Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.05.2015, Qupperneq 42
42 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 og viðhalda þeim síðan eins og ég get. Ég les alltaf erlendu blöðin á morgnana og set mig þannig inn í það sem er að gerast í heiminum.“ Hún segir það mikilvægt fyrir litla þjóð eins og Íslendinga að nota til hins ýtrasta þá möguleika sem felast í því að geta sett sig í spor annarra með því að læra tungumál þeirra og kynnast menningunni. „Mér finnst til dæmis gríðarlega mikils virði að við lærum Norðurlandamálin því við erum svo skyld öðrum Norður landa ­ þjóðum, bæði hvað varðar lífsviðhorf og samfélagsgerð. Íslendingar vilja ekki læra dönsku en sjá alltaf eftir því þegar þeir fara til Danmerkur að hafa ekki lagt sig betur fram við það. Þeir sem hafa stundað viðskipti í Danmörku vita að Danir verða alveg heillaðir af því þegar fólk leggur sig fram við að tala dönskuna og samskiptin fara á allt annan og mikilvægari stað. Við Íslendingar hefðum aldrei gegnum allar þessar aldir komist af án þess að kunna sitthvað í tungumálum. Einmitt af því við erum fá og þurfum að varðveita okkar tungumál þurfum við líka að geta sett okkur í spor annarra varðandi þeirra tungu ­ mál sem við kunnum að geta ráðið við. Það skiptir gríðarlegu máli í viðskiptum að geta rætt við viðskiptavini á þeirra eigin máli, og veitir mikið forskot.“ perluband íslensKrar menningar Við Suðurgötu í Reykjavík rís nú hús Stofn ­ unar Vigdísar Finnbogadóttur í erl end um tungu málum. Húsið rís fyrir sjálf saflafé sem safnast hefur víða að. Stofn unin á hug Vigdísar allan þessa dagana enda hafa tungu mál verið henni ástríða alla ævi. „Tungu málin opna hugann, það getur verið til orð á einu tungumáli sem er ekki til nein hugsun yfir á öðru. Það er svo gaman að lesa nýyrðin hans Jónasar Hallgrímssonar sem hægt er að finna á netinu meðal annars. Þar kemur langur listi af dásamlegum orðum yfir erlenda hugsun sem verður þá okkar hugsun um leið og hún er komin yfir á okkar tungumál.“ Vigdísi er það líka metnaðamál að Íslendingar átti sig á því að enskan er ekki lykillinn að veröldinni. „Ég er nýorðin verndari alþjóðlegrar deildar við Kaupmannahafnarháskóla (Center for Internationalisering og Paralel Sproglig hed ) sem hefur verið sett þar upp í samvinnu við þekktu háskólana í Englandi og Bandaríkjunum til að beita sér fyrir mikilvægi þess að kenna fleiri tungu ­ mál en ensku. Það er alls staðar barátta fyrir tungumálum og við höfum tekið upp merkið í Stofnuninni.“ Í húsinu verður á næstunni opnuð Vigdísarstofnun, alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar sem mun starfa undir merkjum UNESCO. „Ég held að stofnunin geti orðið mikil Ís ­ landskynning. Hún opnar sýn út í heiminn en hún opnar líka heiminum sýn á okkur.“ Í húsinu verður aðstaða til rannsókna en þar verður einnig sýningarsalur þar sem verður til dæmis gagnvirk sýning sem tengist tungumálum og þjóðlöndum. „Ég er viss um að ferðamenn muni flykkjast á sýninguna til að leita að sínu máli og menningu.“ Og Vigdís á sér framtíðarsýn, ekki bara fyrir þetta hús, heldur húsin í kring og umhverfið allt. „Það er einlæg von mín að þessi bygging sem er farin að rísa við Suðurgötuna verði til þess að hafist verði handa við að byggja hús íslenskra fræða við hliðina. Þegar maður stendur og horfir eftir Suðurgötunni frá hringtorginu í áttina að Keili þá sé þar á hægri hönd perluband ís ­ lenskrar menningar: Þjóðarbókhlaðan, hús íslenskra fræða, hús erlendra tungumála og svo gamla loftskeytastöðin, sem var fyrsta tenging okkar við útlönd. Þetta er draum ur minn. Sérðu þetta ekki fyrir þér?“ Ég skil ekki hvernig það er hægt að réttlæta það með einhverjum undar­ legum aðferðum, að konur séu einatt þessu broti af karlakjörum lægri í launum. Konur geta rekið hvaða bú sem er, hvort sem það er sauðfjárbú eða seðlabanki. Vigdís ávarpar gesti á hátíðardagskrá henni til heiðurs í miðborg Reykjavíkur að kvöldi sunnu- dagsins 28. júní 2015 þegar nákvæmlega 35 ár voru liðin síðan hún var kjörin forseti Íslands. „Ég er þakklát fyrir að hafa fæðst í þessu landi og fyrir að hafa fengið að vera Íslendingur,“ sagði hún meðal annars í ræðu sinni. 28. júní 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212
Qupperneq 213
Qupperneq 214
Qupperneq 215
Qupperneq 216
Qupperneq 217
Qupperneq 218
Qupperneq 219
Qupperneq 220
Qupperneq 221
Qupperneq 222
Qupperneq 223
Qupperneq 224
Qupperneq 225
Qupperneq 226
Qupperneq 227
Qupperneq 228

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.