Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 17
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 17
Þ
að eru bæði nýjar fréttir
og gamlar, þó kannski
miklu frekar gamlar,
að ferðamanna iðnað
urinn hefur vaxið mikið í flestum
heimshornum. Á síðasta ári voru
100 ár liðin frá fyrsta áætlunar
fluginu, hvers flugleið var á
milli tveggja bæja í Flórída. Einn
farþega þurfti til að vera með
100% sætanýtingu. Í dag er
fjöldi flugferða um 32 milljónir
á ári og fjöldi farþega um þrjár
billjónir manna. Hóteliðnaðurinn
hefur fylgt vexti í flugumferð
nánast eins og skugginn. Og
undanfarin ár hefur vöxturinn
ekki síst verið í mörgum löndum
Asíu. Í Hong Kong situr Sonia
Cheng og leggur á ráðin
um landvinninga Rosewood
Hotel Groupfyrirtækisins sem
rekur lúxushótel víða um lönd.
Undirbúningsnámskeið Soniu
fyrir framkvæmdastjórastarfið
fór fram í ágætum bandarísk
um háskóla og í starfi hjá
fjár málafyrirtæki. Svo fór hún
„heim“, nánast í orðsins fyllstu
merk ingu en hótelkeðjan er hluti
af samsteypu sem er að stórum
hluta í eigu fjölskyldu hennar.
Fyrir nokkru blés Sonia í herlúðra
og stefnan var sett á að tvöfalda
fjölda hótela undir fána keðjunn
ar. Það styttist í opnun hótela
í Taílandi, Indónesíu, Mexíkó,
Kambódíu og Indónesíu. Að
ógleymdu Kína en þar er stefnt
á að opna tugi hótela. Hinn sof
andi risi sem Napóleon Bona
parte talaði um vill fá smálúxus.
Sonia og samstarfsmenn eru
að glíma við viðskiptavini sem
kalla ekki allt ömmu sína þegar
kemur að því að meta þjónustu
og lúxus. Hópur sem væri ansi
ofarlega á „lúxusliðalista“ FIFA ef
hann væri á annað borð birtur.
Að mati Soniu er grunnurinn að
farsælu starfi lagður með starfs
fólkinu. Ráðningarferlið miðar að
því finna einstaklinga sem hafa
ástríðu fyrir því að starfa í hótel
geiranum og að þjóna. Sonia er
bjartsýn á framtíð hótelkeðjunn
ar. Og það sem H.C. Andersen
gæti lagt til málanna væri að rifja
upp hin 150 ára gömlu orð sín
um „… að ferðast er að lifa“.“
Dagar viðs
og rósa
LoFTuR ÓLAFSSon
sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum
ERLENDI FORSTJÓRINN
Á
sta Bjarnadóttir
segir að þrátt fyrir
mikla framþróun í
mann auðs stjórnum
hjá íslensk um fyrirtækjum og
stofn unum sé eins og okkur sé
kippt 80 ár aftur í tímann þegar
kjara samningar eru lausnir. Hún
bendir á að löggjöfin sem kjara
samn ingar á hinum almenna
vinnu markaði byggjast á sé frá
árinu 1938.
„Þetta miðlæga kjarasamninga
módel er gamaldags að því leyti
að forsendan virðist vera að allir
séu eins; að allir launamenn
séu eins og allir vinnuveitendur
séu eins. Mannauðsstjórnun
hins vegar byggist á því að
fólk sé ólíkt og hópar séu ólíkir
og að samstarf vinnuveitenda
og launamanna skuli vera á
forsend um hvers vinnustaðar.
Niðurstaða miðlægra kjara
viðræðna getur því orðið sú
hversu mikið verst stadda
fyrirtækið í landinu er tilbúið til
að hækka kannski slakasta eða
reynsluminnsta starfsmanninn
sinn í launum; það er lægsti
samnefnarinn. Veruleikinn er
síðan allt annar. Starfsmenn líta
oft svo á að miðlægt umsamda
hækkunin sé ekki hækkun; svo
vilja þeir fá launahækkunina.
Þarna kemur launaskriðið inn og
víða er því verið að hækka laun
í hverjum einasta mánuði. Ég tel
að það þurfi að færa ákvarðanir
um laun og launasetningu nær
vettvangi og nær raunveruleikan
um og hætta að hugsa þetta út
frá lægsta samnefnara.
Í opinbera geiranum gilda auð
vitað önnur lögmál því að þar
liggja bæði tekjuöflun og skuld ir
hjá sameiginlegum sjóðum en
ekki hjá hverjum vinnu veitanda.
Þar þyrftum við að sjá aðrar
breytingar, til dæm is í þá veru
að taka meira mið af horfum
hvers vinnustaðar varðandi
aðlögun nýrra starfsmanna til
framtíðar. Einnig þyrfti á mörg
um stöðum í opinbera geiranum
að taka meira tillit til markaðs
launa lykilhópa, líka í útlöndum
ef um er að ræða alþjóðlega
færanlega hópa.“
Kjaraviðræður
80 árum á eftir
DR. ÁSTA BJARnADÓTTiR
ráðgjafi hjá Capacent
MANNAUÐSSTJÓRNUN
„Þetta miðlæga kjara
samninga módel er
gam aldags að því leyti
að forsendan virðist vera
að allir séu eins; að allir
launamenn séu eins og
allir vinnuveitendur séu
eins.“