Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Side 84
274
Fjármálin.
[Steftnr
hátt upp í allra tekjuhæstu ár,
sem áður hafa komið. Tekjurn-
ar hafa farið langt fram úr áætl-
un fjárlaganna, og orðið þessar:
1928 . . kr. 14.293.670
1929 . . — 16.323.641
1930 . . — 17.247.943
Samtals 3 ár: 47.865.254
Meðaltal: 15.955.085
Áætlun fjárlaganna var:
1928 . . kr. 10.451.600
1929 . . — 10.883.600
1930 . . — 11.929.600
Samtals 3 ár: 33.264.800
Umfram áætlun hefir stjórnin
fengið þessar tekjur:
1928 . . kr. 3.842.070
1929 .. — 5.440.041
1930 . . — 5.318.343
Samtals kr. 14.600.454
fjórtán milljónir og sex hundruð
þúsund umfram áætlun fjárlaga
á þremur árum. Ætla mætti, að
með þessum tekjum hefði verið
unnt í einu að halda uppi mjög
sæmilegum opinberum fram-
kvæmdum, verjast alveg nýjum
lántökum og halda áfram að
minnka gömlu skuldirnar, stefna
einbeittlega að skuldlausum
ríkisbúskap, í beinu framhaldi
af fjármálastefnu stjórnartíma-
bilsins 1924—27, og í samræmi
við þau loforð, sem núverandi
valdhafar gáfu landsmönnum
fyrir kosningarnar 1927.
En þetta hefir farið öðruvísi-
Á þessum þremur árum hefir öll-
um tekjunum verið eytt, og rík-
isskuldirnar þar að auki vaxið
stórkostlega. Stjórnin hefir tekið
ný ríkislán á tímabilinu að upp-
hæð samtals um 15 Y2 millj. kr-
Þar af eru um 3 millj. 600 þús-
kr., sem ríkissjóður mun ekkí
þurfa að standa straum af, nefni-
lega framlagið til Búnaðarbank-
ans af enska láninu 1930, en þar
í móti hefir þessi stjórn velt yfir
á ríkissjóð þrem millj. kr. af
gamla láninu frá 1921, sem áður
hvíldu á öðrum. Samtals hefir
stjóminni því tekist að hækka
þær skuldir, sem hvíla á ríkis^
’sjóði beinlínis, um 15 millj. kr-
með nýjum lánum. Samtímis
hafa afborganir gömlu lánanna
numið kringum 3 millj. kr., svo-
að hrein aukning er 12 milljónir
(nákvæml. talið kr. 12,191,560>
beinlínis á ríkissjóði sjálfum’'
eða meir en tvöföldun þeirra
skulda, sem á ríkissjóði hvíldu,
þegar þessi stjóm tók við. All&
hvíla nú á ríkissjóði beinlínis
skuldir að upphæð rúml. 24 Ms
millj. ísl. kr.