Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 90

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 90
NÁMSKEIÐ / FUNDIR Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafé lags íslands árið 2001 verður haldið á Grand hótel Reykjavík fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. apríl. Á fimmtudeginum verða flutt frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Á föstudeginum verða aðalfundir Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og önnur mál tengd skurðlækningum og svæfingum. Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum. Nánari upplýsingar um þingið veita: Hannes Petersen Landspítala Fossvogi og Sveinn Geir Einarsson St. Jósefsspítala Hafnarfirði Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi, sími: 564 4100, bréfasími: 564 4106, netfang: magga@icemed.is Fræðslufundur Öldungadeildar LÍ Skipstapið 1718 Laugardaginn 10. febrúar næstkomandi heldur Öld- ungadeild LÍ fræðslufund í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis. Á fundinum mun Halldór Baldursson bæklunarlæknir skýra frá skipstapa sem varð vestan Öfusáróss árið 1718 er skipið Giötheborg fórst. Áhöfninni var dreift til vetursetu á ýmsa bæi og munu margir núlifandi íslendinga geta rakið ættir sínar til þeirra. Kaffiveitingar samkvæmt venjum Öldungadeild- arinnar. Stjórnin Endurmenntunarstofnun HÍ Námskeið fyrir 5. og 6. mars kl. 8:30-12:30 íslensk heilbrigðisþjónusta Einkum ætlað fólki sem fengið hefur menntun sína erlendis og starfar eða er að hefja störf í heilbrigðisþjónustunni. Umsjón: Vilborg Ingólfsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Verð:10.800 kr. Á námskeiðinu verður skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar á íslandi lýst. Meginstofnunum, fjárhagslegri uppbyggingu og ábyrgðarsviði mismunandi heilbrigðishópa. Farið yfir lög er varða heilbrigðisþjónustu, svo sem lög um réttindi sjúklinga, sjúkratryggingar, sóttvarnalög, barnaverndarlög og lög um málefni aldraðra. 26. mars kl. 16:15-19:15 Heilbrigðislögfræði I. Réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsfólks Kennari: Dögg Pálsdóttir hrl. Á námskeiðinu verður fjallað um skipulag og fjármögnun heilbrigðisþjónustu. Áhrif stjórnsýslu- og upplýsingalaga á réttindi, skyldur og ábyrgð heilbrigðishópa. Viðbrögð við óvæntum atvikum og mistök vegna meðferðar á sjúklingum. Viðbrögð við skaðabótakröfum sjúklinga. 28. mars kl. 16:15-19:15 Heilbrigðislögfræði II. Samskipti við sjúklinga Kennari: Dögg Pálsdóttir hrl. Á sjúklingur rétt á upplýsingum um meðferð og batahorfur? Þarf sjúklingur að samþykkja meðferð og getur hann neitað meðferð? Varsla sjúkraskráa - getur hver sem er fengið að lesa þær? Þarf að sinna kvörtunum sjúklinga og þá hvernig? 2. apríl kl. 16:15-19:15 Heilbrigðislögfræði III. Vísindarannsóknir og miðlægur gagnagrunnur Kennari: Dögg Pálsdóttir hrl. Hvað er vísindarannsókn, hvaða reglur gilda um þær og hver er réttarstaða sjúklinga í slíkum rannsóknum? Hvað er gagnagrunnur á heilbrigðissviði og hverjar eru meginreglur laga nr. 139/1998? Hvert er sampil laga um réttindi sjúklinga og laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði? Hver er réttarstaða sjúklinga með tilliti til gagnagrunns á heilbrigðissviði? Nánari upplýsingar: www.endurmenntun.is 186 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.