Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Síða 43
Stefnir]
Skrautvasinn.
233;
„Eg sagði, að nýi vasinn yðar
hefði dottið á höfuð honum,
herra“.
„Hvernig gat hann trúað því?
Þá hefði vasinn auðvitað brotn-
að —
„Vasinn var brotinn, herra“.
„Hvað segið þér?“
„Til þess að hann skyldi trúa
mér, var eg því miður neyddur
til að mölva hann, herra, en af
því eg var svo æstur, mölvaði
eg hann svo smátt, að það er
alveg þýðingarlaust að reyna að
gera við hann.“
Eg rétti úr mér.
„Jæja, kallinn!“ ságði eg.
„Fyrirgefið, herra, en eg held,
að þér ættuð að hafa höfuðfat í
dag. Hann er töluvert kaldur".
Eg starði á hann.
„Er eg ekki með hatt?“
„Nei, herra“.
Eg strauk með litla fingri eft-
ir skallanum. Það var alveg
rétt, eg var ekki með hatt.
„Þér hafið rétt að mæla. Eg.
hlýt að hafa gleymt hattinum
uppi hjá Sippy. Bíðið þér hérnar
Jeeves, meðan eg sæki hann“.
„Já, herra“.
„Annars þarf eg ag láta yður
heyra orð í eyra“.
„Nú, herra“.
Eg brokkaði upp stigann og-
opnaði hurðina. Eitthvað mjúkt
datt ofan á mig, og fyr en mig
varði, stóð eg í rjúkandi hveiti-
mekki. Sökum reiði minnar hafði
eg gleymt pokanum. Það ver5
eg að segja að lokum, að þótt
einhver vina minna geri sig sek-
an í slíkri undirgefni og Sippyr
þá kem eg þar hvergi nærri.
Nú hefi eg fengið mig full-
saddan af þvílíkunf viðfangsefn-
um.
(Lauslega þýtt).