Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 193

Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 193
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 193 sem hún bar út á snúru. Hún var fyrst á fætur á morgnana og seinust í rúmið á kvöldin. Allt var skúrað og þvegið og hreint hjá henni, bakkelsið og brauðið heimabakað. Öll heimavinnan í sláturgerðinni á haustin, kjötið saltað og heimareykt, stóru pottarnir hennar á eldavélinni en rafmagnið kom að Brúnastöðum 1954. Á kvöldin sat hún og saumaði föt og stoppaði í sokka á krakka ­ skar ann sinn. En auðvitað átti hún góða að, systur sínar og vinkonur og á heimilinu var Jóhanna föðursystir okkar. Brúnastaðaheimilið var opið fyrir gestum og gangandi. Faðir minn bæði oddviti sveitar sinnar og alþingismaður með miklar skyldur við sveit sína og hérað og oft fjarverandi eins og um þingtímann. Mamma handmjólkaði kýrnar með okkur krökkunum lengi vel og enginn hafði við henni. Gestir sem komu hafa oft minnst á reglusemina, t.d. alla skóna og stígvélin krakkanna í þvottahúsinu, allt í röð og reglu. Við krakkarnir snyrtilegir í heima saumuðum fatnaði og matrósafötin til spari sem hún saumaði á okkur strákana sína tólf. Enn minnast menn þess sem fóru hjá garði og sáu allt Brúnastaðafólkið að snúa heyi hvað það var tignarlegt; krakkarnir með hríf ­ una í hendi í einni röð eftir stærð og betri en nokkur snúningsvél. Móðir okkar var mikill félagi okkar systkin ­ anna og hiklaust leituðum við til hennar og ræddum gleði okkar og sorgir. Hún átti ráð við hverjum vanda, hún gladdist með okkur á góðum stundum og kyssti burtu tárin. Hún var líka kennari okkar því ekki fórum við á leikskóla og barnaskólanám byrjaði ekki fyrr en við tíu ára aldur í sveitinni í þá daga. Börnin í þéttbýlinu byrjuðu þá skólagöngu sjö ára. Þannig að hún var kennarinn okkar sem kenndi okkur að lesa, skrifa og reikna. Foreldrar okkar voru samhent og við krakk arnir byrjuðum ung að vinna, fengum hlutverk og var sýndur trúnaður strax á barns aldri. Mamma virtist líka hafa tíma til að lesa og setja sig inn í alls konar málefni. Hún hafði afburðaminni en í reikningi og ættfræði var hún mjög klár. Sem móðir var hún kærleiksrík. Aldrei hækk­ aði hún róminn eða lét reiði í ljós. Á Brúna ­ stöðum var ekki talað illa um fólk, illt umtal var bannorð á æskuheimili mínu. Ég minnist móður minnar með kærleika og undrast enn hvernig hún komst yfir öll þau verkefni og skyldur sem á henni hvíldu bæði heima og heiman. Blessuð sé minning hennar. KENNARINN Hún var fyrst á fætur á morgnana og seinust í rúmið á kvöldin. Hún var kennarinn okkar sem kenndi okkur að lesa, skrifa og reikna. FÉLAGINN Móðir okkar var mikill félagi okkar systkinanna og hiklaust leituðum við til hennar og ræddum gleði okkar og sorgir. Hún átti ráð við hverjum vanda, hún gladdist með okkur á góðum stundum og kyssti burtu tárin. HÚSMÓÐIRIN Á kvöldin sat hún og saumaði föt og stoppaði í sokka á krakkaskarann sinn. Mamma handmjólkaði kýrnar með okkur krökkunum lengi vel og enginn hafði við henni. Auðvitað átti hún góða að, systur sínar og vinkonur og á heimilinu var Jóhanna, föður systir okkar. GESTGJAFINN Brúnastaðaheimilið var opið fyrir gestum og gangandi. Faðir minn bæði oddviti sveitar sinnar og alþingis­ maður með miklar skyldur við sveit sína og hérað og oft fjarverandi eins og um þingtímann. Brúðkaupsmyndin. Guðni féll fyrir stelp- unni af næsta bæ, margréti Hauksdóttur á stóru-reykjum, þegar hann sá til henn ar á efri pöllunum í Hraungerðiskirkju á hvíta- sunnudegi 1971. Brúnastaðahjónin. Ingveldur og Ágúst voru samhent hjón alla sína búskapartíð á brúna stöðum, en þrettán ára aldursmunur var á þeim. Ingveldur hafði einstakt lag á mjólkur kúnum en sauðféð átti hug Ágústs. Leiksigurinn. Guðni tók þátt í uppfærslu Flóamanna á Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson 1970 undir vasklegri leikstjórn Eyvindar Erlendssonar, sem þá var ný- kominn úr leikstjórnarnámi í Moskvu. Eyvindur tók Guðna til kostanna, jafnt á leiksviði sem í ræðumennsku, en Eyvindur var leiðtogi hernámsandstæðinga á Selfossi í áraraðir – og þar lærði Guðni að flytja mál sitt blaðalaust svo áheyrendur kunnu vel að meta. Á myndinni er hann í hlutverki Svarts þræls í Nýársnóttinni, en með honum á sviðinu eru Halla Aðalsteinsdóttir, í hlutverki Heiðbláinnar, og Sjöfn Halldórsdóttir, í hlut- verki Áslaugar álfkonu. Guðni fékk einróma lof fyrir leik sinn í stykkinu. Brúðkaupsmyndin. Guðni féll fyrir stelpunni af næsta bæ, Margréti Hauksdóttur á Stóru-Reykjum, þegar hann sá til hennar á efri pöllunum í Hraungerðiskirkju á hvítasunnudegi 1971. Þau Margrét gengu upp að altarinu í kirkjunni sinni tveimur árum síðar og gaf sr. Sigurður Sigurðarson þau saman, en þá hafði hann tekið við sókninni af föður sínum Sigurði Pálssyni. Brúnastaðahjónin. Ingveldur og Ágúst voru samhent hjón alla sína búskapartíð á Brúnastöðum, en þrettán ára aldursmunur var á þeim. Ingveldur hafði einstakt lag á mjólkurkúnum en sauðféð átti hug Ágústs. Ingveldur var mikil verkmanneskja og skipulagði allt sitt starf á heimilinu af yfirvegun verkfræðingsins, eins og Guðni lýsir því í bókinni. Ágúst kenndi krökkunum sínum ungum til allra bústarfa – og leit svo á að vinnan göfgaði alla. Tengdaforeldrarnir. Hjónin Sigurbjörg Geirsdóttir og Haukur Gíslason frá Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, foreldrar Margrétar. Bærinn er í göngu- fjarlægð frá Brúnastöðum. Ágúst fékk Hauk til að aka eftir Arndísi ljósmóður austur í Holt þegar Guðni var að koma í heiminn, 9. apríl 1949. Haukur stóð bensíngjöfina í botn á nýja Willysnum sínum, en allt kom fyrir ekki; Guðni var fæddur þegar þau Arndís komu að bænum. Haukur vissi ekki þá að þarna var fæddur verðandi tengdasonur hans. Brúnastaðir í vetrarböndum. Bærinn stendur austarlega í Hraungerðishreppi og eru menn ekki á eitt sáttir af hverju staðurinn dregur nafn sitt; sumir segja nafnið dregið af brúnum í Hestfjalli, sem rís hinum megin Hvítár, en aðrir telja það dregið af orðinu bruna og þannig tengt Þjórsárhrauninu sem rann um allt þetta svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.