Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 143
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 143
60% lykilstjórnenda HR eru konur
Texti: Hrund Hauksdóttir / Myndir: Geir Ólafsson
Sérhæfing í skaðabóta- og vátryggingarétti
Fulltingi
Miklar breytingar hafa orðið á lögmannastéttinni síðastliðin ár með auknum áhuga kvenna á
lögmannsstörfum og hækkandi hlutfalli þeirra kvenna sem útskrifast frá lagadeildum.
Þ
ær Bergrún Elín
Bene diktsdóttir og
Bryndís Guð munds
dóttir, tvær af eig
endum Fulltingis, telja þessa
breyt ingu vera í samræmi við
aukinn hlut kvenna í atvinnu
lífinu:
„Þá þróun má eflaust rekja
til þess að konur urðu meira
áberandi í atvinnulífinu í kjölfar
þess að Vigdís Finnbogadóttir
var kjörin forseti árið 1980. Að
okkar mati veitti hún kon um
ákveðinn innblástur og þor til
að sækja fram á þess um vett
vangi. Þá er ljóst að Guðrún
Erl endsdóttir, fyrr ver andi
hæsta réttardómari, sem var
fyrst íslenskra kvenna skip uð í
þá stöðu árið 1986, hefur haft
jákvæð áhrif á konur til að sækja
sér frekari menntun á há skóla
stigi. Þessar konur eru sterkar
fyrirmyndir og hafa rutt veginn
fyrir þær sem á eftir komu.
aukin tengslanet kvenna
Síðustu ár hafa kvenmenn í
auknum mæli stofnað til félags
skapar sem eykur tengslanet
þeirra, til að mynda Félag
kvenna í lögmennsku og Félag
kvenna í atvinnulífinu. Þarna
er vettvangur fyrir konur til að
koma sér á framfæri og miðla af
reynslu sinni. Jafnframt hefur
kynjakvóti í stjórnum félaga
haft mikil áhrif á þá þróun að
auka hlut kvenna, jafnvel þótt
sú lagasetning sé umdeild. Við
teljum miður að lagasetningu
hafi þurft til til að leiðrétta
hlut kvenna á þessu sviði þar
sem að okkar mati á frekar að
skipa í stjórnir eftir verðleikum
einstaklingsins en kyni.
Vonandi ber framtíðin það í
skauti sér að kynin verði metin
til jafns í atvinnulífinu.
Við teljum þá þróun sem hef
ur orðið á lög mannastéttinni
jákvæða. Samkvæmt úttekt
í Lög mannablaðinu voru
30,2% félagsmanna konur árið
2015 í samanburði við 15,1%
árið 2001. Hlutfall kvenna
hjá Fulltingi er hátt, 15 af 20
starfsmönnum eru kven menn.
Við heiðrum minn ingu þeirra
sem börðust fyrir aukn um rét t
indum okkar kvenna með því
að gefa öllum starfs mönn um frí
eftir hádegi hinn 19. júní nk.
Persónuleg og góð
þjónusta
Fulltingi lögmannsstofa hef
ur um árabil sérhæft sig í að
veita einstaklingum þjón
ustu á sviði skaðabóta og
vá trygg ingaréttar. Á síðustu
árum hefur Fulltingi lagt
mikla áherslu á að upplýsa al
menning um rétt sinn ef slys
ber að höndum. Við erum
ánægðar að sjá að með því að
upplýsa almenning betur um
bótarétt sinn hefur m.a. náðst
að leiðrétta til muna þann
misskilning að einstaklingur í
órétti eftir umferðarslys eigi
ekki rétt á bótum. Mikilvægt
er að leita sem fyrst aðstoðar
lögmanns sem sérhæfður er á
þessu sviði og veitir per sónu
lega og góða þjónustu.“
„Kynjakvóti í stjórnum
félaga hefur haft mikil
áhrif á þá þróun að auka
hlut kvenna, jafnvel þótt sú
lagasetning sé umdeild. “
Bergrún elín Benediktsdóttir
og Bryndís Guðmundsdóttir,
tvær af eigendum Fulltingis.
Frá vinstri: Helga Kristín Bernhard, Guðveig elísdóttir, Margrét Lilliendahl, Hildur Helga Kristinsdóttir, Pálína Tryggvadóttir, Þuríður
Valdimarsdóttir, Bergrún elín Benediktsdóttir, Klara Óðinsdóttir, Hildur eyþórsdóttir, Fríða Björk Teitsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Tinna Ósk Þórar insdóttir og Friðrika Þórleifsdóttir.