Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 127

Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 127
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 127 V ið erum eflaust mörg með háleitar hug­myndir um að hlaða batteríin í sumarfríinu eftir erfiðan vetur og napurt vor. Við erum búin að keyra okkur áfram í gegnum veturinn, upplifa mikla streitu, halda mörgum boltum á lofti í einu, en þrátt fyrir allt lengist tossalistinn. Ósvaraðir tölvupóstar bíða og það er erfitt að losna við vinnuna úr kollinum eftir að heim er komið. Mörg erum við búin að fara á tímastjórn un­ arnámskeið í von um betri tíð en einhvern veginn endum við ansi oft aftur í sama farinu, ekki ólíkt því þegar við förum í líkams r ækt­ ar átak eða megrun. En hver er uppskriftin að jafnvæginu sem við flest þráum að finna? Í gegnum tíðina hefur svokall­ aður fæðupíramídi verið hafður til viðmiðunar varðandi heilbrigt mataræði, meðal annars til að sporna við offituvandanum. Ann­ ar vandi, ekki síður alvarlegur, virðist í auknum mæli vera farinn að hrjá nútímamanninn. Það er streitan, sem ógnar andlegu heil­ brigði okkar. Streitan orsakast mikið til af áreiti úr mörgum áttum. Við er um með of marga bolta á lofti í einu og ofgnótt upplýsinga streym ir til okkar úr öllum áttum. Streita á vinnustöðum, hjá bæði stjórn ­ end um og starfsfólki, hefur marg skonar neikvæð áhrif. Hún getur aukið fjarvistir, minnkað framleiðni, dregið úr liðsanda og aukið starfsmannaveltu. Enn fremur hefur streita mjög haml­ andi áhrif á sköpunargáfu og hugmyndaauðgi fólks, en í nú­ tímafyrirtæki eru það grunnþættir til framþróunar og virðisauka í rekstrinum. rÁðlagður dagsKammtur Dr. Daniel J. Siegel og dr. David Rock höfðu fæðupíramídann í huga þegar þeir settu sam­ an sjö þætti, sem samkvæmt rannsóknum á sviði taugalíffræði hjálpa okkur að virkja mismun­ andi svæði heilans, tengja þau saman og stuðla að betri andlegri heilsu. Þeir kalla þetta The Healthy Mind Platter eða Hugarorku­lyklana. Fæðupíramídinn felur í sér ráðleggingar um ákveðið magn, hlutföll og tiltekna samsetningu næringarefna, því líkaminn þarfnast fjölbreyttrar fæðu. Jafn vel þótt ein fæðutegund sé holl er ekki hollt að borða hana eingöngu. Ef við hugum ekki að mataræðinu kemur það niður á líðan okkar, orku og heilsu. Líkamleg einkenni og vanlíðan gera líka vart við sig þegar streita eykst, dagleg líðan tekur breytingum og það hvernig við hegðum okkur. Kenningar Siegels og Rocks snúast um sjö daglegar athafnir sem eru nauðsynlegar til að hámarka andlega heilsu og gera okkur kleift að halda jafnvægi í lífi okk ar og eiga góð samskipti við fólkið í kringum okkur. Sjö daglegar athafnir sem sam­ kvæmt rannsóknum á taugalíf­ fræði næra hugann og hjálpa okkar að viðhalda daglegri orku: 1. hvíldarstund: (Sleep time) Þegar við gefum heilanum þá hvíld sem hann þarfnast er um við að meðtaka lærdóm og reynslu dagsins. Rétt eins og svefn er nauðsynlegur fyrir líkamlega hvíld þá er hann ekki síður nauðsyn­ legur fyrir heilann. Sérstaklega með tillliti til minnis, sköpunargáfu og stjórnunar tilfinninga. Stuttur 10 mínútna lúr getur haft mjög skjót og jákvæð áhrif sem geta varað allt upp í þrjár klukku­ stundir. (Brooks og Lack 2006.) 