Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 91

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 91
NÁMSKEIÐ / FUNDIR / LAUSAR STÖÐUR Námskeið um upplýsingaleit á vegum landlæknisembættisins og Háskólans í Reykjavík Sífellt fjölgar þeim gagnasöfnum sem heilbrigðisstarfsfólk hefur aðgang að vegna landssamninga, svo sem ProQuest gagnasöfnin, Web of Science þar sem Science Citation Index er að finna og Encyclopaedia Britannica að ógleymdum OVID gagnasöfnunum. Landlæknisembættið og Símennt HR standa sameiginlega að námskeiði þar sem fólki verður leiðbeint varðandi: • leitartækni í gagnasöfnum og í leitarvélum • mat á upplýsingum • framsetningu efnis á upplýsingavef • tengingar inn í tímaritsgreinar, vefsíður, fyrirlestra og fleira • PowerPoint og Real Audio • vistun heimasíðna Námskeiðið verður haldið sex miðvikudaga kl. 16-19 vikurnar 14. febrúartil 21. mars. Umsjón námskeiðsins er í höndum Sólveigar Þorsteinsdóttur (solveigth@ru.is) og Önnu Sigríðar Guðnadóttur (anna@landlaeknir.is) sem veita nánari upplýsingar. Námskeiðsgjald er 28.000 krónur. Skráning fyrir 10. febrúar í síma 510 6250 eða á simennt@ru.is Krabbamein og vinnandi fólk í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags íslands á þessu ári stendur félagið fyrir ráðstefnu undir heitinu Krabbamein og vinnandi fólk Hvað gerist á vinnustað þegar starfsmaður greinist með krabbamein? Ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 14. febrúar, kl 13.00 -16.30. Ráð- stefnustjóri verður Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, verndari Krabbameinsfélagsins. Á efnisskrá verða erindi um það sem gerist í kjölfar þess að starfsmaður greinist með krabbamein - um viðbrögð á vinnustað, um veikindarétt og endurhæfingu. Einnig koma fram sjónarmið stjórnenda og sjúklings. Boðið verður upp á veitingar í kaffihléi og tónlistar- flutningur verður í umsjá Jónasar Ingimundarsonar. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við samtök atvinnurekenda, launþega og fleiri. Kynningarfundur um sérfræðinám (framhaldsnám) í heimilislækningum í Skaraborg, Svíþjóð Boðið er til kynningar á vegum heilsugæslunnar í Skaraborg, Svíþjóð um sérfræðinám í heimilislækningum. Löng hefð er fyrir því að íslenskir læknar sérmennti sig í Svíþjóð og hafa margir verið í Skaraborg og líkað vel. Mikill áhugi erfyrir áframhaldandi samvinnu og því boðið til þessarar kynningar. Verið velkomin fimmtudaginn 8. febrúar kl.18.00 - kynning og umræður kl.19.00 - buffé. GRAND Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Fyrir hönd heilsugæslunnar í Skaraborg mæta: Hasse Johansson, primárvárdsomrádeschef Lars Gotthardsson, várdcentralchef/studierektor Kerstin Ekenstierna, várdcentralchef Helena Wennás, distriktslákare Magnus Geirsson, distriktslákare Ove Hansson, várdutvecklare Nánari upplýsingar veita: Jóhann Ág. Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum HÍ, netfang: johsig@hi.is Guðrún Gunnarsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum Sólvangi Hafnarfirði, sími: 550 2600 Heilsugæslustöðin á Akureyri Tvær stöður heilsugæslulækna Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina á Akureyri eru laus til umsóknar. Krafist er sérfræði- viðurkenningar í heimilislækningum. Staðan veitist eftir samkomulagi. Einnig er laus til umsóknar ótímabundin staða afleys- ingalæknis. Nánari upplýsingar gefa Bolli Ólafsson framkvæmda- stjóri (bolli@hak.ak.is) og Pétur Pétursson yfirlæknir (petur@hak.ak.is) í síma 460 4600. Umsóknir um stöðuna berist á þar til gerðum eyðu- blöðum frá landlæknisembættinu fyrir 30. mars næst- komandi Veffang stöðvarinnar er að finna undir: http://www.akureyri.is Framkvæmdastjóri L. Læknablaðið 2001/87 187

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.