Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 211
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 211
eignast hlut í þessu einka hluta
félagi. Getur makinn, eiginkonan
íþessutilviki,ætíðkrafistþess
að bú þeirra hjóna verði gert
uppogeignirseldartilaðafla
reiðufjár?
Svar: Þetta er snúin staða og
ekkert einfalt svar við spurning
unum eins og þær eru settar fram.
Þannig geta ákvæði samþykkta
félagsins haft áhrif á niðurstöðu
málsins. Konan á rétt á að fá
helminginn af eigum þeirra, og
ef eignarhluti þeirra í félaginu er
meira en helmingur eigna þeirra
á hún rétt á að halda sínum hlut
í félaginu eða fá greiðslu sem
nemur verðmæti hlutarins. Það
gætihinsvegarorðiðerfittfyrir
hana að selja hlutinn ef höml
ur eru á meðferð bréfanna í
félaginu. Þá er engin gleði í því
að halda konunni inni í félaginu
með 25% hlut, þegar hún vill
ekki vera þar. En ef samþykktir
félagsins kveða á um bann við
sölu til utanaðkomandi verða hin
að vera reiðubúin til að kaupa
konuna út. En sem sagt; þetta
getur aldrei orðið annað en
mjögerfiðstaða,ogengin
einföld lausn til.
Spurning 6
Framfærsla eftir
skilnaðinn
Forstjóri stórfyrirtækis, kona,
skilur við eiginmann sinn og
við skilnaðinn fer hann fram á
framfærslufé til tíu ára. Þau hafa
sameiginlega forsjá barnanna.
Hvað segir í hjúskaparlögum
um rétt til framfærslufjár eftir
skilnaði?
Svar: Gagnkvæm fram færslu
skylda hjóna helst eftir skilnað
að borði og sæng. Við skilnað
að borði og sæng ber að taka
ákvörðun um skyldu hjóna til
að greiða lífeyri hvort með öðru
og um fjárhæð hans. Eftir að
lögskilnaður er veittur verður
öðru hjóna ekki gert að greiða
lífeyri með hinu nema alveg
sérstaklega standi á.
Þetta þýðir að
lífeyrir er að
jafnaði
ekki greiddur lengur en í tólf
mánuði eftir skilnað að borði og
sæng. Fjárhæð lífeyris ræðst
af því hvað ætla má að sá sem
krefstlífeyrisinsgetiaflaðsjálfur
oghvaðhitthjónaeraflögufært
um. Þá er tekið tillit til ýmissa
annarra atvika eins og hversu
lengi hjúskapur hefur staðið og
hvort þeim sem hefur uppi kröfu
um lífeyri sé þörf á menntun
eðaendurhæfingusvohann
kom ist út á vinnumarkaðinn aftur
(viðmiðunarreglan er ¼ af mis
mun á launum aðila).
Spurning 7
arfur makans í hlut í
fyrirtæki
Hjón skilja en annað þeirra hafði
áður erft 20% hlut í fyrirtæki for
eldra sinna. Makinn fer fram á að
fá helminginn, 10%, enda hafði
arfurinn fallið til í hjúskapar tíð
þeirra og enginn kaupmáli verið
gerður. Er nokkuð sem getur
komið í veg fyrir að við
þess ari kröfu sé orðið?
Svar: Nei, eignin
kemur til skipta
eins og
aðrar
eignir. En konan gæti reynt að
fara þá leið að krefjast útlagn
ingar sér til handa á hlutnum
vegna sérstakra aðstæðna. Hún
er tengdari félaginu en karlinn.
Hvort hún fái því framgengt
ræðst að hluta til af því hvaða
aðrar eignir eru í búinu, svo og
hugs anlega ákvæðum sam þykkta
fé lagsins, sem rekur fyrir tækið.
Spurning 8
arfur – hjúskapar -
eign eða séreign?
Arfur getur skipt verulegu máli
við uppgjör í skilnaðarmálum. Er
arfur alltaf séreign þess maka
sem fær hann – eða þarf að
gera einhvers konar kaupmála
um að hann sé séreign og/eða
að foreldr arnir geri erfðaskrá þar
sem getið er til um séreignina?