Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 33

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 33
FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR móti 75,7% sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p<0,001) (mynd 1). Alls fengu 27% sjúklinga sem komu á Landspítalann með bráða kransæðastíflu segaleysilyf en 21% á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,191). Ekki reyndist munur á notkun angíótensín breyti (converting) ensímhamla, digoxíns, þvagræsi- lyfja eða lyfja við hjartsláttartruflunum (mynd 2). Á fyrsta ári eftir innlögn fóru 43,2% sjúklinga á Landspítalanum í hjartaþræðingu með blásningu en 32,3% sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykavíkur (p<0,05). Á fyrsta ári eftir innlögn fóru 32,4% sjúklinga á Landspítalanum í kransæðavíkkun með blásningu en 13,3% sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykavíkur (p<0,001). Á sama hátt fóru 10% sjúklinga af Landspítalanum í kransæðahjáveituaðgerð á fyrsta ári frá innlögn en 11% sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,75) (mynd 3). Meðaltími frá innlögn að kransæðavíkkun með blásningu var 41 dagur á Landspítalanum en 51 dagur hjá sjúklingum Sjúkrahúss Reykjavíkur (p=0,001). Meðaltími frá innlögn að kransæða- hjáveituaðgerð var 156 dagar á Landspítalanum en 126 dagar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,44). Eins árs dánarhlutfall reyndist vera 17,7% meðal sjúklinga á Landspítalanum en 20,8% meðal sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,55). Sam- eiginlegt dánarhlutfall og hlutfall sjúklinga sem fengu endurtekna kransæðastíflu innan árs var 18,5% meðal sjúklinga á Landspítalanum en 24,9% meðal sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,20). Meðallegutími sjúklinga eftir bráða kransæða- stíflu var 15,1 dagur á Landspítalanum en 14,3 dagar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,004). Umræða Helsti veikleiki þessarar rannsóknar er afturskyggnt snið hennar sem leiðir til þess að ekki er hægt að tryggja að greiningin bráð kransæðastífla hafi verið notuð á sama hátt á báðum spítölum. Þá var meðferð eftir innlögn ekki tilviljunarkennd heldur háð mati mismunandi lækna á ástandi sjúklings hverju sinni. Þannig hafa sjúklingar líklega fengið mismunandi meðferð eftir alvarleika einkenna og einnig í minna mæli eftir því hvaða hjartasérfræðingur hafði umsjón með meðferð þeirra. Sýnt hefur verið fram á að bæta megi lífslíkur sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu með vissum lyfjum (1-7). Þó kransæðavíkkanir og -aðgerðir hafi ótvíræð áhrif á líðan og lífsgæði sjúklinga hefur ekki tekist að sýna fram á að þessar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á lifun sjúklinga nema í einstökum tilvikum (9- 15). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hlutfall sjúklinga sem fara í kransæðavíkkun og -hjáveitu- aðgerðir fer að nokkru eftir aðgengi að slíkum aðgerðum (8,16). Hér á landi voru þessar aðgerðir aðeins framkvæmdar á Landspítalanum á rann- sóknartímanum og lék okkur því forvitni á að vita Mynd 2. Samanburður á notkun hjartalyfja milli Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) og Landspítalans (LSP) 1996. ACE-1 = anglótensín breyti (converting) ensímhamlar, Antiarrh = lyfvið hjartatruflunum, n.s. = ekki marktœkur munur. hvort munur væri á meðferð og horfum sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu eftir því hvort þeir lögðust inn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eða Landspítalann. Sjúklingar sem lögðust inn á Sjúkrahús Reykja- víkur og Landspítalann voru sambærilegir hvað varðar kynjaskiptingu, umfang skemmda á hjarta- vöðva (mælt með CK-MB), tíðni reykinga, sykursýki, blóðfituhækkunar og ættarsögu um hjartasjúkdóma. Sjúklingar sem lögðust inn á Sjúkrahús Reykjavíkur voru að meðaltali 3,7 árum eldri en þeir sem lögðust inn á Landspítalann. Hins vegar voru sjúklingar á Landspítalanum oftar með háþrýsting. Sjúklingar á Landspítalanum fengu marktækt oftar asetýlsalisýlsýru og/eða 6-hamla heldur en sjúklingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en marktækt sjaldnar nítröt og kalsíumhamla. Að öðru leyti reyndist ekki marktækur munur á lyfjameðferð sjúklinga milli spítala. Aukin notkun nítrata á Sjúkra- húsi Reykjavíkur gæti verið afleiðing af minni notkun kransæðavíkkana, asetýlsalisýlsýru og/eða B- hamla sem gæti leitt til þess að sjúklingar væru oftar með brjóstverki eftir útskrift af Sjúkrahúsi Reykja- víkur heldur en af Landspítalanum. Þannig er lyfja- meðferð við útskrift af Landspítalanum í betra sam- ræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar varðandi meðferð sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu (17). Mynd 3. Samanburður á notkun kransœðavíkkana (PTCA) og -hjáveituaðgerða (CABG) meðal sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SHR) og Landspítalanum (LSP). Læknablaðið 2001/87 129

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.