Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 32

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 32
FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR Tafla 1. Grunneinkenni og áhættuþættir hjarta- og æöasjúkdóma meöal sjúklinga sem lögöust inn á Sjúkrahús Reykjavíkur (SHR) og Landspítalann (LSP) áriö 1996. SHR LSP P Fjöldi, n 181 170 Kyn (% karla) 66,3 70,0 0,49 Meðalaldur, ár 69,6 65,9 0,003 Hámarks CK-MB, mmól/l 113,0 123,6 0,64 Reykingar, % 66,4 66,2 1,00 Háþrýstingur, % 35,8 55,6 0,001 Sykursýki, % 9,6 14,7 0,216 Hækkaöar blóöfitur, % 21,2 21,4 1,00 Jákvæð ættarsaga, % 44,6 57,7 0,055 p=0.004 p=0.001 p=0.191 n ASA B-antag. Ca-antag. Nitrates. Thromb. Mynd 1. Samanburður á notkun hjartalyfja milli Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) og Landspítalans (LSP) 1996. ASA= asetýlsalisýlsýra, B-anlag. = fi-hamlar, Ca-antag. = kalsíumhamlar, Thromb. = segaleysilyf. að sjúklingar með brátt hjartadrep hafi fengið mis- munandi meðferð eftir því hvort þeir lögðust inn á Sjúkrahús Reykjavíkur eða Landspítalann. Þessi munur kallar á aukna samhæfingu í starfsemi hjarta- deilda sjúkrahúsanna og gerð klínískra leiðbeininga. Inngangur Meðferð sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu hefur mikil áhrif á horfur þeirra (1-7). Meðferðin byggist annars vegar á lyfjum þar sem asetýlsalisýlsýra, B- hamlar og segaleysilyf eru einna mikilvægust og hins vegar á aðgerðum til að auka aftur blóðflæði um þrengdar kransæðar með kransæðavíkkunum í hjartaþræðingu og kransæðahjáveituaðgerðum. Þekkt er að notkun þessara síðari meðferðarúrræða fer að hluta til eftir tækjavæðingu sjúkrahússins þar sem sjúklingur leggst inn í kjölfar greiningar (8). Þannig eru kransæðavíkkanir og -hjáveituaðgerðir meira notaðar á þeint sjúkrahúsum þar sem þessar aðgerðir eru framkvæmdar. Aftur á móti beita læknar sjúkrahúsa, sem ekki hafa þessa aðstöðu, lyfjameðferð í ríkari mæli. Þrátt fyrir þennan mun hefur ekki tekist að sýna fram á mun á lífslíkum sjúklinga eftir því hvar þeir leggjast inn. Eftir að hafa gert upp horfur íslenskra sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu (1,2) lék okkur forvitni á að kanna hvort munur hafi verið á meðferð og horfum sjúklinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík árið 1996 þar sem kransæðavíkkanir í hjartaþræðingu og kransæðahjáveituaðgerðir voru aðeins fram- kvæmdar á Landspítalanum, nú Landspítala Hring- braut. Efniviður og aðferðir Fundnir voru allir sjúklingar sem útskrifuðust eftir að hafa greinst með bráða kransæðastíflu (ICD-9:410) á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SHR) og Landspítalanum (LSP) með tölvuleit í gagnasöfnum spítalanna. Farið var yfir sjúkraskrár þeirra og þeir útilokaðir frá rann- sókninni sem ekki höfðu sannanlega fengið krans- æðastíflu, það er höfðu hvorki ST-breytingar á hjartalínuriti né hækkun hjartaensíma (CK-MB) yfir 15 pg/l. Þeir sent létust innan sólarhrings frá innlögn voru einnig útilokaðir þar sem reglur um innritun þeirra sjúklinga sem létust eftir endurlífgunartil- raunir á bráðamóttöku voru ekki samræmdar milli sjúkrahúsanna. Skráð voru á sérstakt eyðublað: aldur, kyn, upplýsingar um helstu áhættuþætti eins og þeir vou skráðir í sjúkraskrá (reykingar, sykursýki, sermis- kólesteról yfir 7,0 pmól/1, fjölskyldusaga um krans- æðasjúkdóma og háþrýstingur) einnig voru skráð lyf við innlögn og útskrift, hvort sjúklingur fengi segaleysimeðferð (með tPA eða streptókínasa) auk hámarks CK-MB mælingar í blóði. Afdrif sjúklinga einu ári eftir innlögn voru könnuð. Upplýsingar um endurinnlagnir vegna hjartasjúkdóma og kransæða- víkkana í hjartaþræðingu og kransæðahjáveituað- gerða fengust frá tölvudeildum spítalanna, en upp- lýsingar um dánarorsök og dánardægur fengust hjá Hagstofu Islands. SPSS forritið var notað við alla tölfræðiút- reikninga. Beitt var kí-kvaðratsprófi eða nákvæmni- prófi Fishers við samanburð á tveimur hópunt, eftir því sem við átti, en log rank prófi til að meta mun á dánartíðni hópa. Leyfi til rannsóknarinnar fékkst frá siðanefndum Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans og hjá Tölvunefnd Dómsmálaráðuneytisins í samræmi við lög um rannsóknir á heilbrigðissviði og reglugerð um réttindi sjúklinga. Niöurstöður Grunneinkenni og áhættuþættir sjúklinga sem lögðust inn á Sjúkrahús Reykjavíkur og Land- spítalann eru sýnd í töflu I. Meðal sjúklinga á Landspítalanum útskrifuðust 81,9% á asetýlsalisýlsýru á móti 71,2% á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,021). B-hamlar voru notaðir hjá 68,1% sjúklinga á Landspítalanum við útskrift á móti 56,5% sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,028). Kalsíumhamlar voru notaðir hjá 16,3% sjúklinga á Landspítalanum við útskrift á móti 29,4% sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,004). Nítröt voru notuð hjá 50,6% sjúklinga á Landspítalanum við útskrift á 128 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.