Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Síða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Síða 77
1. ARj systematica, Mest einkennandi fyrir þessa sjúkdóms- mynd er hár hiti, útbrot, stækkun á eitl- um og milti, stundum einnig á lifur, gollurshúsbólga, þroti 1 lungum og hjarta- vöðva. Börnin eru óróleg og vansæl, lystarlaus og horast. LiSeinkenni eru breytileg, oft engin f byrjun eða aöeins flögrandi verkir, bólgur siðar og þá 1 mörgum liðum. Sökk hækkar og hvítum blóðkornum fjölgar. Hitinn er sveiflukenndur, ýmist hár eða lágur, rýkur upp 1 39-40° og þar yfir sfSla dags eSa á kvöldin, en getur svo verið eðlilegur eSa neðan við 37° þess á milli, t.d. á morgnana. Stundum sést annar hitatoppur fyrr að deginum. Slíkur hitaferill dag eftir dag, vikur eða mánuSi er einkennandi fyrir þessa sjúkdómsmynd. Þegar frá líður, getur hann þó breytt um svip, þannig aS sjúklingurinn er hitalaus á milli í einn, tvo eSa fleiri daga. Stund- um fylgir skjálfti, þegar hitinn stígur. Til að missa ekki af þessum einkennandi hitaferli er nauðsynlegt að mæla börnin á 4-6 klst. fresti og skrá útkomuna niður, hvort heldur þau eru stunduð á spitala eða í heimahúsum. Útbrot sjást hjá flestum þessara sjúkl- inga sem bleikrauðir, stundum aðeins upp- hækkaöir blettir, 2-6 mm f þvermál, en geta runnið saman í stærri breiður og þá með fölva í miSjunni. Útbrotin sjást helzt á bol, útlimum og hálsi, en getur orðið vart hvar sem er, s.s. f andliti, lófum og á iljum. Yfirleitt eru þau ekki klæjandi. Útbrotin eru mest áber- andi samtímis hitatoppunum, en þar sem þau eru mjög hverful, standa í mínútur eða klukkutíma og eru breytileg aS út- breiðslu og staðsetningu frá degi tildags, verður að gefa þeim nánar gætur, þar eð þau hjálpa til við greininguna. Oft má sjá þau, þar sem húsin er undir þrýstingi, t.d frá rekkjuvoSum eða fatnaði sjúklings. Útbreiddar eitlastækkanir sjást oft í byrjun veikinda, mest áberandi f holhönd- um og á hálsi, en hjaðna um leiö og önn- ur einkenni dvína. Eitlabólgur í kvið geta valdið verkjum og uppköstum. Hafa þessi einkenni stundum leitt til ónauðsynlegra skurðaSgerða. Miltisstækkun finnst hjá um helmingi sjúklinga, en sjaldnar stækkun á lifur. Gollurshúsbólga er talin koma fyrir hjá þriSjungi sjúklinga, en oftast þaS einkenna- litil, aS hún uppgötvast sjaldnast kliniskt, nema vel sé eftir leitaS með endurtekinni hlustun, röntgenrannsóknum og hjartaritun. Þó hún sé oftast væg, getur hún í sumum tilvikum reynzt lífshættuleg. Myocarditis er fátiðari, stundum sam- fara pericarditis. Hún er einhver alvar- legasta uppákoman og getur leitt til hjarta- bilunar og dauða. Merki um þrota í lungum og fleiðru á að vera hægt að finna hjá þriðjungi sjúkl- inga, ef vel er að gætt, en sjaldgæft að af hljótist langvinnur eða alvarlegur sjúkleiki. LiSeinkenni eru engin f byrjun eSa a.m.k. þaS óveruleg, að þau falla í skugg- ann af öSrum meir uggvekjandi s.s. háum hita, útbrotum o.s.frv. Þau geta einungis verið fólgin í liðverkjum. Hægt er að fá hugboð um slíkt eftir sérkennilegum stellingum sem barnið tekur sér, til þess að finna sem minnst til, og það bregst illa við hreyfingum og handfjötlun. Þar sem venjulega er um lítil börn að ræða með þessa sjúkdómsmynd getur verið erfitt að átta sig á þessum ein- kennum, nema þeim séu gefnar nánar gætur, og þeim mun erfiSara sem barn- iS er yngra. Liðbólgur koma ekki í ljós fyrr en síðar, tíðast þó innan 6 mánaða og þá í mörgum liðum. ARj systematica sést hjá um 2C% barna með liðagigt, er öllu algengari hjá drengj- um en stúlkum og kemur helzt fyrir hjá yngri aldursflokkunum. ÞaS skiptir eigin- lega f tvö horn, hvert framhald sjúkdóms- ins verSur. Hjá um helmingi sjúklinga halda einkenni áfram í lengri eða skemmri tíma, stundum í mörgum lot- um með hleum á milli, en batnar að lokum án eftirkasta. Hjá hinum helm- ingnum verður sjúkdómurinn langvinnur með meiri eSa minni liðbreytingum líkt4>ví sem sést í ARj polyarticularis. 2. ARj polyarticularis . Þetta er algengasta sjúkdómsmyndin og likist aS mörgu leyti liSagigt hjá fullorðn- um. 4 liðir eða fleiri bólgna, oftast hné, úlnliðir, ökklar, olnbogar, hendur eða fæt- ur, iðulega samhverfir liðir. Synovia þykknar og þrútnar, vökvi saínast f liðina, þeir verða miklir fyrirferðar, heitir við- komu og húSin yfir þeim er oft hvft og 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.