Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 99
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 99
H vað kvenna barátt una síðustu áratugi varðar stendur upp úr í mínum huga að konur hafa ekki náð eins og
langt og við ættum að hafa gert á þessu
tímabili. Launajafnrétti hefur ekki náðst,
of fáar konur eru í stjórnunarstöðum og
konur láta almennt ekki nógu mikið að
sér kveða. Kannski er samfélagið ekki
enn búið að átta sig á því að konur eru
virkir þátttakendur í stjórnmálum og
atvinnulífi og ég hef áhyggjur af því að við
séum ekki jafnmeðvituð um nauðsyn jafn
réttisbaráttunnar og mæður okkar voru.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri Vesturbyggðar á undanförnum
árum?
„Fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, mikla
lækkun skulda Vesturbyggðar og tekju
aukn ingu. Ég er þó stoltust af miklum
framförum í skólum Vesturbyggðar upp á
síðkastið. Sveitarfélagið hefur sett skóla
mál í forgang enda eru menntamál eitt
allra mikilvægastabyggðamálið. Síðastliðið
haust var sam þykkt skólastefna, ritstýrt af
Ingvari Sigurgeirssyni, prófessor við HÍ,
fyrir Vestur byggð með metnaðarfullum
mark miðum og er nú unnið eftir henni.
Sveitarfélagið hefur sömuleiðis í sam vinnu
við Tröppu ehf. unnið að nýsköpunar verk
efnum á öllum skólastigum þar sem tæknin
er nýtt í formi talþjálfunar í gegnum netið.
Í þessu verkefni höfum við komið auga
á endalaus tækifæri sem miða aðbættri
þjónustu við íbúa, auknum lífsgæðum og
ekki síst framúrskarandi skólastarfi.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Í mínum huga þurfa fyrirtæki að auka
nýsköpun og þar með hag fyrirtækja
tillengri tíma. Opinber fyrirtæki þurfa
sömu leiðis að huga að nýsköpun til að bæta
þjónustu við íbúa, t.d. í skóla, heilbrigðis
og velferðarmálum. Það er hægt að gera
með tiltölulega einföldum hætti með
þekktri tækni. Stjórnendur þurfa hins vegar
kjark til að prófa og hafa þolgæði til að
sjá árangur. Það mun til lengri tíma litið
lækka kostnað allra og auka lífsgæði fólks.
Brýnast er þó í mínum huga að bæta kjör
almennings, bæði með skattalækkunum og
launaleiðréttingum.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Hógværð og virðing fyrir umhverfi og
samstarfsfólki.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Bæta kjör starfsfólks almennt.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Auður Auðuns, fyrrverandi borgarstjóri
og ráðherra, Ragnhildur Helgadóttir,
fyrrverandi ráðherra, og að sjálfsögðu
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands.“
Ásthildur Sturludóttir,
bæjarstjóri í Vesturbyggð
svEItarstjórnIr
í stjórn rúV ohf. og byggðastofnunar.
ásthildur
lögum um fæðingarorlof
mikilvægar
Þarf að aukanýsköpun
Ásthildur Sturludóttir. „Hógværð og virðing fyrir umhverfi og samstarfsfólki.“