Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 127
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 127
V ið erum eflaust mörg með háleitar hugmyndir um að hlaða batteríin í sumarfríinu
eftir erfiðan vetur og napurt vor.
Við erum búin að keyra okkur
áfram í gegnum veturinn, upplifa
mikla streitu, halda mörgum
boltum á lofti í einu, en þrátt fyrir
allt lengist tossalistinn. Ósvaraðir
tölvupóstar bíða og það er erfitt
að losna við vinnuna úr kollinum
eftir að heim er komið. Mörg erum
við búin að fara á tímastjórn un
arnámskeið í von um betri tíð en
einhvern veginn endum við ansi
oft aftur í sama farinu, ekki ólíkt
því þegar við förum í líkams r ækt
ar átak eða megrun. En hver er
uppskriftin að jafnvæginu sem
við flest þráum að finna?
Í gegnum tíðina hefur svokall
aður fæðupíramídi verið hafður
til viðmiðunar varðandi heilbrigt
mataræði, meðal annars til að
sporna við offituvandanum. Ann
ar vandi, ekki síður alvarlegur,
virðist í auknum mæli vera farinn
að hrjá nútímamanninn. Það er
streitan, sem ógnar andlegu heil
brigði okkar.
Streitan orsakast mikið til af
áreiti úr mörgum áttum. Við er um
með of marga bolta á lofti í einu
og ofgnótt upplýsinga streym ir
til okkar úr öllum áttum. Streita á
vinnustöðum, hjá bæði stjórn
end um og starfsfólki, hefur
marg skonar neikvæð áhrif. Hún
getur aukið fjarvistir, minnkað
framleiðni, dregið úr liðsanda
og aukið starfsmannaveltu. Enn
fremur hefur streita mjög haml
andi áhrif á sköpunargáfu og
hugmyndaauðgi fólks, en í nú
tímafyrirtæki eru það grunnþættir
til framþróunar og virðisauka í
rekstrinum.
rÁðlagður dagsKammtur
Dr. Daniel J. Siegel og dr. David
Rock höfðu fæðupíramídann
í huga þegar þeir settu sam
an sjö þætti, sem samkvæmt
rannsóknum á sviði taugalíffræði
hjálpa okkur að virkja mismun
andi svæði heilans, tengja
þau saman og stuðla að betri
andlegri heilsu. Þeir kalla þetta
The Healthy Mind Platter eða
Hugarorkulyklana.
Fæðupíramídinn felur í sér
ráðleggingar um ákveðið magn,
hlutföll og tiltekna samsetningu
næringarefna, því líkaminn
þarfnast fjölbreyttrar fæðu.
Jafn vel þótt ein fæðutegund sé
holl er ekki hollt að borða hana
eingöngu. Ef við hugum ekki að
mataræðinu kemur það niður á
líðan okkar, orku og heilsu.
Líkamleg einkenni og vanlíðan
gera líka vart við sig þegar
streita eykst, dagleg líðan tekur
breytingum og það hvernig
við hegðum okkur. Kenningar
Siegels og Rocks snúast um
sjö daglegar athafnir sem eru
nauðsynlegar til að hámarka
andlega heilsu og gera okkur
kleift að halda jafnvægi í lífi
okk ar og eiga góð samskipti við
fólkið í kringum okkur.
Sjö daglegar athafnir sem sam
kvæmt rannsóknum á taugalíf
fræði næra hugann og hjálpa
okkar að viðhalda daglegri orku:
1. hvíldarstund: (Sleep time)
Þegar við gefum heilanum þá
hvíld sem hann þarfnast er um við
að meðtaka lærdóm og reynslu
dagsins. Rétt eins og svefn er
nauðsynlegur fyrir líkamlega hvíld
þá er hann ekki síður nauðsyn
legur fyrir heilann. Sérstaklega
með tillliti til minnis, sköpunargáfu
og stjórnunar tilfinninga. Stuttur
10 mínútna lúr getur haft mjög
skjót og jákvæð áhrif sem geta
varað allt upp í þrjár klukku
stundir. (Brooks og Lack 2006.)
2. leiktími: (Play time)
Þegar við leyfum hinu ósjálfráða
að ríkja eða leyfum okkur að
vera skapandi og njóta nýrra
upplifana myndast nýjar brautir
í heilanum og þá uppgötvun við
nýjar leiðir til að leysa verkefni.
