Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 210
210 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Ef það er konunni
mikilvægt að halda
hlut sínum í félaginu ef
til skilnaðar kemur er
öruggast að gera kaup-
mála, sem kveður á um
að félagið sé hennar
séreign. Til þess að ekki
halli um of á karlinn
væri hægt að gera í
leiðinni eign, sem sam-
bærileg er að verðmæti,
að hans séreign.
Loks er sérstakt ákvæði
í hjúskaparlögunum
þess efnis að maki geti
krafist þess að fá sér
útlagt atvinnu fyrirtæki
sem hann hefur aðallega
eða ein göngu rekið.
Taka má sem dæmi að ef hjú
skap ur hefur varað mjög stutt,
eitt til tvö ár, og annað hjóna kom
með miklu meiri eignir inn í búið,
þá er það oft svo að innbú skipt
ist ekki alveg til helminga. Ef t.d.
börnin búa alfarið hjá konunni
fær konan oft meira af innbúinu
þannig að hægt sé að halda
heimili fyrir börnin. Loks geta
mikl ar skuldir annars aðilans haft
áhrif á skiptin.
Spurning 2
hjúskapareign og
séreign
Hver er munurinn á hjúskapar
eign og séreign – og stendur
sér eignin í öllum tilvikum utan
við eignaskipti hjóna? Hvernig
verðurséreignannarsyfirleitttil?
Svar: Eignir hjóna í hjúskap
eru að meginstefnu til annað
hvort hjúskapareign eða séreign.
Hjón geta þó átt eign í sameign
og svo getur hvort þeirra fyrir
sig átt persónubundin réttindi.
Hjúskap areign eru þau verðmæti
sem hvort hjóna um sig á við
stofnun hjúskapar eða eignast
síðar allt til loka hjúskapar.
Séreign stofn ast með þrennum
hætti:
1. Með kaupmála milli
hjónanna.
2. Fyrir arf þar sem arfleif
andi hefur mælt svo fyrir
í erfða skrá að arfurinn
verði sér eign.
3. Með gjöf þar sem gefandi
hefur mælt svo fyrir að
gjöfin skuli vera sér
eign (heldur sjaldgæft).
Séreign stend ur í öllum
tilfellum fyrir utan skipti
við skilnað, nema sá sem
séreignina á kjósi að láta
hana falla undir skiptin.
Spurning 3
annar makinn
skráður fyrir eignum
Eiginkona telur sig í góðum mál
um þar sem eignir þeirra hjóna
eru allar hjúskapareignir – en
eiginmaður er hins vegar skráður
og þinglýstur fyrir öllum eignum
þeirra; húsi, sumarbústað og
hlutabréfum. Hver er staða
eiginkonunnar, sem ekki er skráð
fyrir eignunum, í skilnaðinum?
Svar: Hjúskapareignir koma til
skipta, þannig að sá maki sem
ekki er skráður fyrir eignu
num er eins settur.
Það geta þó verið
undantekningar
frá þessu, eins og
nefnt var hér að
framan í svari
við spurningu
númer tvö.
Sem dæmi má
nefna að ef makanum er tiltekin
hjúskapar eign nauðsynleg vegna
atvinnu eða mennt unar sinnar
getur komið til að hún falli utan
skipta, en aðeins ef verðmætið
er smávægilegt. Þá gætu
sam þykkt ir þess félags sem
mað urinn á hlutabréf í kveðið á
um einhvers konar hömlur við
meðferð bréfanna.
Spurning 4
stofna fyrirtæki um
þrítugt
Hjón um þrítugt stofna fyrirtæki.
Eiginkonan rekur fyrirtækið og
er aðaldriffjöður þess. Hvernig
er best fyrir þau að standa
að málum þannig að hvorugt
komi fjárhagslega illa út komi til
skilnaðar? Konan er skráð fyrir
hlutabréfunum í félaginu sem
rekur fyrirtækið. Á hún forkaup
srétt að bréfunum í félaginu við
skilnaðinn?
Svar: Ef það er konunni
mikil vægt að halda hlut sínum í
fé laginu ef til skilnaðar kemur er
öruggast að gera kaupmála, sem
kveður á um að félagið sé hennar
séreign. Til þess að ekki halli um
of á karlinn væri hægt að gera í
leiðinni eign, sem sambærileg er
að verðmæti, að hans séreign.
Ef kaupmáli er ekki fyrir hendi
getur það ráðist af ákvæðum
samþykkta félagsins hvort konan
fái forkaupsrétt að bréfunum í
félaginu. Loks er sérstakt ákvæði
í hjú skaparlögunum þess efnis
aðmakigetikrafistþessaðfá
sér útlagt atvinnufyrirtæki sem
hann hefur aðallega eða ein
göngu rekið. Konan í þessu dæmi
gæti vísað til þessa ákvæðis
en þá yrðu aðilar að láta meta
fyrir tækið og síðan fengi karl i nn
samsvarandi verðmæti í öðrum
eignum þeirra.
Spurning 5
krafa um að fá
fyrirtækja hluta í
reiðufé
Hjón eiga 50% í verðmætu
einkafyrirtæki á móti öðrum hjón
um sem eiga líka 50%. Önnur
hjónanna ákveða að skilja og
gerir eiginkonan kröfu um að fá
sinn hlut, 25%, greiddan strax
út í reiðufé. Bæði eru skráð fyrir
bréfunum. Eiginmaðurinn vill
halda hlut sínum í fyrirtækinu
sem hann hefur byggt upp ásamt
hinum hjónunum.
Getur hann neitað að greiða
hana út – þar sem hann færir
þaurökaðhannhafiekkiefniá
því og að hún verði því að eiga
25% hlutinn í fyrirtækinu áfram í
formi hlutabréfa?
Geta hin hjónin ásamt makan
um, þ.e. eigendur 75% hluta fjár
ins, meirihlutans, meinað henni
að selja 25% hlutinn á þeim for
sendum að lög félagsins kveði á
um að utanaðkomandi geti ekki