Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Síða 83

Læknablaðið - 15.02.2001, Síða 83
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 4 Faraldsfræði í dag Hvað er confounding? María Heimisdóttir Netfang: mariah@decode.is Fyrir nokkrum vikum var fjallað um orsaka- samband og í því samhengi minnst stuttlega á sýndarsamband (spurious association) sem hugsan- lega skýringu rannsóknarniðurstaðna. Ein orsök sýndarsambands er röskun eða confounding og er það efni þessa pistils. Röskun er að sumra álita eitt áhugaverðasta og flóknasta hugtak sem fyrir kemur í faraldsfræði. Hugtakið er eitt þeirra sem lögð eru til grundvallar við túlkun niðurstaðna faraldsfræðilegra rannsókna, einkum samanburðarrannsókna (observational studies), en einnig við túlkun tilrauna eða íhlutandi rannsókna (clinical trials). Röskun má skilgreina á einfaldan hátt sem brenglun á sambandi (áhættu) þátta og sjúkdóma (eða annarra útkoma, svo sem einkenna). Þannig leiðir röskunin til þess að tilteknir áhættuþættir og sjúkdómar virðast tengdir en ekki er um raunverulegt orsakasamband að ræða. Afleið- ingar röskunar geta einnig verið í þveröfuga stefnu - röskun getur falið raunveruleg tengsl milli áhættu- þátta og sjúkdóma. Röskun getur jafnvel breytt stefnu tengslanna, til dæmis þannig að svo virðist sem tiltekinn þáttur auki líkur á sjúkdómi þegar hann er í raun verndandi. I hvora áttina sem röskunin er geta áhrif hennar verið mismikil, allt frá því að vera svo smávægileg að hagnýti niðurstaðnanna er algerlega óskert og til þess að valda sterku sýndarsambandi milli þátta sem eru alls ótengdir. Almennt gildir að röskunin (eða brenglunin) stafar af áhrifum einhvers þriðja þáttar, sem er tengdur áhættuþættinum en er jafnframt tengdur sjúkdómnum. Auk þessarar almennu reglu er rétt að hnykkja á nokkrum atriðum sem einnig þurfa að vera fyrir hendi. I fyrsta lagi; til að um röskun sé að ræða þarf þessi þriðji þáttur (raskandi þáttur) að hafa í för með sér auknar líkur á sjúkdómnum en þarf ekki að valda honum. Sem dæmi um slíkt má minna á gula fingur sem raskandi þátt varðandi tengsl tóbaks- reykinga og lungnakrabbameins. Reykingamenn hafa oft gula fingur og eru einnig líklegri en aðrir til að fá lungnakrabbamein. Guli liturinn er þannig tengdur bæði áhættuþættinum og sjúkdómnum en veldur ekki sjúkdómnum. I öðru lagi, hinar auknu líkur á sjúkdómnum sem hinn raskandi þáttur hefur í för með sér verða að vera óháðar áhættuþættinum sem verið er að rannsaka. Þannig verða að vera tengsl milli hins raskandi þáttar og sjúkdómsins, jafnvel meðal þeirra einstaklinga sem ekki hafa áhættuþáttinn. í þriðja lagi, hinn raskandi þáttur getur ekki verið hluti af orsakabrautinni (causal pathway) sem liggur milli áhættuþáttarins og sjúkdómsins. Setjum sem svo að hinn raskandi þáttur sé tiltekið efni sem mælt er í blóði. Ef áhættu- þátturinn leiðir til þess að magn þessa efnis eykst í blóði, og ef sú aukning eykur líkur á að sjúkdómurinn komi fram, þá er ekki um röskun að ræða heldur er allt ferlið hluti af orsakabrautinni sem tengir áhættuþátt og sjúkdóm. Mikilvægt er að gera skýran greinarmun á röskun og skekkju (bias), ekki síst vegna þess að ólíkar reglur gilda um fyrirbyggingu og meðferð þessara vandamála. Röskun er afleiðing flókins sambands milli hinna ýmsu áhættuþátta og sjúkdóma. Röskun er þannig til staðar í því umhverfi þar sem rann- sóknin fer fram. Oft er unnt að draga úr áhrifum hennar á niðurstöður rannsókna með því að tak- marka hvaða einstaklingar eru valdir í rannsóknina (restriction), með því að para einstaklinga sem valdir eru í samanburðarhópa (matching) eða með slembi- aðferðum (randomization). Jafnvel með slíkum að- ferðum tekst ekki alltaf að hindra röskun en þá má grípa til tölfræðilegra aðferða til að minnka áhrif hennar á niðurstöðurnar. Ef talið er að röskun sé enn til staðar þrátt fyrir tölfræðilegar aðgerðir til úrbóta er mikilvægt að leitast við að meta umfang hennar og stefnu til að geta túlkað niðurstöðumar sem best. Skekkja er hins vegar bein afleiðing þeirra aðferða sem beitt er við hönnun og framkvæmd rannsóknarinnar. Skekkja er ekki hluti af því umhverfi sem rannsóknin fer fram í en er afleiðing ófullkominnar aðferðafræði. Hagstæðar aðstæður og vandvirkni við hönnun og framkvæmd rannsóknar lágmarka líkur á skekkju. Ef skekkja hefur samt sem áður orðið til í rannsókninni er engin leið til að draga úr áhrifum hennar eða leiðrétta hana. Eina úrlausnin er að reyna að mæla umfang og stefnu skekkjunnar og nota þá vitneskju við túlkun og notkun niður- staðnanna. Læknablaðið 2001/87 179
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.