Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
meiri ábyrgð og skynsemi og taka síður
mjög áhættusamar ákvarðanir.“
Hún er bjartsýn fyrir hönd kvenna
sem svarað hafa ákalli kvennafrídagsins
1975 um að þora, vilja og geta en segir
jafn réttisbaráttunni hvergi nærri lokið.
„Helstu baráttumálin í dag eru launa jafn
rétti, aukinn jöfnuður í tekju skiptingu,
lengra fæðingarorlof og jafn réttur karla
og kvenna til slíks orlofs og aukinn hlutur
kvenna í valdastofnunum samfélagsins.
Karlar verða að fara að skilja að það er
þeirra hagur jafnt sem kvenna að breyta
þessu – það er hagur allra heimila og þjóð
félagsins í heild.“
Jóhanna telur að sókn kvenna í áhrifa
stöður í atvinnu, efnahags og stjórn
málalífi verði ekki stöðvuð, hvorki hér á
landi né annars staðar. „Og umfram allt
mega konur aldrei gefast upp, því aðkoma
þeirra skiptir öllu máli við að stuðla að
meiri friði og öryggi í heiminum og gera
veröldina betri og réttlátari. Ég tel nokkuð
víst að við munum innan skamms tíma sjá
konu gegna stöðu Bandaríkjaforseta og
einnig sem framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna. Á næstu árum verður kona
líka aftur forseti Íslands og kona mun
sömuleiðis verða seðlabankastjóri hér á
landi áður en langt um líður. Og ég verð
ekki lengi eina konan sem hefur gegnt
embætti forætisráðherra þjóðarinnar.“
Stjórnmálaferill Jóhönnu er svo sann
ar lega langur og lengst af voru það fé
lags málin sem áttu hug hennar. „Ég var
fyrst félagsmálaráðherra í sjö ár og síðan
tæp tvö ár félags og trygg inga mála ráð
herra. Á þessum tíma gjör breytt ist fé
lagsmálaráðuneytið en þegar ég tók við
árið 1987 var ráðuneytið ávallt afgangs
stærð við skiptingu ráðherra em bætta milli
stjórnarflokka. Nú er þetta þunga vigtar
ráðuneyti. Sveitarstjórnarmálin voru í
raun burðarmál ráðuneytisins, auk hús
næðismála, þegar ég kom þangað fyrst.
Núna er þetta orðið yfirgripsmikið og
fjölþætt velferðar og fjölskylduráðuneyti
Stjórnmálamenn, ekki síst forsætis
ráðherrar, verða líka að líta á sig sem
þjóna fólksins og hafa réttlæti, sann
girni og jöfnuð að leiðarljósi í öllum
ákvörðunum.
Jóhanna hefur látið til sín taka í jafnréttismálum, bæði hvað varðar réttindi kvenna og samkynhneigðra. Hún er fyrsti forsætisráðherra
heims sem ekki fer í felur með samkynhneigð sína en hún og Jónína Leósdóttir, sambýliskona hennar til margra ára, voru meðal
þeirra fyrstu sem gengu í hjónaband hérlendis á grundvelli nýrra hjúskaparlaga árið 2010. Ljósmyndari Sigurþór Gunnlaugsson, Gayiceland.is.