2. leiktími: (Play time) Þegar við leyfum hinu ósjálfráða að ríkja eða leyfum okkur að vera skapandi og njóta nýrra upplifana myndast nýjar brautir í heilanum og þá uppgötvun við nýjar leiðir til að leysa verkefni. Rannsóknir í taugalíffræði hafa sýnt fram á að leikgleði er einn af grunnþáttum í þroska barna og sköpunargáfu og lærdómi fullorðinna. (Panksepp & Biven 2012.) 3. hleðslustund: (Down time) Þegar við erum ekki að einbeita okkur að neinu sérstöku, erum ekki að hugsa um ákveðin mark­ mið, látum hugann reika og slök­ um á endurhlöðum við heilann. Hleðslustund á sér oft stað þegar við erum að bíða eftir ein­ hverju, t.d. á meðan við blöðum í gegnum tímarit á bið stofunni, hlustum á tónlist, slökum á og dreymir dagdrauma. Við erum vakandi en ekki tengd og í því ástandi náum við sambandi við innsæi, sem hefur tengingu við fyrri þekkingu og reynslu og leiðir af sér góðar ákvarðanir. Ómeðvituð hugsun getur leitt til betri ákvarðana og innsæis en meðvituð rökræn afstaða. (Dijksterhuis, Bos, Nordgen&van Baaren, 2006.) 4. íhugunarstund/ hugleiðsla: (Time in) Þegar við gefum okkur tíma til að íhuga, leggjum áherslu á skynjun og tilfinningar, þá samþættum við starfsemi í heilanum. Þetta er ekki bara hefðbundin slökun, en slökun getur verið fylgifiskur íhug unar. Með íhugun er verið að tala um að temja hugann, stýra athyglinni markvisst inn á við í núinu. Hún einkennist af opnum huga, forvitni og sam ­ þykki hugsana, tilfinninga og líkamlegrar skynjunar. 5. tengslatími: (Connecting time) Þegar við tengjumst öðru fólki virkjum við og styrkjum raf rásir heilans. Að sögn Mathews Liebermans, eins af frumkvöðlum hugrænnar taugalíffræði, hefur mannkynið þróast þannig að maðurinn er almennt talinn félagsvera. Félagsþörf okkar er svo sterk að við finnum líkamle­ ga til ef við verðum fyrir félag­ slegri höfnun. Því má færa rök fyrir því að félagslegur stuðnin­ gur sé ein af grunnþörfum okkar, rétt eins og vatn, matur og húsaskjól. Skortur á félagslegum stuðningi getur valdið streitu og er einn af mælikvörðum Alþjóðaheil­ brigðismálastofnunarinnar til að segja fyrir um hjartasjúkdóma og framleiðni. Félagslegur stuðningur dregur úr áhrifum neikvæðrar reynslu og jákvæð félagsleg upp­ lifun hefur sterk tengsl við jákvæða sýn á lífið, meiri sveigjanleika og auðveldari samskipti við aðra. 6. Hreyfing: (Physical Time) Þegar við hreyfum okkur, helst með léttum þolæfingum, erum við að styrkja heilann á margvíslegan hátt. Hreyfing er streitulosandi og hún eykur einn­ ig lærdómshæfi okkar og minni. Rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif hreyfingar sem varnar gegn ellihrörnun heilans og til bata sjúklinga eftir heilaáverka. Sam­ kvæmt rannsóknum Aamodts & Wangs hefur hreyfing áhrif á viðbragðsflýti og vinnsluminni. Þá hjálpar hreyfing okkur að hafa stjórn á viðbrögðum og koma í veg fyrir óviðeigandi viðbrögð, ásamt því að auka getu okkar til að einbeita okkur þrátt fyrir utanaðkomandi truflun. 7. einbeitingarstund: (Focus time) Verkefni sem krefjast einbeit­ ingar með áherslu á markmið og áskoranir búa til djúpar tenging­ ar í heilanum. Í vinnu umhverfinu verðum við fyrir endalausu áreiti Guðríður Sigurðardóttir, einn af eigendum attentus og starfar þar sem mannauðsráðgjafi. Aðalatriðið er að þekkja þessa sjö þætti og nýta á hverjum degi þau andlegu „næringarefni“ sem eru þér nauðsynleg og vera með gott jafnvægi þessara sjö þátta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.