Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 7

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 7
Jón Þorsteinsson form. Gigtsjúkdómafélags fslenskra lækna Avarp Góðir kollegar. Arið 1977 er Alþjóðlegt Gigtarár. Alþjóða Gigtarsambandið, "International League against Rheumatism", hefur helgað þetta ár baráttu gegn gigt með blessun Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar. Tilgangurinn með þessu ári er 1 fyrsta lagi að fræða leika og lærða um gigt, 1 öðru lagi að bæta aðstöðu hinna gigtsjúku og í þriðja lagi að efla vísindalegar rannsóknir á gigtsjúkdómum. í þessu skyni hófst Gigtsjúkdómafélag íslenskra lækna þegar handa 1 fyrra um undirbúning Gigtarárs og stofnaði leikmannafélag "Gigtarfélag fslands". Formaður þess er Guðjón Hólm, lögfræðingur og eru félags- menn Gigtarfélags Islands nú þegar eitthvað á annað þúsund. Félagið hóf þegar fræðslustarfsemi með fundarhöldum, erindaflutningi og útgáfustarf- semi og það lét það verða eitt fyrsta verk sitt að safna fé til tækjabúnaðar rannsóknarstofu 1 ónæmisfræði gigtsjúkdóma, sem þegar er kominn vísir að 1 Landspitalanum. Gigtarfélag fslands vinnur nú ásamt Gigtsjúkdóma- félagi fslenskra lækna að undirbúningi Gigtardags sem er fyrirhugaður um veturnætur og um svipað leyti mun póststjórnin fslenska gefa út gigtarfri- merki f tilefni Gigtarárs. Okkur finnst ærin ástæða til aUs þessa umstangs. Gigtin hefur hrjáð fslendinga um aldir. Jón Steffensen prófessor hefur fundið afleiðingar liða- gigtar 1 beinum gömlu ÞjórsárdæUnganna. Arið 1846 skrifaði Schleisner doktorsritgerð um sjúkdóma á fslandi og voru þá sullir, gigt og hysteria algengustu sjúkdómarnir. 10%þeirra sem þá leituðu læknis voru gigtveikir. Þetta hlutfall er það sama enn þann dag f dag. Helgi Valdimarsson og félagar á Hvammstanga og Guðjón Magnússon og ólafur Sveinsson f Skaga- firði hafa komist að svipaðri niðurstöðu hvað viðvíkur gigt meðan sullir og hysteria eru hverfandi. Það var þvf auðsótt mál fyrir stjórn Gigtsjúkdóma- félag fslenskra lækna að fá fræðslunefnd læknafélaganna til að helga þetta námskeið gigtsjúkdómum. Við fengum Arsæl Jónsson til að standa fyrir framkvæmdum sem hann hefur gert með mestu prýði, og það er ekki hans sök ef eitthvað fer úrskeiðis. Eins og prógramið ber með sér höfum við lagt áherslu á fjölbreytilegt efnisval. 30 fyrirlesarar og fundarstjórar vikust fúsir undir þá kvöð að troða hér upp. Ég ætla aðeins að kynna erlendu fyrirlesarana: Erik AUander er prófessor f social medicine við KaroUnska Institutet f Stokkhólmi og yfir- læknir á Social Medicinsku deildinni á Huddinge Sjukhus. Hann er mjög þekktur epidemiolog og hefur verið potturinn og pannan f samstarfi Hjarta- verndar og Gigtsjúkdómafélags íslenskra lækna um hóprannsókn á gigtsjúk- dómum á Islandi. W. Watson Buchanan er prófessor í medicine við háskólann í Glasgow og yfirlæknir á einni þekktustu gigtardeild í sameinaða konungdæminu, Baird Street Hospital f Glasgow. Hann er annálaður fyrirlesari. Það var fyrirhugað að vera búinn að prenta öll erindin fyrir nám- skeiðið en af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum var það ekki hægt og verða þau gefin út sem supplement Læknablaðsins nú strax að námskeiði loknu. Svo leyfi ég mér að setja þetta námskeið og býð alla velkomna til leiks. 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.