Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Side 48
238
Stjórnarfarið.
[Stefnir
greiddi atkvæði gegn undanþág-
unni 1923 og lýsti með því þeim
vilja sínum, að láta þjóðina held-
ur fara á vonarvöl, en hleypa
dropa af víngutli inn í landið.
Þeim vilja, að deyja fyrir þetta
mál, var svo lýst af Framsókn-
arflokknum og jafnðaarmönn-
um á næsta þingi fyrir kosning-
arnar 1927, og það var óþvegið,
sem að andstæðingunum var rétt
út af því, að vilja ekki segja upp
Spánarsamningnum.
En svo komu völdin og með
þeim annað hljóð í Tímastrokk-
inn. 15. okt. 1927 segir svo (þá
var stjórnin nýtekin við og átti
að fara að efna sín heilögu heit):
„Spánarsamninginn verður að
halda, þangað til yfirgnæfandi
meiri hluti þjóðarinnar vitandi
vits afræður að breyta honum“.
Síðan hefir ekkert heyrst um
þessa endurskoðun Spánarsamn-
ingsins.
Sama orðheldúin kemur fram
í öðrum aðgerðum stjórnarinnar
í áfengismálinu. Ár út og ár inn
var búið að klifa á því í Tíman-
um, að loka bæri áfengisútsöl-
unum. Þær voru kallaðar „vín-
holur lhaldsins“, og látið í veðri
vaka, að þeim væri haldið vegna
drykkfeldra Ihaldsmanna.
En hvaða útsölum hefir nú
verið lokað síðan stjórnin tók
við ? Hvar eru efndir loforð-
anna? Hið eina, sem gerðist, var
það, að skift var. um starfsmenn
við þessar útsölur, til þess að
koma að flokksmönnum, m. ö. o.
þeim var brejdt í „vínholur
Framsóknar", og þá voru þser
góðar. Jónas skrifaði grein sína
um að neyta víns í veizlum, líkt
og við nú drekkum kaffi, og við
Áfengisverzlunina var hafin vín-
blöndunarstarfsemi, til þess
gera vínin útgengilegri. VÍD'
verzlun hefir aukist ákaflega
síðan stjórnin tók við.
Það verður seint eða aldrei
séð fyrir endann á þessari sorg-
legu skrá, um loforðasvik Fram-
sóknar. Fáein dæmi verður þó
enn að nefna.
Mál málanna, gengismálið*
sem ef til vill réði mestu við síð-
ustu kosningar, er óleyst enn, og"
fjarska lítill áhugi hefir virzt
vera á því síðan völdunum var
náð. Stjórnin ber því við senni-
lega, að sósíalistarnir, sem hún
styðst við, sé henni andvígir 1
þessu máli. En eftir því, hve
málið gnæfði yfir allt fyrir kosn-
ingarnar, skyldi enginn hafa tru-
að því, að Framsókn þægi stuðn-