Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 72
262
Stjórnarfarið.
[Stofnir
og má ekki afsaka, þó hann sé ekki
líka lýginn, og ekki má manni
haldast uppi að falsa skjöl, þó
að það sé alkunnugt, að hann sé
dugnaðar og atorkumaður.
En samt skaðar ekki að líta
með sanngirni á það, hvað þessir
menn, sem tala um dugnað
stjórnarinnar, hafa til síns máls.
Hún ætti að vísu að falla á öðr-
um göllum sínum, þó að hún
væri dugleg, en það væri ekki
nema ánægjulegt, að geta gefið
henni í veganestið „yfir um“
þann vitnisburð, að hún hefði
verið „dugleg, fyrst hún var
vargur“.
Dugnaði stjórnarinnar hefir
einu sinni verið lýst í Tímanum.
Það var í greininni „verkin tala“,
sem nú er sagt að koma eigi út
aukin og endurbætt, og jafnvel
á kostnað þess opinbera, útgefin
fyrir þína og mína peninga. Hafa
menn verið sendir út og suður
að taka myndir, og í Alþingis-
húsinu og síðan í Arnarhvoli
hafa setið menn við þessa ,skýrslu-
gerð fyrir stjórnina'.
1 umræddri grein var mörgu
logið. Þar var t. d. mynd af
skólahúsinu á Akureyri, rétt eins
og stjórnin hefði reist það, af
Landspítalanum, sem stjórnin
hefir spillt fyrir á allar lundir,
af sundhöllinni í Reykjavík, sem
stjómin hefir ekki lagt eyri til,
og er alls ekki nálægt því kom-
in upp, af húsum, sem sögð voru
að standa á ákveðnum stöðum,
en voru alls ekki til. Verður allt
þetta vonandi tekið til rækilegr-
ar meðferðar.
En svo er annað. Verkin tala
að vísu, en tölurnar tala líka, út-
gjöldin, skuldirnar. Það þarf í
ráun og veru nauðalítinn dugnað
til þess eins að eyða og sóa fé.
Það er ákaflega létt verk og
löðurmannlegt, að leggja fyrir
vegamálastjóra að byggja vegi
umfram þá, sem fé er veitt til,
húsameistarann að reisa hús, án
heimilda o. s. frv. Dugnaðinn
þarf til að afla fjárins, rækta
jörðina, draga fisk á land, viða
að nauðsynjum og koma vörum
í verð, smíða hluti, hirða bú og
börn. Þjóðin hefir verið dugleg
og aflað mikils. Stjórnin hefir
verið frek á kröfum, það er
hennar „dugnaður". Hún hefir
verið óvægin í skattaálögum, en
þó margfalt óvægari í eyðslu.
Það er dæmalaus misskilning-
ur, sem kemur fram í þessu
„verkin tala“, ef menn halda, að
þau tali um „dugnað“ stjórnar-
innar og hann einan. Þau tala
um dugnað þjóðarinnar. En ÞaU