Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 177
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 177
Fyrsta konan á Alþingi
Ingibjörg H. Bjarnason er kunnust þeirra sem voru fremstar í kvenfrelsisbarátt-
unni á upphafsárum hennar í byrjun síðustu aldar. Hún settist fyrst kvenna á þing
árið 1922 og atti þar kappi við karla, sem ekki mátu hana allir mikils. Hún stýrði
Kvenna skólanum síðar um áratugaskeið.
Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan á Alþingi:
I ngibjörg H. Bjarnason var kaup manns dóttir eins og svo margar af forystukonun kvenna á upphafs
árum barátt unnar.
Hún fæddist á Þingeyri árið 1867 en
foreldrar hennar, Hákon Bjarnason
og Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir,
voru kaupmannshjón, oftast kennd
við Bíldudal þar sem þeim græd
dist fé á saltfiski. Þetta var allvel
stætt fólk með við skiptasambönd
við útlönd en ógæf an reið yfir þegar
Hákon varð úti eftir að vöruskip
hans strandaði um páska 1877.
Jóhanna rak verslun ina áfram sem
kaupmannsekkja og Ingibjörg var
send í skóla, Kvenna skólann, sem
hún svo síðar stýrði um áratugakeið.
barÁtta fyrir menntun
Að loknu kvennaskólanámi lá leiðin
til Kaupmannahafnar eins og svo
algengt var um stúlkur af hennar
þjóðfélagsstöðu. Hún varð leikfimi
kennari fyrst Íslendinga og fór
allmargar námsferðir til útlanda á
lífsleiðinni milli þess sem hún sinnti
kennslu og síðar skólastjórn. Hún
var alla ævi ógifta kennslukonan.
Menntun kvenna var aðaláhugamál
hennar. Húsmæðrafræðsla í bland
en aðaláhersla í ræð um hennar
og skrifum var á mennt un fyrir lífið,
almenna menntun kvenna.
„Nútíminn heimtar meira af konun
um, og þær vilja fá tækifæri til þess
að búa sig undir störf á sem flestum
sviðum,“ sagði hún í þingræðu.
Þetta var þegar húsmæðraskólarnir,
með takmarkaða almenna menntun,
voru að ryðja sér til rúms.
Ingibjörg var ekki áberandi við
fyrstu kosningar þar sem konur máttu
kjósa en tók eftir því sem á leið æ
meiri þátt í hinni pólitísku baráttu. Hún
var kosin til forystu og var fyrsti for
maður Landspítalasjóðsnefndar, sem
konur stofnuðu árið 1915 til að fagna
nýfengnum kosningarétti. Það kom
og í hennar hlut að flytja þingheimi og
konungi þakkir fyrir kosn ingaréttinn
fyrir hönd íslenskra kvenna.
„Kjörin er nú Kvíga á þing“
Ingibjörg var síðan í efsta sæti hjá
Kvennalistanum við landskjör árið
1922 og kom fyrst kvenna á þing.
Hún var eftir þetta eina konan á
þingi í átta ár. Konurnar fengu
22,4% atkvæða við landskjörið.
Margir karlar vissu ekki hvort þeir
ættu að hlæja eða gráta yfir þessum
tíð indum. Hákon Kristófersson,
þing maður Barðstrendinga, sem
sjálfur hafði viðurnefnið Bolakálfur
inn meðal þingmanna, orti:
Mikið er nú menning slyng
og máttur hennar ríkur.
Kjörin er nú kvíga á þing,
kusa Reykjavíkur.
Síðar sætti Ingibjörg stöðugri aðför
Jónasar frá Hriflu eftir að hann
kom á þing árið 1927. Jónasi var
greinilega mjög í nöp við Ingibjörgu
og henni við hann. Ingibjörg var
þá gengin til liðs við Íhaldsflokkinn,
sem síðar varð kjarninn í Sjálf
stæðisflokknum. Hún sætti því líka
gagnrýni kvenna fyrir að hafa svikið
málstaðinn.
Ingibjörg var því ekki bara fyrsta
konan á þingi heldur má líka kalla
hana síðustu „kvennalistakonuna“ af
þessari fyrstu kynslóð í baráttunni.
Stjórnmálahreyfingar kvenna hurfu
af sjónarsviðinu um áratugaskeið.
Einstaka konur reyndu að halda
merkinu á lofti en sameinuð hreyfing
var úr sögunni.
Fimmtán árum eftir að kosninga
rétturinn fékkst sat engin kona
lengur á þingi.
TexTi: GíSli KriSTJánSSon
Ingibjörg kjörin á þing 1922
Ingibjörg var síðan í efsta
sæti hjá Kvennalistanum við
landskjör árið 1922 og kom
fyrst kvenna á þing. Hún var
eftir þetta eina konan á þingi í
átta ár. Konurnar fengu 22,4%
atkvæða við landskjörið.