Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Síða 55

Læknablaðið - 15.02.2001, Síða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR að lögmaðurinn, Sif Konráðsdóttir hrl., hafi getið þess að hún hafi fengið færa sérfræðinga til að yfirfara álit læknisins. Greinargerðin hafi verið óundirrituð og lögmaðurinn neitað að láta uppi hverjir hinir „færu sérfræðingar“ væru. Tilurð málsins tengist mjög sérhæfðu sviði innan geðlæknisfræði sem ekki sé einu sinni á færi almennra geðlækna að ijalla um fyrir rétti án sérstaks undirbúnings. Nokkrum vikum seinna hafi kærði gefið sig fram sem höfundur greinargerðarinnar. Greinargerð kærða um álitsgerð kæranda var að áliti kæranda ekki fyrst og fremst fagleg gagnrýni á efnisatriði álitsgerðar kæranda heldur persónuleg og rætin. Með því að undirrita ekki greinargerðina og svo með því að lögmaðurinn hafi neitað að gefa upp höfund hennar hafi kærði og lögmaðurinn falið þá augljósu staðreynd að það hafi ekki verið „færir sérfræðingar" sem fóru yfir álitsgerð kæranda heldur læknir sem hafi enga sannanlega faglega þekkingu til að fjalla um það sérhæfða svið sem málið snerist um. I ritinu Læknar á Islandi, útg. árið 2000, séu upplýs- ingar um kærða og þar komi í ljós að kærði hafi verið virkur vísindamaður á sviði sameindaerfðafræði en hvergi komi fram að hann hafi öðlast sérstaka þjálfun á sviði almennra geðlækninga og enn síður á því þrönga sérsviði sem greinargerð hans fjalli um. Kærandi telur að kærði hafi með því að semja greinargerð til Siðanefndar LI um efni sem sé órafjarri sérsviði hans, brotið V. meginreglu siða- reglna, en þar segi: „Þekkið eigin takmarkanir og hæfni annarra." Kærði hafi með sömu röksemdum og að ofan brotið 2. gr. siðareglna 2. mgr., en þar segi: „Lækni hlýðir í starfi sínu að fara sem minnst út fyrir það verksvið sem menntun hans tekur til.“ Enn fremur hafi kærði gerst brotlegur við 19. gr. siðareglna LI með því að villa á sér heimildir á bak við hugtakið „færir sérfræðingar“ eins og standi í bréfi lögmanns kæranda, þegar ekkert bendi til þess að kærði hafi haft faglega þekkingu til að fjalla um málið á þann hátt sem eðli málsins geri kröfu um. Líta verði svo á að kærða hafi verið kunnugt um á hvern hátt lögmaðurinn hagaði kynningu á sérfræðivinnunni að baki greinargerðarinnar í fylgi- bréfi sínu. Málsástæöur og rökstuðningur kærða Af hálfu kærða er því haldið fram að síðan siða- reglum LÍ var síðast breytt 1992 hafi orðið miklar breytingar á lagaákvæðum um tjáningarfrelsi. Arið 1995 hafi tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 verið rýmkuð verulega, sbr. lög nr. 97/1995. Samkvæmt 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar séu allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar eigi hver maður rétt á að láta í Ijós hugsanir sínar en ábyrgjast verði hann þær fyrir dómi. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar megi eingöngu setja tjáningarfrelsinu skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Ari fyrr með lögum nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála hafi ákvæði mannréttindasáttmálans verið lögfest hér á landi. Ákvæði 10. gr. sáttmálans um tjáningarfrelsi séu sambærileg ákvæðum 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ákvæði siðareglna LI verði því að túlka í ljósi nýrri lagaákvæða um tjáningarfrelsi og vert sé að minnast þess að siðareglur gangi aldrei framar en lagareglur. Kærði telur að þegar hin kærðu ummæli séu skoðuð í ljósi 73. gr. stjórnarskrárinnar og þeirra lögfestu takmarkana á tjáningarfrelsinu sem leiði af XXV. kafla almennra hegningarlaga, beri að sýkna hann af kröfum kæranda. Allar takmarkanir á tjáningarfrelsinu beri nú að skýra þröngt og verði að víkja nema sýnt sé fram á í hverju tilviki að beiting takmörkunar hafi verið nauðsynleg í lýðræðisþjóð- félagi. Ákvæði siðareglna LÍ er varða takmarkanir á tjáningarfrelsi lækna verði ekki skýrð rýmra en 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 10. gr. laga um mann- réttindasáttmála Evrópu. Annað væri skýlaust brot á lögvernduðum rétti lækna sem annarra borgara til tjáningarfrelsis. Samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu verði skoðanafrelsi ekki settar skorður með lögum. í skoðanafrelsi felist einnig réttur til að koma skoðunum sínum opinberlega á framfæri. Skoðana- frelsinu tilheyri einnig svonefndir gildisdómar sem felldir séu um menn og málefni og séu ályktanir sem dregnar séu af tilteknum staðreyndum og séu skoðun og mat þess sem gildisdóminn fellir og verði hvorki sannaðar né afsannaðar að neinu marki. Sum þeirra ummæla sem kærandi kæri fyrir séu dæmigerðir gildisdómar sem öllum í réttarríki sé sér að vítalausu heimilt að láta opinberlega í ljós og geti með engu móti varðað við siðareglur LI. Um sé að ræða skoðanir kærða á tilteknum gögnum í tilteknu saka- máli og ályktanir hans um þessi gögn sem hann hafi dregið eftir vandlega yfirferð gagnanna og sjálfstæða vinnu við fræðiheimildir. Kæran beri með sér að kærandi telji kærða ekki mega láta opinberlega í ljós skoðun sína á álitsgerð kæranda þar sem kærði sé ekki fagmaður á sérsviði kæranda og geti því ekki dæmt um vinnubrögð hans. Kærurnar virðist því öðrum þræði byggjast á því að kærði hafi ekki haft faglegar forsendur til að hafa skoðun á álitsgerð kæranda. Þessi málsástæða kær- anda standist ekki ákvæði um tjáningar- og skoðana- frelsi. Kærði telur sig hafa fullan rétt á því að hafa þá skoðun sem hann kýs á álitsgerð kæranda og til að tjá sig um þá skoðun opinberlega. Til þess þurfi hann ekki faglegar forsendur enda sé tjáningarfrelsið ekki bundið við neinar slíkar forsendur. Eigi það jafnt við Læknablaðið 2001/87 151
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.