truflunum en tveggja til þriggja ára tíðateppa getur orðið varanleg og eykst þá verulega hætta á bein- eyðingu. Hætta eykst á bein- brotum enda hefur beinbrotum ungra íþróttamanna fjölgað verulega á síðustu árum. Or- sakasamband er rakið til þess að truflun verður á undirstúku (hypothalamus-) heiladinguls og eggjajafnvæginu sem dregur úr framleiðslu gulbúsvaka (progesterone) og estrógen hor- móna. Þessi truflun ásamt megrunarmataræði veldur minnkun á líkamsfitu og er það talinn aðalorsakavaldur fram- angreindra truflana. Áhrif á unglinga Gjörþjálfun barna- og ung- linga er talin seinka kynþroska. Nokkuð algengt er að ballet- dansmeyjar og leikfimiiðkend- ur hafi ekki á klæðum fyrr en um tvítugt! Þessu fylgir truflun á beinvaxtarlínum (epiphysis) svo að fólk verður lágvaxnara en ella. Vitað er um beinbrot meðal ungra ballettdansmeyja á íslandi. Karlar Grunur leikur á að svipuð truflun á hormónaframleiðslu, það er minnkun á framleiðslu kynhormóna (testosterone) og sæði, fylgi í kjölfar gjörþjálfunar karla. Steraneysla Ekki þarf að rita langt mál um fylgikvilla of mikillar stera- neyslu en benda má á: Hor- mónatruflun, vaxtarbreytingu, árásagirni og aðrar alvarlegar geðtruflanir. Alþekkt er nú og viðurkennt jafnvel í dómsmálum að tilefnis- lausar líkamsárásir má rekja til mikillar steraneyslu viðkom- andi. Lokaorð Athygli vísindamanna hefur í vaxandi mæli beinst að framan- greindum fylgikvillum. Heil- brigðisyfirvöld, forystumenn íþrótta, læknar og þjálfarar hafa ekki verið vakandi í þessum málum. Margir rekja þessar al- varlegu truflanir á heilbrigði meðal keppnisíþróttafólks til yfirþyrmandi áróðurs um stöð- ugt betri árangur í keppnis- íþróttum og atvinnumennsku sem fylgt hefur í kjölfarið. Að baki þessum áróðri má þekkja áhrif auglýsinga og gróðahyggju sem ráða ferðinni. Nauðsynlegt er að keppnisíþróttafólk og listafólk gangist reglulega undir umfangsmeira heilbrigð- iseftirlit en nú er fram- kvæmt. Læknar verða að halda vöku sinni í þessu efni og gera athugasemd- ir ef í óefni stefnir. Bæta þarf til muna menntun þjálfara en eins og nú er nægir ekki eingöngu fyrri færni í íþróttum til þess að menn annist þjálfun framúrskarandi íþrótta- fólks. Hafa ber í huga að þeir sem ætla að komast í úrvalshóp íþróttamanna þurfa að þjálfa í fjóra til fimm klukku- tíma á dag alla daga ársins, en áhrif slíkrar þjálfunar hafa ekki verið rannsökuð til hlítar. For- ystumenn í íþróttafélögum verða að taka á þessum málum líkt og tekið hefur verið á stera- málum. Að öðrum kosti verður „heilbrigð sál í hraustum lík- ama“ öfugmæli. Ólafur Ólafsson landlæknir Heimildir Walman R. Osteoporosis and Exercise. Br Med J 1994; 309: 400-3. McLatelie. From British Olympic Medical Center. Sports Medicine 1994; 2: 100-15. Ii»-aI Óreglulegar blæðingar H Tfðateppa n tlðablæðingar hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.