Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 *sjampó + hárnæring vs sjampó án hárnæringar
Halla Tómasdóttir, skipu leggj andi og ráðstefnustjóri, segir að viðfangsefnið hafi verið að leita bestu leiða til að brúa
kynja bilið og ná þannig fram efnahagslegum,
viðskiptalegum og samfélagslegum framförum.
Ráðstefnan var vettvangur umræðna þar
sem áhrifaaðilar komu saman og fengu
innblástur frá rannsakendum og leiðtogum
beggja vegna Atlantshafsins – og leituðu
leiða til raunverulegra framfara varðandi
jafnrétti kynjanna.
Þátttakendur voru úr forystusveit um
atvinnu lífs, háskóla og stjórn mála á Íslandi og
á alþjóðavettvangi.
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóða gjald
eyris sjóðsins, flutti opnunar ávarp í mynd.
Rann sakendur frá leiðandi háskólum eins og
Stanford, Babson, Harvard Business School
og Erasmus tóku þátt í samtölum á sviði sem
og leiðtogar alþjóðlegra fyrirtækja á borð við
Google, IKEA og KPMG. Þá hélt bandaríska
kvikmyndaleikkonan Geena Davis, stofn
andi og stjórnarformaður Stofnunar Geenu
Davis, erindi um birtingarmynd kynjanna í
kvikmynd um og fjölmiðlum.
Að morgni 19. júní hófst dagskráin á morg
unverðarumræðum karlþátttakenda.
Geena Davis ávarpaði hópinn. Hún hefur
frá árinu 2007 beitt sér fyrir því að rannsaka
hvaða áhrif fjölmiðla og afþreyingargeirinn
hefur á viðhorf drengja og stúlkna. Eftir það
tók dr. Michael Kimmel frá SUNYháskóla
num við stjórn um ræðna á borðum við góðar
undirtektir.
Almenn dagskrá hófst svo á stuttu mynd
broti úr mynd um Jóhönnu Sigurðardóttur,
fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands, og að
því loknu voru umræður um mikilvægi breyttra
áherslna í stjórnmálum. Í þeim umræðum
tóku þátt þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi utanríkisráðherra, Tiffany Dufu,
sem leiddi sérstakt verkefni á vegum Hvíta
hússins til að hvetja konur til að gefa kost á
sér til forystu í stjórnmálum, og Deborah K.
Jones, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu.
Ís land lenti í fyrra í fyrsta sæti sjötta árið í röð
í árlegri úttekt alþjóðaefna hagsráðsins, World
Economic Forum, á jafnrétti karla og kvenna.
Í úttektinni eru mæld efnahagsleg og pólitísk
völd, menntun og heilbrigðismál.
á ráðstefnu í Hörpu
Geena Davis
Alþjóðlega ráðstefnan WE Inspirally 2015 var haldin í Hörpu dagana 18.-19. júní í tilefni
þess að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.
Ráðstefnan var vettvangur umræðna
þar sem áhrifaaðilar komu saman og
fengu innblástur frá rannsakendum og
leiðtogum beggja vegna Atlants hafsins.
1. Pat Mitchell, stjórnarformaður Sundance-kvikmyndahátíðarinnar og fyrsti kvenkyns forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins PBS, ræðir við Geenu Davis, leikkonu og
stjórnanda Stofnunar Geenu Davis. 2. Frá pallborðsumræðum. 3. Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri og skipuleggjandi ráðstefnunnar. 4. Fjölmargir karlmenn
í áhrifastöðum mættu á ráðstefnuna. 5. Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, flutti opnunarávarp í mynd. 6. Hreggviður Jónsson, formaður
Viðskiptaráðs, var á meðal þátttakenda.
1
2 3
4
5
6