Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 107

Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 107
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 107 náunganum mikilvæg Ólafía B. Rafnsdóttir. „Meginhlutverk stjórnenda er ætíð að skipuleggja reksturinn með hags­ muni allra í fyrirrúmi, þá á ég við hagsmuni bæði eigenda og starfsmanna.“ ólaFía F yrst vil ég nefna þá vitundarvakningu sem við höfum séð undanfarin ár og hefur opnað umræðuna um jafnréttismálin alveg upp á gátt,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir þegar hún er spurð hvað henni finnist hafa staðið upp úr í kvennabaráttu síðustu áratugi. „Launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaði er mér hugleikið. Hjá VR hefur kynbundinn launamunur minnkað umtalsvert á síðustu árum en ennþá er þó allt of langt langt í land að við náum fullu jafnrétti. Svo verð ég að fá að nefna jafnlaunastaðalinn sem gefinn var út fyrir tæpum tveimur árum og er einsdæmi á heimsvísu. Við hjá VR höfum nú þegar veitt á þriðja tug fyrirtækja Jafnlaunavottun VR sem byggist alfarið á þessum merka staðli.“ Hvaða framfarir ertu ánægðust með í rekstri VR á undanförnum árum? „Það sem stendur upp úr hvað snertir mitt nánasta umhverfi er sú staðreynd að ánægja starfsmanna VR hefur aukist til muna á síðustu árum. VR er nú í 5. sæti stórra fyrirtækja á lista yfir „Fyrirtæki ársins“ sem er árleg könnun á vegum félagsins. Þetta er afar ánægjuleg niðurstaða sem skilar sér klárlega til allra okkar félagsmanna í þeirri vaxandi og fjölbreyttu þjónustu sem við veitum.“ Hver telur þú vera brýnustu verkefni á borðum íslenskra stjórnenda um þessar mundir? „Meginhlutverk stjórnenda er ætíð að skipuleggja reksturinn með hagsmuni allra í fyrirrúmi, þá á ég við hagsmuni bæði eigenda og starfsmanna. Markmið okkar sem stéttarfélags er að auka kaupmátt launafólks og við leitum eftir því að stjórnendur fyrirtækja starfi að því með okkur.“ Hvað líkar þér almennt best í fari stjórnenda og leiðtoga? „Þegar stjórnandi nær að laða það besta fram í starfsmönnum. Það skilar sér í aukinni starfsánægju sem aftur skilar sér í meiri framleiðni fyrirtækja. Einnig er góð upplýsingagjöf til starfsmanna oft vanmetin og ef stjórnandi temur sér að upplýsa starfsfólkið vel er honum og fyrirtækinu umbunað fyrir.“ Hver telur þú vera brýnustu verkefnin innan atvinnulífsins um þessar mundir? „Brýnasta verkefni atvinnulífsins er að taka virkan þátt í þeirri vinnu sem hér er hafin til að auka kaupmátt launafólks. Landsframleiðsla er nú orðin sú sama og fyrir hrun en nokkuð vantar upp á að kaupmáttur útborgaðra launa nái sömu hæðum. Hagnaður stærstu fyrirtækja er mjög góður og vel hefur tekist að vinna úr skuldamálum þeirra. Það er því brýnt verkefni að launamenn fái að njóta þessa góða árangurs sem við sjáum hjá þessum stærstu fyrirtækjum landsins. Framleiðni er hér minni en annars staðar á Norðurlöndunum og er það eitt af verkefnum atvinnulífsins að stuðla að aukinni framleiðni, öllum aðilum til góðs.“ Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í stjórnun? „Allar konur sem hafa tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram til stjórnunarstarfa. Það skiptir miklu máli að til séu sterkar fyrirmyndir fyrir ungar konur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og vilja láta til sín taka. Við þurfum enn að berjast fyrir jafnrétti kynjanna – því miður – og því nefni ég hér allar konur sem hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar.“ samtök á vInnumarkaðI fyrirmyndir mikilvægar Sterkar í stjórn landssambands íslenskra verzlunarmanna og var kosin varaformaður á þingi líV í nóvem ber 2013. Hún situr í stjórn Virks starfs endur hæfngarsjóðs. í stjórn Atvinnu leysistrygg ingasjóðs. í miðstjórn Alþýðusambands íslands og fjölda nefnda á vegum Así. er varaforseti Así. situr í stjórn rann sóknar seturs verslunarinnar. í nefnd á vegum Alþingis í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna sem og í stjórn nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.