Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Síða 138
nauðsyn krefur. Fjöldi fólks reynir meira
á hrygginn, en ástæða er til vegna óhent-
ugrar vinnuaðstöðu. Vélar, verkfæri og
vinnuborð geta verið þannig staðsett eða
útbúin, að þa.ð reyni of mikið á herða- og/
eða bakvöðva. Ef bætt er úr þessu geta
einkenni frá hrygg minnkað verulega, sum
vinna reynir líkamlega meira á einstakl-
ing en önnur. Sjúklingur með slæmt bak
þolir slíka vinnu verr en aðrir. Léttari
vinnu gæti hann eflaust innt af hendi.
Bakið er hið sama, en kröfur til starfs-
ins ólíkar og gæti sjúklingur innt þetta
starf af hendi án mikilla þrauta. Sjúklingi
ætti að vera gefinn kostur á að fá léttari
vinnu á sama vinnustað, eða e.t.v. breyta
um starf. Sjúklingur þarf einnig að fá
leiðbeiningar um heimaæfingar, sem hann
er hvattur til að stunda að staðaldri og
eins er lagt á ráðin um skynsamlega
líkamsrækt.
Verkjalyf og ýmiss vöðvaslakandi lyf eru
oft gefin, til þess að draga úr vöðvabóigu
eða vöðvaspennu. Ég tel að Indometacin
og Phenylbutazon eigi ekki rétt á sér þeg-
ar um hreina vöðvaspennu er að ræða og
hafa ber 1 huga að flest vöðvaslakandi lyf
verka syfjandi og sjúklingur kvartar þá um
sljóleika og þreytu, sem ef til vill er ekki
á bætandi. Þeir þurfa þá að beita meiri
orku og spennu, til þess að halda þreytt-
um, spenntum vöðvum starfandi og segir
það sig sjálft þvílík hætta getur stafað af
slíku 1 hraða nútimans, hvort sem er 1
starfi eða 1 umferðinni. Þessi lyf á þvi
helzt að gefa á kvöidin og oft er sjúklingi
gefið svefnlyf, til þess að draga úr vöðva-
spennu og sjá þannig til þess að hann hvíl-
ist og sofi.
Ef um langvarandi vöðvaspennu er að
ræða getur verið nauðsynlegt að leggja
sjúkling inn til æfingameðferðar hjá sjúkra-
og iðjuþjálfurum. Taka þarf þá einnig til
meðferðar félagsleg vandamál, reyna að
láta sjúkling þekkja sjálían sig og sfn tak-
mörk, vinna skynsamlega og á réttan hátt,
kunna að njóta hvíldar. Þetta getur verið
mikil endurhæfingavinna, en hún borgar sig
vel miðað við þær vinnustundir, sem ann-
ars eru tapaðar fyrir einstakling og þjóð-
félagið 1 heild.
136