Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 42

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ STJÓRN LÍ hin raunverulega afstaða hans væri til viðræðn- anna. Sagði hann þar, að Læknafélag íslands væri enginn formlegur samningsaðili, það væri gott fyrir ímyndina að standa í þessum viðræðum og að það þjónaði alls ekki hagsmunum LÍ að samningar tækjust. Á þeim fundum, sem í hönd fóru, en þá sátu auk Sigurbjörns, Einars og Kristjáns þeir Jón Snædal, varaformaður LÍ og Sigurður Guðmunds- son, landlæknir, var staðfest, að umræddir samn- ingar við heilbrigðisstofnanir væru á næsta leiti. Jafnframt lýstu fulltrúar IE áhyggjum sínum yfir að samningarnir gætu tafið þessar viðræður við LÍ og vildu frá tryggingu fyrir að sú yrði ekki raunin. Formaður LÍ lýsti því þegar yfir að hann gæti ekki ábyrgst, hvað á eftir myndi fylgja en féllst á að yfir- lýsing frá IE um viðræðurnar við LÍ samhliða þessum samningum gæti mildað viðbrögð LÍ við þeim. Ekki hefur enn frést að slík yfirlýsing hafi verið gefin þann 19. desember s.l. norður á Akureyri, þannig að einhver tæki eftir. Hins vegar lét forstjóri ÍE hafa eftir sér eftir- farandi í dagblaðinu Degi varðandi viðræðurnar: „Til dæmis tók siðanefnd Læknafélagsins fyrir kæru á mínar hendur vegna ummæla, sem ég hafði látið falla í tveggja manna tali við mann frá Læknafélaginu fyrir fund nokkurn sem haldinn var í marsmánuði. Það er ósköp erfitt að halda áfram sáttaviðræðum þegar annar aðili nálgast þær ekki með meiri einlægni en svo að við- ræðurnar leiði til kærumála. Ég hef því séð mig tilneyddan til að halda mig svolítið frá þessu og það er meðal annars ástæðan fyrir því að málið hefur ekki unnist hraðar en raun ber vitni.“ Um þetta skal það eitt sagt, að formaður LÍ er eini aðili frá félaginu, sem átt hefur í viðræðum við forstjóra ÍE frá því í aprfl og fram í desember. Forstjóra IE er fullkunnugt um að með þessu tók formaðurinn allnokkra persónulega áhættu til að gera hinum fyrrnefnda aðstæðurnar bærilegri í ljósi þess máls, sem hann minnist á. Aldrei var á þetta minnst, sem meinbugi á samkomulagi og því síður ástæðu fyrir óhóflegum drætti á viðbrögðum IE í viðræðunum hvað eftir annað. Það er líka öllum læknum fullljóst, að stjórn LÍ getur ekki og má ekki hafa nein áhrif á málarekstur fyrir Siðanefnd. Þess utan má geta, að það mál, sem um er rætt, kom aldrei til kasta stjórnarinnar vegna meints vanhæfis hennar. í ljósi þessara atburða og annarra uppákoma í samskiptunum við ÍE ákvað formaður að aflýsa samningafundi með ÍE þ. 8. janúar og leggja málið í heild sinni fyrir stjórnina til frekari meðferðar. Það er skoðun stjórnar LI að grundvöllur frekari viðræðna sé mjög veikur og trúnaður milli aðila lítill ef ekki brostinn. Það samkomulag, sem stefnt var að, krefst fullkomins trausts milli LÍ og ÍE, þar sem engir einstaklingar eða stofnanir þjóðfélagsins eru lagalega í þeirri stöðu að geta haft eftirlit með því eða séð um að það gangi eftir. Þetta traust er því miður ekki fyrir hendi. Því er þessum viðræðum lokið. Stefna aðalfundar LI, sem mörkuð var á ísafirði í liðnum ágústmánuði er alveg skýr. Hún er • að breyta skuli lögum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði, þannig að gert verði ráð fyrir skriflegu samþykki einstaklinga fyrir flutningi upplýsinga úr sjúkraskrám í grunninn • að fá sérleyfishafann til að fylgja þessari megin- reglu verði lögum ekki breytt. Stjórn LÍ mun áfram vinna eftir þessari stefnumörkun á innlendum og erlendum vett- vangi. Þau drög að reglum um gagnagrunna, sem liggja fyrir WMA, gera ráð fyrir skriflegu sam- þykki annars vegar og förgun gagna að ósk sjúklings hins vegar. Af öðrum fréttum úr erlendri umræðu um mannréttindi af þessum toga, virðist sem hún sé á fleygiferð og því mikilvægt fyrir íslenska lækna að njörva ekki afstöðu sína við siðferðilegar úrlausnir, sem kunna að verða úr- eltar von bráðar. Það er og hefur verið skoðun stjórnar LI að einstakir læknar geti tekið þátt í málarekstri fyrir dómstólum til að ná markmiðum sínum, sýnist þeim sú leið vænleg til árangurs. Sú leið er auðvitað fær, að Islensk erfðagreining taki einhliða ákvörðun um að fara að þeim hugmyndum, sem hún hefur annars vegar lýst áhuga á, þ.e. að leita skriflegs samþykkis og hins vegar gert sjálf tillögu um, þ.e. að hægt verði að eyða gögnum í grunninum. Þetta ætti að vera hægur vandi fyrir IE úr því, sem komið er. Það er eðlilegt og raunar mjög mikilvægt að læknar haldi skoðunum sínum á loft þrátt fyrir þá samninga, sem heilbrigðisstofnanir, sem þeir vinna við, kunna að gera. Það er borgaraleg skylda okkar. Fari stjórnir heilbrigðisstofnana gegn þessum skoðunum í skjóli laga verður svo að vera. Þær verða að bera ábyrgð á því. Læknar verða ekki neyddir til að taka þátt í því óhappaverki. Með félagskveðju f.h. stjórnar LÍ, Sigurbjörn Sveinsson 138 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.