Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Qupperneq 96
286
Þingrofið.
[Stefnir
um það, að þingi megi ekki slíta,
hvort sem það er rofið eða ekki,
fyr en fjárlög eru afgreidd.
Því er ekki að neita, að ýms-
um hefir fundist allmikill ein-
ræðisbragur á mörgu í fari nú-
verandi stjórnar. Hún fer t. d.
með fé ríkisins eins og henni
sýnist. Þetta vald, fjárveitinga-
valdið, er eitt ríkasta vald al-
þingis og nauðsynlegasta, og það
var beinlínis ein aðalástæðan til
þess, að þjóðir vildu losna við
einvaldsherra og fá fulltrúa sína
að völdum, að þær vildu láta hafa
hemil á fjársukki. En hér hefir
svo verið undanfarandi, að fjár-
veitingavaldið hefir verið eins
mikið og jafnvel meira hjá
stjórninni en þinginu.
í fleiri atriðum hefir þessi ein-
ræðisbragur verið á ráðherrun-
um, og ýmsir hafa gengið með
þann grun, að stjórnin sæti um
tækifæri til þess að ná meirí
tökum. Aðal hemillinn hefir
náttúrlega verið þingið. Þann
tíma sem það situr, er stjórnin
valdalítil, og einræðisfull stjórn
þarf því að losna við þingið.
Er nú þessi hræðilegi grunur
að rætast?
Á þessu verður þjóðin ,að
hafa fastar og nákvæmar gætur.
Andstöðuflokkar stjórnarinnar
á þingi hafa, sem betur fer, þeg-
ar svona viðburði ber að hönd-
um, verið skipaðir svo viljaföst-
um mönnum, að þeir hafa ekkí
látið réttláta gremju sína hafa
sig út í það, að taka sér
réttinn til þess að refsa þegar í
stað þeirri stjórn, sem svo greipi-
lega hefir óvirt þingið og þjóð-
ina. — Þeir hafa tekið þann
kostinn sem réttari var, að fela
þjóðinni sjálfri dóminn.
Sá dómur þarf að vera þung-
ur og eindreginn.