Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Í
Dow Theory frá um 1900 seg
ir að hlutabréf fylgi þremur
stefnum og öllum í gangi í
einu. Meginstefnan ræðst af
hagnaði fyrirtækja til langs tíma
og skiptir mestu. Millistefnan
bylgjast um hana, stundum ofan
við – rís of hratt í hækkunarlegg
– og stundum neðan við – hnígur
til leiðréttingar. Sú þriðja er
dagstefn an, smáir hnykkir upp og
niður og skipta litlu.“
Sigurður B. Stefánsson segir
að snúningur hafi líklega orðið
á milli stefnu hlutabréfa í lok
þriðju viku maí 2015 miðað við
heimsvísitölu. „Í síðustu viku maí
og fyrstu viku júní 2015 lækkaði
heimsvísitala hlutabréfa um
3,5% og hlutabréf í Evrópu um
5%. Þessar tvær vikur lækkaði
hlutabréfaverð í kauphöllum allra
helstu landa en lækkun er á bilinu
frá 7% til 11% – SuðurKórea,
Indónesía, Rússland – niður í
1,1% til 1,5% – Nasdaq og S&P
500 í Bandaríkjunum.“
Sigurður segir að leiðrétting
milli stefnu í löngum hækkunar
legg verði til við að fagfjárfestar
selja af söfnum sínum til að
innleysa hagnað. Ekki er ráðlegt
að festa nýtt fé í hlutabréfum á
meðan leiðrétting stendur yfir
eða ekki fyrr en lækkun lýkur og
hækkun tekur við á ný. „Enginn
veit fyrirfram hvenær lækkun
millistefnu í hækkunarlegg leiðir
af sér raunverulegan snúning
meginstefnu en slíkur snúningur
verður með nokkurra ára millibili.
Fæstir vilja kaupa hlutabréf með
lækkun í vændum.
Hlutabréf hækka jafnan og
lækka í bylgjum. Eðlileg leið
rétt ing millistefnu í löngum
hækk unarlegg er um 5 til 10%.
Lækk unin tekur fáeinar vikur og
nem ur 33% til 50% af hækkun frá
síðasta lággildi. Hafa þarf í huga
að núverandi hækkunarleggur
– meginstefna – á alþjóðlegum
markaði er á sjöunda ári – frá
mars 2009 – og hefur ekki tekið
teljandi hvíld frá sumrinu 2011
þegar lækkun helstu vísitalna
náði 15 til 20%.“
Dow Theory:
Millistefna hnígur og rís
eins og öldur hafsins
Nasdaq síðustu tólf mánuðina
T
homas Möller segir
að þegar hann vann
hjá Eimskip fyrir um
aldarfjórðungi hafi á
hverju ári verið mótuð stefna
fyrir næsta ár í september.
„Stefnumótunin dugði út næsta
ár og þurfti ekki að breyta henni.
Í dag duga þessi vinnubrögð
ekki lengur þar sem líftími
stefnu mótunar er að styttast.“
Thomas segir að ástæðuna
þekki þeir sem komi að stjórnun
fyrirtækja – þarfir neytenda
breytast stöðugt, tækniþróunin
er hraðari en nokkru sinni fyrr
og eina stefnan sem dugar í
dag er sveigjanleiki og aðlög
unarhæfni.
„Samkvæmt nýlegri skýrslu
Boston Consulting Group er
hefðbundin stefnumótun með
einni áætlun fyrir árið bæði úrelt
og ónothæf. Ástæðurnar eru
stuttur líftími vöru og þjónustu,
hörð samkeppni og síbreyti
legar aðstæður. Þeir mæla
með því að öll fyrirtæki hafi
„lita spjald af stefnum“ þar sem
þau velja, eins og listmálarar,
réttu „litina“ fyrir þær aðstæður
sem koma upp hverju sinni.
Þannig þurfa fyrirtækin að vera
reiðubúin að breyta stefnunni
með stuttum fyrirvara til að
bregðast við nýjum áskorunum.
Nútímafyrirtæki þarf að vera til
í náið samstarf með birgjum,
veita viðskiptavinum upplifun
og fræðslu tengda vörunni og
bjóða fjölþætta þjónustu sem er
löguð að hverjum viðskiptavini.
Þau þurfa að þora að hætta
strax rekstri sem ber sig ekki,
viðurkenna og leiðrétta mistök
strax, framselja vald og ábyrgð
til starfsmanna og bjóða við
skiptavinum sjálfsafgreiðslu
gegn lægra vöruverði.“
Thomas kallar þessa nýju
þróun „fjölstefnu“.
THoMAS MÖLLeR
framkvæmdastjóri Rýmis
STJÓRNUN
SiGuRÐuR B. STeFÁnSSon
hagfræðingur
ERLEND HLUTABRÉF
„Samkvæmt nýlegri
skýrslu Boston Consult
ing Group er hefðbund
in stefnumótun með
einni áætlun fyrir árið
bæði úrelt og ónothæf.
Ástæðurnar eru stuttur
líftími vöru og þjónustu,
hörð samkeppni og
síbreyti legar aðstæður.“
Fjölstefna – ný tegund
stefnumótunar