Læknablaðið - 15.02.2001, Qupperneq 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR
ákvæði stjórnarskrárinnar heimili honum að hafa
þessa skoðun og skoðun hans geti tæpast talist brot á
siðareglum.
Kæruatriði B.l.
Kærði telur niðurstöðu Hæstaréttar skýrasta
sönnun þeirrar fullyrðingar sem höfð er eftir honum.
Kærði heldur því fram að í skýrslu sinni hafi kærandi
véfengt trúverðugleika stúlkunnar með mörgum
aðferðum og jafnframt hafi hann véfengt trúverðug-
leika, hæfni og sértækar ályktanir dómkvaddra sér-
fræðinga.
I dómi meirihluta Hæstaréttar komi fram að
kæranda hafi tekist að rýra trúverðugleika stúlkunnar
með því að véfengja hæfni dómkvaddra sérfræðinga.
Kæruatriði B.2.
Rétt sé að kærandi hafi í skýrslu sinni gefið „tvo
mögulega valkosti, annan þann að minningar stúlk-
unnar hefðu umbreyst í áranna rás og tekið á sig
dekkri mynd, eða þá að stúlkan hefði rétt fyrir sér í
ákæruatriðunum, og að hún hefði þolað valdbeitingu
án þess að bíða þannig tjón af að það greindist við
geðrannsóknina“. Seinni valkosturinn hafi þó ekki
verið gefinn nákvæmlega á þennan hátt í skýrslunni,
heldur hafi það margoft verið fullyrt að ef stúlkan
væri að segja sannleikann þá mætti „búast við“ að það
„greindist við geðrannsóknina“, eins og stutt sé af
„vísindarannsóknum“ á fórnarlömbum kynferðislegs
ofbeldis. Það sé nákvæmlega þessi skáldaða vísinda-
þekking sem kærði kveðst hafa gagnrýnt. Það séu
engar vísindaniðurstöður til sem segi að hægt sé að
greina kynferðislegt ofbeldi við geðrannsókn sem
gerð sé mörgum árum seinna eins og kærandi haldi
fram í skýrslunni og rökstuðningi sínum fyrir þessu
kæruatriði. Hver séu skilmerki greiningarinnar við
geðrannsókn? I hvaða fræðirit geti kærandi vitnað því
til stuðnings að við geðskoðun sé hægt að greina
kynferðislegt ofbeldi mánuðum og árum eftir að því
lauk? Þessa hugmynd kæranda telur kærði einmitt
byggjast á skáldaðri vísindaþekkingu, svo notuð séu
hans eigin orð.
Þekking sú sem kærandi vísi til sé hvergi til og að
fullyrða slíkt í skýrslunni sé að beita falsrökum á
siðlausan hátt.
Kæruatriði B.3.
Vegna þessa kæruatriðis er því haldið fram af hálfu
kærða að í tölvubréfi sem kærandi sendi Ragnheiði
Haraldsdóttur og öðrum hafi komið fram að hann
hafi verið læknir ákærða í framangreindu hæstaréttar-
máli og að hann hafi talið sér skylt að verða við
óskinni um skýrsluna. í umræddu tölvubréfi komi
einnig fram eftirfarandi: „Þegar málið kom fyrir
dómstóla þá leitaði Ák. ráða hjá mér og fékk upp-
gefinn heimildarlista, sem hann síðan nýtti sér. Auk
þess veitti ég upplýsingar um þau atriði sem ég taldi
mikilvægt að upplýstust." M.ö.o. hafi kærandi unnið
að málsvörn ákærða í hæstaréttarmálinu meðan málið
fór í gegnum dómstóla. Enda komi skýrt fram í bréfi
ákærða til verjanda síns, dags. 23. maí 1999, að
meginröksemdir hans og kæranda séu þær sömu.
Þannig segi orðrétt í lok bréfs ákærða: „Saksóknara-
embættinu hefur ekki tekist að sýna fram á að
kærandi sé „trúverðugt fórnarlamb" sifjaspella.
Reynslan sem kærandi lýsir hlýtur þó að teljast
óvenjulega langvinn, stöðug og hroðaleg og ættu
merkin um hana því að vera augsýnilegri og alvarlegri
en í flestum eða a.m.k. mörgum öðrum sifjaspells-
málum.“ Einnig sé fjallað um falskar minningar á
sama hátt í bréfi ákærða og skýrslu kæranda.
Skýrsla kæranda hafi ekki fjallað um ákærða,
heldur eingöngu um geðheilsu stúlkunnar svo og
sérfræðileg atriði er vörðuðu trúverðugleika hennar.
Hér sé um augljósan hagsmunaárekstur að ræða. Hér
takist á annars vegar skyldur læknisins gagnvart
sjúklingi þeim sem hann hafi stundað sem séu honum
auðvitað tamar því meginregla í siðareglum lækna sé
að læknum beri að setja hagsmuni sjúklinga ofar öllu.
Hins vegar komi til skyldur læknisins gagnvart
dómskerfinu og réttlæti í samfélaginu og í þessu tilfelli
gagnvart mannréttindum fórnarlambs kynferðis-
legrar misnotkunar. Hér sé því um verulega togstreitu
að ræða og augljóst að tengsl viðkomandi læknis við
annan aðilann geri það erfitt fyrir hann að skrifa
óvilhalla skýrslu um málið og hættan á að hann líti á
ákærða sem skjólstæðing sinn sé verulega aukin.
Fyrst kærandi hafi kosið að fara þá leið að skila
umræddri skýrslu þá hafi honum skilyrðislaust borið
að gera grein fyrir framangreindum hagsmuna-
árekstrum í skýrslu sinni. Það hafi kærandi ekki gert.
Það komi fram í dómi Hæstaréttar að þetta hafi
uppgötvast að hluta við munnlegan málflutning fyrir
réttinum, en ekki fyrir tilstuðlan kæranda, heldur
saksóknara.
Kæruatriði C.
Kærði kveðst hafa skrifað umrædda greinargerð,
sem fjallaði um brot kæranda á siðareglum lækna og
læknalögum að beiðni stúlkunnar X og löggæslu-
manns hennar. Greinargerðina kveðst kærði hafa
sent til lögmanns stúlkunnar með tölvupósti undir
fullu nafni. Lögmaður stúlkunnar og stúlkan sjálf hafi
tekið þá ákvörðun að leggja greinargerðina fram sem
hluta af skriflegum málflutningi án þess að gera grein
fyrir hver höfundar hennar væri.
Kærði kveðst aldrei hafa neitað að skrifa undir
greinargerðina. Kærði hafi enga aðild átt að því að
lögmaður stúlkunnar gerði ekki grein fyrir að hann
væri höfundur umræddrar greinargerðar.
Kæruatriði 1 í viðbótarkæru.
Kröfur kæranda feli í sér að hann telji að enginn
nema sérfræðingur á tilteknu sviði geti skrifað fag-
legar og fræðilegar greinargerðir sem snúa að því
sviði. Með þessu sé kærandi að krefjast slíkrar
takmörkunar á tjáningarfrelsi að fjarstæðukennt sé.
154 Læknablaðið 2001/87