Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 144
144 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Konurnar á Torgi!
Fasteignasalan Torg
Öll rekstrarár fasteignasölunnar Torgs hafa konur náð frábærum árangri í
bæði sölu fasteigna og þjónustu við viðskiptavini.
H
afdís Rafnsdóttir,
eigandi og sölu
stjóri á Fast eigna
sölunni Torgi,
segir að fyrirtækið sé byggt
upp í kringum þrjú grunngildi;
Kraft, traust og árangur:
„Þessi grunngildi eru undir
liggjandi í öllu sem starfsfólk
tekur sér fyrir hendur. Það má
segja að konur séu allt í öllu
hérna hjá okkur. Konurnar í
söludeildinni eru mjög reyndar,
þær hafa allar margra ára þekk
ingu og reynslu í sölu og þjón
ustu við viðskiptavini. Halla
Unnur Helgadóttir, yfirmaður
samningadeildar, sér síðan um
gæðaeftirlitið og gætir þess að
öllum lögum, reglum og vinnu
ferlum stofunnar sé fylgt. Selma
Vigfúsdóttir skrifstofustjóri
stjórnar síðan óaðfinnanlega
skrifstofunni og sér um að
halda öllu gangandi.“
sífellt fleiri konur á
fasteignamarkaðnum
Hafdís, sem hefur starfað á
fasteignamarkaðnum í hartnær
tíu ár, telur að mikil breyting
til hins betra hafi átt sér stað
á þeim tíma: „Sú staðreynd
að sífellt fleiri konur starfa á
fasteigna markaðnum hefur
breytt honum og þróað. Við
á Fasteignasölunni Torgi trú
um og vinnum út frá því að
við skiptavinir vilji góða og
persónulega þjónustu. Til þess
að geta staðið undir því hefur
stofan verið með sí og endur
menntun öll þau ár sem við
höfum rekið hana. Á hverju ári
erum við með stefnumótun og
setjum okkur mælanleg mark
mið. Til þess að fylgja þeim
eftir og ná þeim höfum við
sótt til fagaðila; sérfræðinga
á ýms um sviðum. Við höfum
haldið árlega náms og stefnu
mótunarráðstefnu og fyrir
les arar hafa komið og frætt
okkur um allt er varðar okkar
fag. Umræðuefnin hafa verið
á sviði lögfræði, fasteigna
kaupa réttar, samningatækni,
þjónustu og framkomu o.fl. T.d.
hafa komið til okkar Jóhann
Ingi Gunnarsson sálfræðingur,
lögmennirnir Guðfinna Jóh.
Guð mundsdóttir og Björn
Þorri Viktorsson, Edda Björg
vinsdóttir og Magnús Scheving
– svo fáeinir séu nefndir.
hraður vöxtur
Engin önnur fasteignasala er
með jafn margar konur starf
andi sem hafa löggildingu. Við
erum með alls nítján starfs
menn; níu karlmenn og níu
konur. Ég er mjög bjartsýn á
markaðinn, sérstaklega þar sem
innkoma kvenna hefur gengið
vel. Fasteignasalan Torg hefur
vaxið hraðar en mark aðurinn
í heild og ljóst að undir liggj
andi grunngildi eru stór þátt ur
í því sem og metnaður allra
á stofunni til að veita topp
þjónustu.“
„Fasteignasalan Torg hefur
vaxið hraðar en mark
aður inn í heild og ljóst að
undirliggjandi grunngildi
eru stór þáttur í því sem og
metnaður allra á stofunni
til að veita toppþjónustu.“
hafdís rafnsdóttir, eigandi og sölustjóri Fasteignasölunnar Torgs.
Selma Vigfúsdóttir skrifstofustjóri, elín urður Hrafnberg rit-
ari, Jóhanna Kristín Tómasdóttir fasteignasali, Berglind Hólm
fast eignasali, Sigríður Rut Stanleysdóttir fasteignasali, Hafdís
Rafnsdóttir sölustjóri/eigandi og Halla unnur Helgadóttir fast-
eignasali. Á myndina vantar Þóru Þrastardóttur fasteignasala og
Dórotheu e. Jóhannsdóttur fasteignasala.