Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
og viðhalda þeim síðan eins og ég get. Ég
les alltaf erlendu blöðin á morgnana og
set mig þannig inn í það sem er að gerast í
heiminum.“ Hún segir það mikilvægt fyrir
litla þjóð eins og Íslendinga að nota til hins
ýtrasta þá möguleika sem felast í því að
geta sett sig í spor annarra með því að læra
tungumál þeirra og kynnast menningunni.
„Mér finnst til dæmis gríðarlega mikils
virði að við lærum Norðurlandamálin því
við erum svo skyld öðrum Norður landa
þjóðum, bæði hvað varðar lífsviðhorf og
samfélagsgerð. Íslendingar vilja ekki læra
dönsku en sjá alltaf eftir því þegar þeir
fara til Danmerkur að hafa ekki lagt sig
betur fram við það. Þeir sem hafa stundað
viðskipti í Danmörku vita að Danir verða
alveg heillaðir af því þegar fólk leggur sig
fram við að tala dönskuna og samskiptin
fara á allt annan og mikilvægari stað. Við
Íslendingar hefðum aldrei gegnum allar
þessar aldir komist af án þess að kunna
sitthvað í tungumálum. Einmitt af því við
erum fá og þurfum að varðveita okkar
tungumál þurfum við líka að geta sett
okkur í spor annarra varðandi þeirra tungu
mál sem við kunnum að geta ráðið við. Það
skiptir gríðarlegu máli í viðskiptum að geta
rætt við viðskiptavini á þeirra eigin máli, og
veitir mikið forskot.“
perluband íslensKrar menningar
Við Suðurgötu í Reykjavík rís nú hús Stofn
unar Vigdísar Finnbogadóttur í erl end um
tungu málum. Húsið rís fyrir sjálf saflafé
sem safnast hefur víða að. Stofn unin á
hug Vigdísar allan þessa dagana enda hafa
tungu mál verið henni ástríða alla ævi.
„Tungu málin opna hugann, það getur verið
til orð á einu tungumáli sem er ekki til nein
hugsun yfir á öðru. Það er svo gaman að
lesa nýyrðin hans Jónasar Hallgrímssonar
sem hægt er að finna á netinu meðal annars.
Þar kemur langur listi af dásamlegum
orðum yfir erlenda hugsun sem verður þá
okkar hugsun um leið og hún er komin
yfir á okkar tungumál.“ Vigdísi er það líka
metnaðamál að Íslendingar átti sig á því
að enskan er ekki lykillinn að veröldinni.
„Ég er nýorðin verndari alþjóðlegrar
deildar við Kaupmannahafnarháskóla
(Center for Internationalisering og Paralel
Sproglig hed ) sem hefur verið sett þar
upp í samvinnu við þekktu háskólana í
Englandi og Bandaríkjunum til að beita sér
fyrir mikilvægi þess að kenna fleiri tungu
mál en ensku. Það er alls staðar barátta
fyrir tungumálum og við höfum tekið upp
merkið í Stofnuninni.“ Í húsinu verður á
næstunni opnuð Vigdísarstofnun, alþjóðleg
miðstöð tungumála og menningar sem
mun starfa undir merkjum UNESCO.
„Ég held að stofnunin geti orðið mikil Ís
landskynning. Hún opnar sýn út í heiminn
en hún opnar líka heiminum sýn á okkur.“
Í húsinu verður aðstaða til rannsókna en
þar verður einnig sýningarsalur þar sem
verður til dæmis gagnvirk sýning sem
tengist tungumálum og þjóðlöndum. „Ég
er viss um að ferðamenn muni flykkjast
á sýninguna til að leita að sínu máli og
menningu.“ Og Vigdís á sér framtíðarsýn,
ekki bara fyrir þetta hús, heldur húsin í
kring og umhverfið allt. „Það er einlæg von
mín að þessi bygging sem er farin að rísa við
Suðurgötuna verði til þess að hafist verði
handa við að byggja hús íslenskra fræða við
hliðina. Þegar maður stendur og horfir eftir
Suðurgötunni frá hringtorginu í áttina að
Keili þá sé þar á hægri hönd perluband ís
lenskrar menningar: Þjóðarbókhlaðan, hús
íslenskra fræða, hús erlendra tungumála og
svo gamla loftskeytastöðin, sem var fyrsta
tenging okkar við útlönd. Þetta er draum ur
minn. Sérðu þetta ekki fyrir þér?“
Ég skil ekki hvernig það er hægt að
réttlæta það með einhverjum undar
legum aðferðum, að konur séu einatt
þessu broti af karlakjörum lægri í
launum.
Konur geta rekið hvaða bú sem er,
hvort sem það er sauðfjárbú eða
seðlabanki.
Vigdís ávarpar gesti á hátíðardagskrá henni til heiðurs í miðborg Reykjavíkur að kvöldi sunnu-
dagsins 28. júní 2015 þegar nákvæmlega 35 ár voru liðin síðan hún var kjörin forseti Íslands.
„Ég er þakklát fyrir að hafa fæðst í þessu landi og fyrir að hafa fengið að vera Íslendingur,“
sagði hún meðal annars í ræðu sinni.
28. júní 2015