Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Síða 37
Btefnir]
Skrautvasinn.
227
dyri eitt, þar sem nöfn bræðr-
anna Bellamy standa á öllum
dyrum, en þeir selja fræ og
jarðávexti. Segjum nú, að mað-
ur kæri sig kollótta um bræðurna
Bellamy, þá er haldið upp stig-
ann og verða þar fyrir tvær dyr.
Á annari hurðinni stendur
„Einkaskrifstofa" og þar er Sip-
py að hitta, en á hinni stendur
„Upplýsingar", en innan við
hana situr strákormur, sem borð-
ar piparmyntur og les bækurn-
ar um Tarzan. Ef maður kemst
fram hjá þessum útverði, er
gengið inn um aðrar dyr, og
er þá komið inn í vinnustofu
Sippys, nákvæmlega á svipaðap
bátt og ef farið hefði verið gegn-
um hinar dyrnar.
Þetta er ofur einfalt.
Eg var ákveðinn í að setja
mjölið fyrir ofan dyrnar, sem á
gt6ð „Upplýsingar".
Nú er ekki hægt að setja slíka
gildru fyrir æruverðugan rektor
(jafnvel þótt hann sé rektor í
skóla, sem er miklu yngri en sá,
er maður sjálfur hefir gengið í),
það verður í það minnsta að ger-
ast með allri nærgætni.
Eg held, að eg hafi aldrei val-
mér morgunverð með meiri
^ákvæmni en þennan dag, og er
ek hafði lokið honum ásamt
nokkrum „Cokktailum", hálfri
flösku af léttu, ljósu og freyð-
andi kampavíni og nokkrum
glösum af koníaki, hefði eg
getað sett slíka gildru fyrir sjálf-
an erkibiskupinn af Kantara-
borg.
Eini erfiðleikinn við þetta allt
saman var að losna við sendi-
sveininn, því að auðvitað kærir
maður sig ekki um að hafa vitni
viðstödd, er maður hellir fullum
poka af mjöli á gólfið. Svo er
guði fyrir að þakka, að hver
hefir nokkuð til síns ágætis, og
að skömmum tíma liðnum hafði
eg talið stráknum trú um, að
hann þjáðist af heimþrá, og að
hann mætti til með að fara þess
vegna. Að því loknu steig eg
upp á stól og tók til óspilltra
málanna.
Fjölda mörg ár voru liðin frá
því er eg síðast hafði leikið slík-
ar listir, en það, sem menn læra
vel í æsku, gleymist þeim sjaldn-
ast til fulls, enda fann eg, að
leikni mín við starfann var svip-
uð og þá. Er eg hafði komið
pokanum þannig fyrir, að nóg
var að ýta á hurðina, — þá koll-
steyptist hann, — stökk eg ofan
af stólnum og smeygði mér gegn
um herbergið hans Sippys og út
á götu. Sippy var ekki kominn,
15*