Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 19

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 19
FRÆÐIGREINAR / RISTILKRABBAMEIN □ Right ■ Middlc Undetermined Dukes class Percent 35 □ Poorly diííerentiated ■ Well differentiated ■ ■ Right colon Lcft colon Location of tumour Figure 8. The well and the poorly differentiated grading categories of colon carcinoma in relation to tumour location within the colon. The Figure 7. Dukes stages ofcolon carcinoma in relation to location within the colon (colon separated into right, middle and left). Tumours ofDukes stages C and D together were significantly more often located in the right poorly differentiated tumours were significantly more often located in the colon as compared to the middle and left colon (p = 0.04) right colon as compared to the left colon (p<0.0001). ristils í samanburði við mið- og vinstri hluta ristils (p<0,0001) en hlutfall þeirra minnkaði síðan jafnt og þétt eftir því sem neðar dró í ristilinn. Hið gagnstæða kom í ljós með vel þroskuð æxli sem voru oftar í vinstri hluta ristils í samanburði við mið- og hægri hluta ristils (p=0,01). Mynd 9 sýnir að samband var á milli stigunar og þroskunargráðu þar sem æxli á stigum A og B saman voru marktækt betur þroskuð en æxh á stigum C og D saman (p<0,001). Umræða Nýgengi: Ristilkrabbamein er á meðal algengustu krabbameina hjá þróuðum þjóðum heims og var nýgengi á árunum 1983-1987 hæst í Norður-Ameríku, Norður-Evrópu og Astralíu eða á bilinu 16-35 á 100.000 íbúa (6). Á Norðurlöndum, á árabilinu 1955- 1980, var nýgengi samkvæmt krabbameinsskrám hjá báðum kynjum hæst í Danmörku, síðan nokkuð lægra en svipað innbyrðis á Islandi, í Noregi og í Svíþjóð, og áberandi var það lægst í Finnlandi (7). Hækkun nýgengis var nokkuð jöfn hjá báðum kynjum á öllu tímabilinu í löndunum fimm. Á tíma- bilinu 1987-1993 hafði nýgengi í Noregi náð svipuðu marki og í Danmörku, samkvæmt krabbameins- skrám (karlar: Noregur 23,3 Danmörk 22,6 og konur: Noregur 20,8 Danmörk 22,0), á íslandi og í Svíþjóð var það nokkuð lægra (karlar: ísland 19,6 Svíþjóð 17,1 og konur: ísland 15, Svíþjóð 14,9) og enn var það lægst í Finnlandi (karlar: 13,0 og konur: 11,7) (8). Nýgengi samkvæmt Krabbameinsskrá hjá íslend- ingum á rannsóknartímabili okkar nær þrefaldaðist á meðal karla og nær tvöfaldaðist á meðal kvenna og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum nema Svíum varð aukning á svipuðu tímabili eða nær tvöföldun hjá báðum kynjum (7,8). Höfundar hafa ekki fundið 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 □ Grade 1 ■ Grade 2 EO Grade 3 illll Dukes A Dukes B Dukes C Dukes D Undetermincd rannsóknaniðurstöður frá öðrum löndum og þar á meðal ekki frá hinum Norðurlöndunum þar sem gögn frá krabbameinsskrám hafa verið endurskoðuð á sama hátt og við höfum gert. Ekki er skýring til á breytilegri tíðni ristilkrabba- meina milli Norðurlandaþjóða og ekki er ákveðin skýring til á nýgengisaukningu þessara æxla. Breyt- ingar þær sem orðið hafa á fæðuvenjum á íslandi, það er hækkun á hlutfalli grófmetis, grænmetis og ávaxta, hefur að minnsta kosti ekki náð að draga úr nýgengisaukningunni hjá íslendingum á rannsóknar- tímabilinu. Tilkoma ristilspeglana á síðari hluta rannsóknartúnabilsins ásamt fjarlægingu ristilsepa hefur heldur ekki náð að draga sýnilega úr nýgengis- aukningu á tímabilinu. Staðsetning: Nær helmingur af þeim 1109 sjúklingum sem rannsókn okkar nær til fengu æxlið í vinstri hluta ristils. Á rannsóknartímabilinu varð Figure 9. Tumour differentiation grades shown according to Dukes stages ofcolon carcinoma. Tumours ofDukes stages A and B together were significantly better differentiated than lumours ofstages C and D together (p<0.001). Læknablaðið 2001/87 115

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.