Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 169

Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 169
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 169 keppni um Geysissvæðið og lýsingar verðlaun Ljóstækni ­ fé lags Íslands fyrir lýsingu á Akratorgi. „Við erum svolítið upptekin af fjölbreytileikanum og tök­ um að okkur margs konar verkefni,“ segir Áslaug Trausta ­ dóttir landslagsarkitekt, fram ­ kvæmdastjóri og einn eigenda Landmótunar. „Við leggjum áherslu á lýðheilsu í hönnun okkar sem skiptir miklu máli og viljum við taka þátt í að bæta umhverfið þannig að fólki líði vel. Í dag erum við að sjá niðurstöður rannsókna á sviði umhverfissálfræði sem sýna að umhverfi hefur áhrif á lang ­ tíma heilsu. Meira að segja bara það að vita af fallegu útisvæði í nágrenninu hjálpar þótt viðkomandi noti það aldrei.“ Áslaug segir að starfsmenn Landmótunar leggi áherslu á gott samstarf við verkkaupa og not endur. „Það er í rauninni mottó okkar að vinna með þeim. Við lítum á hönnun sem samtal og ferli sem tekur tíma og ekkert gerist nema í gegn ­ um þetta samtal. Það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða hönnunarverkefni eða skipulag.“ umhverfi fyrirtækja Starfsmenn Landmótunar hafa talsverða reynslu af hönnun fyrirtækjalóða en sífellt meira er um að sérfræðingar séu fengnir til slíkra verkefna. „Lóðin er náttúrlega andlit fyrirtækisins en það er kannski ekki alltaf nægileg áhersla lögð á það,“ segir Áslaug. „Vandað umhverfi tengist líka vellíðan á vinnustað.“ Ferlið við hönnun fyrirtækja ­ lóðar felst almennt í því að vænt an legur viðskiptavinur hefur samband við Landmótun, starfsmenn þar fá upplýsingar um út á hvað verkið gengur og líta á staðinn áður en kostnaðar­ eða tímaáætlun er gerð. „Síðan fáum við hugmyndir, væntingar og vonir frá viðskiptavinunum og er tillaga síðan unnin út frá því. Fyrirtæki mættu alveg vera duglegri við að vanda sig við útivistarsvæðin en gerðir hafa verið margir skemmtilegir hlutir innanhúss síðustu ár. Þetta þarf að fara alla leið. Undir stöðuatriðið er að fólk nýti sér alla þá möguleika sem það hefur hvað lóðina varðar. Auðvitað er mikilvægt að geta lagt bílum nálægt inngöngum en það geta verið fleiri kostir. Sums staðar er möguleiki á að búa til skemmtilega aðstöðu á bak við hús eða eftirtektarvert svæði við inngang. Þetta þurfa ekki að vera stór svæði.“ Áslaug bendir á að steypan sé skemmtilegt efni sem hægt er að leika sér með auk þess sem hægt er nota ýmsa liti í steypuna og nota íslenskan náttúrustein í bland við einfalda steypta fleti. „Við leggjum líka áherslu á að hanna umhverfið þannig að það henti öllum og vinnum til dæmis oft að hæðarsetningu þannig að ekki þurfi þrep við innganga eða sérstaka rampa fyrir hreyfihamlaða. Það er hluti af góðri hönnun að virð ing sé borin fyrir notendum og að öllum viðskiptavinum finnist þeir velkomnir. Þetta á við alls staðar; við banka, verslanir, skrifstofur, opinberar byggingar, hótel sem og aðra ferðamannastaði.“ Einfaldleiki Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt og einn eig­ enda Landmótunar, segir að við hönnun fyrirtækjalóða sé horft til þess um hvers konar fyrirtæki sé að ræða. „Við viljum alltaf draga fram einkenni og ímynd viðkomandi fyrirtækja um leið og horft er á umhverfið og bygginguna sem eina heild.“ Þegar kemur svo að útliti og stíl í lóðahönnuninni segir Aðal ­ heiður að áherslan hafi verið á einfaldleika og vönduð efni. Hvað gróðurval varðar þá hefur verið vinsælt að vera með tré, blómstrandi runna eða þekjandi plöntur sem loka yfirborði beða sem þýðir minna viðhald með tímanum. Reyni viður hefur t.d. verið vinsæll að undanförnu. Reynir blómstrar á vorin og státar af berjum og fallegum haustlitum. Þá hafa ávaxtatré verið vinsæl undanfarin ár. Aðalheiður segir að þegar gróður sett er á fyrirtækjalóðum séu stundum valdir litir sem tengjast lógói viðkomandi fyrirtækis. „Það má líka benda á að þar sem er lítið pláss eru margir möguleikar á notkun klifur plantna sem geta gefið um hverfinu skemmtilegan karakter og myndað græna skjólveggi.“ blandaður vinnustaður Eigendur Landmótunar eru fjórir, tvær konur og tveir karlar. Áslaug og Aðal heið­ ur eru í forsvari fyrir fjárhag fyrirtækisins en eigend ur skipta með sér ábyrgð. „Svo skiptumst við fjögur á um að taka að okkur framkvæmda­ stjórastöðuna. Karlkyns meðeigendur okkar hafa sagt að við rekum fyrirtækið eins og hagsýnar húsmæður; við höfum verið uppteknar af því að reka fyrir ­ tækið vel – við héldum utan um það alla kreppuna en við fengum fjármálin í fangið þegar fram kvæmdastjórinn sagði sjálf um sér og bókaranum upp. Við leggjum áherslu á að starfs ­ mönnum líði vel í vinnunni og leggjum mikið upp úr samvinnu og samtali til að ná fram frjórri umræðu um verkefnin. Auk þess förum við saman í ferðir, plönkum í hádeginu og grillum á svölunum. Við erum líka svolítið upptekin af því að Landmótun sé blandaður vinnustaður, bæði hvað varðar kyn og aldur starfsfólks.“ Starfsmenn eru tólf – sjö konur og fimm karlar. „Við erum svolítið upp ­ tekin af fjölbreytileikan­ um og tök um að okkur margs konar verkefni,“ segir Áslaug Trausta ­ dóttir landslagsarkitekt, fram kvæmdastjóri og einn eigenda Landmótunar. Landmótun var stofn uð árið 1994 utan um stórt skipu ­ lags verkefni eða Svæða ­ skipulag fyrir miðhá lendi Íslands. Útsýnisþrep við Svartafoss, áætlað að framkvæmd hefjist í sumar. Unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Við lóð Samskipa, skemmtilegt efnisval í takt við hafnarumhverfi; ryðgað stál og melgresi. Unnið fyrir Faxaflóahafnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.