Rannsóknir í taugalíffræði hafa
sýnt fram á að leikgleði er einn
af grunnþáttum í þroska barna
og sköpunargáfu og lærdómi
fullorðinna. (Panksepp & Biven
2012.)
3. hleðslustund: (Down time)
Þegar við erum ekki að einbeita
okkur að neinu sérstöku, erum
ekki að hugsa um ákveðin mark
mið, látum hugann reika og slök
um á endurhlöðum við heilann.
Hleðslustund á sér oft stað
þegar við erum að bíða eftir ein
hverju, t.d. á meðan við blöðum
í gegnum tímarit á bið stofunni,
hlustum á tónlist, slökum á og
dreymir dagdrauma. Við erum
vakandi en ekki tengd og í því
ástandi náum við sambandi við
innsæi, sem hefur tengingu við
fyrri þekkingu og reynslu og
leiðir af sér góðar ákvarðanir.
Ómeðvituð hugsun getur leitt
til betri ákvarðana og innsæis
en meðvituð rökræn afstaða.
(Dijksterhuis, Bos, Nordgen&van
Baaren, 2006.)
4. íhugunarstund/
hugleiðsla: (Time in)
Þegar við gefum okkur tíma til að
íhuga, leggjum áherslu á skynjun
og tilfinningar, þá samþættum
við starfsemi í heilanum. Þetta
er ekki bara hefðbundin slökun,
en slökun getur verið fylgifiskur
íhug unar. Með íhugun er verið
að tala um að temja hugann,
stýra athyglinni markvisst inn
á við í núinu. Hún einkennist af
opnum huga, forvitni og sam
þykki hugsana, tilfinninga og
líkamlegrar skynjunar.
5. tengslatími:
(Connecting time)
Þegar við tengjumst öðru fólki
virkjum við og styrkjum raf rásir
heilans. Að sögn Mathews
Liebermans, eins af frumkvöðlum
hugrænnar taugalíffræði, hefur
mannkynið þróast þannig að
maðurinn er almennt talinn
félagsvera. Félagsþörf okkar er
svo sterk að við finnum líkamle
ga til ef við verðum fyrir félag
slegri höfnun. Því má færa rök
fyrir því að félagslegur stuðnin
gur sé ein af grunnþörfum okkar,
rétt eins og vatn, matur og
húsaskjól. Skortur á félagslegum
stuðningi getur valdið streitu og er
einn af mælikvörðum Alþjóðaheil
brigðismálastofnunarinnar til að
segja fyrir um hjartasjúkdóma og
framleiðni. Félagslegur stuðningur
dregur úr áhrifum neikvæðrar
reynslu og jákvæð félagsleg upp
lifun hefur sterk tengsl við jákvæða
sýn á lífið, meiri sveigjanleika og
auðveldari samskipti við aðra.
6. Hreyfing: (Physical Time)
Þegar við hreyfum okkur,
helst með léttum þolæfingum,
erum við að styrkja heilann á
margvíslegan hátt. Hreyfing er
streitulosandi og hún eykur einn
ig lærdómshæfi okkar og minni.
Rannsóknir hafa sýnt jákvæð
áhrif hreyfingar sem varnar gegn
ellihrörnun heilans og til bata
sjúklinga eftir heilaáverka. Sam
kvæmt rannsóknum Aamodts
& Wangs hefur hreyfing áhrif á
viðbragðsflýti og vinnsluminni.
Þá hjálpar hreyfing okkur að hafa
stjórn á viðbrögðum og koma í
veg fyrir óviðeigandi viðbrögð,
ásamt því að auka getu okkar
til að einbeita okkur þrátt fyrir
utanaðkomandi truflun.
7. einbeitingarstund:
(Focus time)
Verkefni sem krefjast einbeit
ingar með áherslu á markmið og
áskoranir búa til djúpar tenging
ar í heilanum. Í vinnu umhverfinu
verðum við fyrir endalausu áreiti
Guðríður Sigurðardóttir, einn af
eigendum attentus og starfar þar
sem mannauðsráðgjafi.
Aðalatriðið er að þekkja
þessa sjö þætti og nýta
á hverjum degi þau
andlegu „næringarefni“
sem eru þér nauðsynleg
og vera með gott jafnvægi
þessara sjö þátta.