Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2001, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.02.2001, Qupperneq 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÉRFRÆÐINÁM í SVÍÞJÓÐ Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Kristín Huld Haraldsdóttir1, Tómas Guðbjartsson2 ‘Handlækningdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Fágelhundsvágen 62,226 53 Lund, Sverige. Netfang: kristin.huld- haraldsdottir@skane.se :Hjarta- og lungnaskurödeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Netfang: tomas.gudbjartsson@lund.mail. telia.com Inngangur ÍSLENSKIR LÆKNAR HAFA í ÁRATUGI SÓTT framhalds- menntun í læknisfræði til Svíþjóðar, fleiri en til nokkurs annars lands. í byrjun níunda áratugarins dró úr straumi íslenskra lækna samfara versnandi efnahagsástandi og atvinnuleysi meðal sænskra lækna. Síðustu tvö árin hefur íslenskum læknum aftur fjölgað í Svíþjóð, enda hefur efnahagsástand batnað til muna og skortur er á læknum í flestum sérgreinum. Sérnámið hefur einnig verið endur- skipulagt og er nú á flestum stöðum betur skipulagt og markvissara en áður. Sérnám í Svíþjóð verður því að teljast góður kostur. Stærst Noröurlanda Svíþjóð er stærst Norðurlanda eða 450 þúsund km2 og þar búa 8,9 milljónir manna, þar af 1,5 milljónir af erlendu bergi brotnir. Til samanburðar eru íbúar í Danmörku og Finnlandi í kringum 5 milljónir í hvoru iandi fyrir sig og rúrnar 4 milljónir í Noregi. Þéttbýlustu svæði Svíþjóðar eru Skánn í suðri og svæðið umhverfis höfuðborgina Stokkhólm, en hún er jafnframt stærsta borg landsins með 663 þúsund íbúa. Næst kemur Gautaborg með tæplega 430 þúsund íbúa en Málmey (230 þúsund) og Uppsalir (158 þúsund) korna þar á eftir. Svíþjóð er háþróað iðnríki og þjóðarframleiðsla á íbúa er með því hæsta sem gerist. Járngrýti og víðáttumiklir skógar eru mikilvægar náttúruauðlindir en aðalatvinnuvegir eru málm- og vélaiðnaður auk þjónustugreina. Svíþjóð er lýðræðisríki með þing- bundinni konungsstjórn og 1. janúar 1995 gengu Svíar í Evrópusambandið. Þegar þetta er ritað eru jafnaðarmenn við stjórn en þeir hafa setið lengst í stjórn frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Sænskt þjóðfélag er að rnörgu leyti svipað því íslenska en flestum ber saman um að hugsanaháttur Svía sé nokkuð frábrugðinn þeim íslenska. Mikið er gert fyrir börn og fjölskyldufólk og skólakerfið er mjög vel skipulagt. Verðlag er heldur lægra en á íslandi en þó munar ekki miklu. Laun eru að jafnaði hærri en á íslandi fyrir sambærileg störf og afkoman því síst lakari. Á móti kemur að þjónusta er dýrari. Uppbygging sænska heilbrigöiskerfisins í Svíþjóð er mjög virkt en jafnframt eitt dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Undanfarin 10 ár hefur verið reynt að stemma stigu við sívaxandi kostnaði með Markmið okkar með þessum skrifum er að kynna unglæknum og læknanemum framhaldsnám í Svíþjóð en um leið veita þeim sem eru á leið þangað í sérnám hagnýtar upplýsingar varðandi umsóknir og flutninga. Þessi grein er að hluta til byggð á eldri grein sem annar höfunda (TG) skrifaði í Læknablaðið árið 1994 (1). Upplýsingar í þeirri grein eru margar hverjar úreltar í dag og því ástæða að skrifa nýja grein um sama efni. niðurskurði fjárveitinga en Svíar vörðu 8,8% af vergri þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála árið 1997, sem er heldur meira en hér á landi og á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er í kringum 8%. í meginatriðum er uppbygging sænska heil- brigðiskerfisins svipuð og á íslandi, það er að segja heilbrigðisþjónusta er rekin fyrir opinbert fé og allir þegnar eiga sama rétt til hennar, óháð tekjum. I stórum dráttum er um ferns konar sjúkrahús að ræða í Svíþjóð. I fyrsta lagi eru svokölluð svæðis- sjúkrahús (regionssjukhus) en landinu er skipt upp í svæði (region) og þjóna þessi sjúkrahús hvert sínu svæði. Þar er að finna flest allar sérgreinar. Dæmi um svæðissjúkrahús eru sjúkrahúsin í Örebro og Lundi. í öðru lagi eru háskólasjúkrahús (universitetssjukhus), sem tengjast háskólunum sex; í Stokkhólmi, Gauta- borg, Lundi, Linköping, Uppsölum og Umeá. Há- skólasjúkrahúsin sinna bæði kennslu og rann- sóknum. Sjúkrahús geta þannig verið bæði háskóla- og svæðissjúkrahús, til dæmis sjúkrahúsið í Lundi. í þriðja lagi má nefna svokölluð Central lasarett eða Lanssjukhus en þau eru deildaskipt með flestum sérgreinum og upptökusvæði sem oftast er í kringum 250 þúsund manns. Sjúkrahúsin í Helsingjaborg og Kristianstadt eru dæmi um Lanssjukhus. Loks má nefna Lansdelsjukhus (Regional lasarett) en þau eru yfirleitt tiltölulega lítil sjúkrahús með bæði hand- og lyflækningadeild auk móttökudeilda fyrir aðrar sérgreinar, svo sem HNE og krabbameinslækningar. í Landskrona og Ángelholm eru Lansdelsjukhus. Uppbygging sérfræðinámsins. Hægt er að leggja stund á flestar sérgreinar læknisfræðinnar í Svíþjóð en samkvæmt sænskum reglum er lengd sémáms minnst fimm ár. Uppbygg- ing sémámsins er oftast innan blokkarkerfis þannig að hægt er að ljúka náminu á sömu stofnun eða innan 160 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.