Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 55
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 55
Jóhanna Sigurðardóttir setti ræðumet
á Alþingi þegar hún talaði í samtals
tíu klukku stundir og átta mínútur við
aðra umræðu um húsnæðisfrumvarp
Páls Pét urssonar félags málaráðherra
árið 1998. Metið stendur enn.
(Stafrófsröð)
ÁHRIFAMESTU Fyrirmyndir
Agnes M. sigurðArdóttir
BiSKuP íSLAnDS
Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu virðulega embætti og áhrif hennar eru mikil sem
æðsti yfirmaður þjóðkirkjunnar. Henni hefur vaxið ásmegin í starfi og sýnt fram á að embætti
biskups er ekki frátekið karlastarf.
Kristín ingólfsdóttir
FyRRVeRAnDi ReKToR
HÁSKÓLA íSLAnDS
Fyrsta konan til að gegna þessu áhrifa -
mikla starfi en háskólinn er stærsti vinnu-
staður landsins. Þótt kristín hafi nýlega
látið af störfum sem rektor er hún enn
áhrifamikil sem sterk fyrirmynd marg ra
ungra kvenna um að láta til sín taka og
sækjast eftir æðstu virðingar stöðum í
samfélaginu.
rAKel Olsen
STJÓRnARFoRMAÐuR AGuSTSonAR
í STyKKiSHÓLMi
Hún hefur áratuga reynslu í sjávarútvegi
og hefur um langa hríð verið ein áhrifa -
mesta kona í sjávarútvegi á Íslandi – og er
enn að þótt hún hafi sig minna í frammi
en áður.
ingibjörg sólrún gíslAdóttir
uMDæMiSSTJÓRi
un WoMen
Ingibjörg sólrún er minna í sviðsljósinu
hér heima en engum dylst þegar hún
stígur á sviðið í viðtölum að þar fer áhrifa -
kona í íslensku samfélagi sem tekið er eftir.
Hún varðaði brautina fyrir Jóhönnu í stól
forsætisráðherra vorið 2009.
guðrún lárusdóttir
eiGAnDi STÁLSKiPA
í HAFnARFiRÐi
Guðrún er húsmóðirin sem fór í útgerð.
Hún hefur selt útgerðina og stálskip eru
núna fjárfestingarfélag. Hún hefur verið
ein allra áhrifamesta konan innan íslensks
sjávarútvegs – mikill brautryðjandi og góð
fyrirmynd um hvernig reka eigi fyrirtæki.
Hún og eiginmaðurinn, Ágúst G. sigurðs-
son, voru útnefnd menn ársins í íslensku
atvinnulífi árið 1993 af Frjálsri verslun.
ýmsum sviðum jafnréttis, barist fyrir rétt indum
láglaunafólks, öryrkja, samkyn hneigðra og að
sjálfsögðu kvenna.
Guðni Th. Jóhannesson sagn fræðingur
segir í yfirlitsgrein um Jóhönnu Sigurðardótt
ur í Fréttablaðinu sem birtist um það leyti
sem Jóhanna lét af þingmennsku árið 2013:
„Jóhanna naut trausts og stuðnings út fyrir
raðir eigin flokks. Hún var líka þekkt sem
málsvari minnihluta hópa, sem átti ugglaust
sinn þátt í þeirri sátt sem um hana skapaðist
í kjölfar Búsáhalda byltingarinnar. En svo
er auðvit að margt annað sem mætti nefna
í tengslum við Jóhönnu. Hún er mikilvæg
í sögu kvenrétt inda hér á landi. Hún og
Ingi björg Sólrún Gísladóttir eru þær konur
sem hafa komist til mestra áhrifa í íslenskum
stjórn málum.“
Þegar Jóhanna var félagsmálaráðherra
1988 réð hún Sigríði Berglindi Ásgeirsdóttur
sem ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytið.
Sigríður Berglind varð þar með fyrsta konan á
íslandi til að gegna embætti ráðuneytisstjóra.
Frægustu ummæli Jóhönnu Sigurðardótt
ur eru án efa: „Minn tími mun koma!“ Þessi
ummæli lét hún falla í ræðustóli eftir að hafa
lotið í lægra haldi fyrir Jóni Baldvini Hanni
balssyni í for mannskjöri Alþýðuflokksins árið
1994. Margir töldu að spáin hefði ræst þegar
ný stofnaður flokkur hennar, Þjóðvaki, náði
fjórum þingsætum í kosningum árið eftir en í
ljósi sögunnar tengja nú flestir þessi orð við það
þegar Jóhanna varð for sætis ráðherra 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir setti ræðumet á
Alþingi þegar hún talaði í samtals tíu klukku
stundir og átta mínútur við aðra umræðu um
húsnæðisfrumvarp Páls Pét urssonar félags
málaráðherra árið 1998. Metið stendur enn.
Jóhanna hefur látið til sín taka í jafnréttis
málum, bæði hvað varð ar réttindi kvenna
og samkyn hneigðra. Hún er fyrsti forsætis
ráðherra heims sem ekki fer í felur með sam
kynhneigð sína en hún og Jónína Leósdóttir,
sambýliskona hennar til margra ára, voru
meðal þeirra fyrstu sem gengu í hjónaband
hérlendis á grundvelli nýrra hjúskaparlaga
árið 2010. Árið 2009 var Jóhanna Sig urðar
dóttir á lista Forbes yfir hundrað valdamestu
konur heims.
FyrIrmyndIr
FyrIrmyndIr
FyrIrmyndIrFyrIrmyndIr
FyrIrmyndIr