Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 185

Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 185
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 185 Guðrún lauk stúdents­prófi frá MR vorið 1956 með einkunn­inni 9,25, sem var næstefsta einkunnin sem gefin var það árið, og hóf nám í lagadeild Háskóla Íslands um haustið. Hún segir í viðtali við Orra Pál Ormarsson í Morgunblaðinu árið 2006 að margir hafi talið ólíklegt að hún entist lengi í laganáminu því fyrir henni lægi að giftast, eignast börn og hætta námi. Foreldrar henn­ ar og systur stóðu þó þétt við bakið á henni og hvöttu til dáða. Þegar Guðrún hóf nám við lagadeildina höfðu einungis tvær konur lokið lagaprófi á Íslandi, Auður Auðuns og Rannveig Þorsteins­ dóttir. Tvær aðrar voru á þessum tíma við nám í deildinni, Ragnhildur Helgadóttir og Auður Þorbergsdóttir, og ein til viðbótar hóf nám um leið og Guðrún, Hólmfríður Snæ­ björnsdóttir. Guðrúnu var vel tekið í laga­ deildinni en þó voru karlkyns nemendur og kennarar stundum óöruggir kringum hana. Kennari í refsirétti sleppti því til dæmis að ræða kynferðisbrotamál þegar Guðrún var í tíma, sem var óheppilegt því fyrsta prófmál hennar reyndist síðan vera opinbert mál þar sem hún var verjandi manns sem var ákærður fyrir nauðgun. Á námsárunum fékk hún brennandi áhuga á réttindamálum kvenna eftir að Sigurður Nordal flutti erindi á skemmtun hjá kven­ stúdentafélagi Háskólans. Í erindinu lagði hann áherslu á mikilvægi þess að konur öfluðu sér starfsmenntunar og sagði jafn­ framt frá bók Betty Friedan, The Feminine Mystique, sem Guðrún keypti eftir það og átti eftir að hafa mikil áhrif á hana. Guðrún lauk embættisprófi vorið 1961 og stofnaði lögfræðistofu með eiginmanni sínum, Erni Clausen lögfræðingi. Hún varð héraðsdómslögmaður 1962 og hæstaréttar­ lögmaður fimm árum síðar. Fram að því hafði alltaf verið sagt „herra hæstaréttarlögmaður“ og Guðrún segir frá því í ofangreindu viðtali þegar hún fékk bréf með áletruninni „herra hæstaréttarlögmaður, frú Guðrún Erlends­ dóttir“. Árið 1970 hóf Guðrún kennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Árið 1978 sneri hún sér alfarið að kennslu og var lektor við deildina frá 1976 til 1979 og dósent frá 1979 til 1986. Árið 1982 bauðst henni að taka sæti hæstaréttardómara til bráðabirgða ásamt þremur öðrum vegna óvenjumikils álags á Hæstarétt. Í ofangreindu viðtali má lesa sögu frá þessu fyrsta tímabili hennar í Hæstarétti: „Mér er það til dæmis minnisstætt þegar ég var að fara í fyrsta málflutninginn. Það er þannig að forseti réttarins gengur fyrstur inn í salinn og yngsti dómarinn síðastur. Ég viðurkenni að ég var mjög kvíðin á þessu augnabliki og þegar klukkan sló níu og for­ setinn var að ganga af stað gat ég ekki setið á mér að segja: „Bíðið augnablik!“ Allir litu við. „Ég þarf aðeins að mála á mér varirnar.“ Þú hefðir átt að sjá svipinn á hinum dómur­ unum. Hann var óborganlegur. Þetta hafði vitaskuld aldrei gerst áður.“ Þegar þessu tímabundna verkefni var lokið sneri Guðrún sér aftur að kennslunni en nokkr um árum síðar var hún skipuð hæstarétt ardómari árið 1986, fyrst kvenna. Hún er einnig fyrsta konan til að gegna stöðu forseta Hæstaréttar en við þeirri stöðu tók hún árið 1991 og varð þá um leið einn þriggja handhafa forsetavalds í fjarveru forseta. Þegar Vigdís Finnbogadóttir undirritaði kjör bréf sitt fyrir fjórða kjörtímabilið sem for­ seti árið 1992 varð sá sögulegi viðburður að konur skipuðu í fyrsta sinn æðstu embætti við embættistökuna, en forseti þingsins, forseti Hæstaréttar, hæstaréttarritari og auðvitað forseti Íslands voru allt konur. Salóme Þorkelsdóttir var á þessum tíma for seti Alþingis og Erla Jónsdóttir hæstarétt­ arritari. Sem forseti Hæstaréttar lýsti Guðrún forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram eiðstafinn sem forseti svo undirritaði. Í starfi beitti Guðrún Erlendsdóttir sér í málefnum sem vörðuðu réttindi og hag kvenna. Hún samdi ásamt Hallgrími Dalberg, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneyti, frum­ varp til fyrstu laganna um jafnrétti kvenna og karla frá árinu 1976, átti sæti í nefnd er skilaði frumvarpi til nýrra fóstureyðingarlaga 1971­1973, var formaður jafnlaunaráðs og formaður jafnréttisráðs frá stofnun þess 1976 til 1. desember 1979. Guðrún sat í stjórn alþjóðasamtaka kven dómara, International Organization of Women Judges, frá 1992 til 1998. Hún var formaður kvennaársnefndar 1975­ 1976 og því sú sem setti útifundinn sögulega 24. október 1975 þegar íslenskar konur í tugþúsundavís mættu í miðbæinn til að sýna samstöðu og krefjast jafnréttis . Guðrún Erlendsdóttir er fyrirmynd margra kvenna í lögmannastétt og fyrsti heiðursfé­ lagi Félags kvenna í lögmennsku. Hún gegndi starfi hæstaréttardómara í tvo áratugi en lét af störfum árið 2006. Guðrún Erlendsdóttir er fyrirmynd margra kvenna í lögmannastétt og fyrsti heiðursfélagi Félags kvenna í lögmennsku. Hún gegndi starfi hæstaréttardómara í tvo áratugi en lét af störfum árið 2006. Guðrún erlendsdóttir er fyrsta konan sem gegndi starfi hæstaréttardómara. Það gerði hún í tvo áratugi en lét af störfum árið 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.