Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 221
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 221
skýrslu má sjá að óleiðréttur
launamunur á almennum vinnu
markaði er heldur minni en hann
var um aldamótin síðustu en þá
var hann 32,4% en 18,0% árið
2014. Þannig má ef til vill segja
að ástandið hafi batnað en sé
eigi að síður ekki gott.
Ef litið er á tölur frá Hagstofu
Íslands og skoðaður launamun
ur kynjanna árið 2014 sést að
hann er 19,9% á almennum
vinnumarkaði en 14,1% hjá
ríkisstarfsmönnum. Áhugavert
er að skoða mismuninn milli
greina þar sem munurinn er
mestur hjá fjármálafyrirtækjum
eða 37,5% og þar á eftir í fram
leiðslu. Minnstur er munurinn hjá
hlutastarfsfólki, 2,4%, en þar á
eftir hjá starfsmönnum sveitar
félaga eða 6,7%.
vr
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður
VR, segir að þar á bæ hafi verið
gerðar reglulegar launakannanir
og atvinnurekendur stöðugt
hvattir til að taka upp ábyrga
launastefnu, t.d. í samræmi við
Jafnlaunavottun félagsins. Hún
er fyrst spurð um það hvort
launa munur milli kynja verði til
vegna mismunandi röðunar í
launaflokka við upphaf starfs eða
hvort það sé eitthvað annað sem
ræður þessum óskýranlega mun.
„Það er erfitt að svara þessari
stóru spurningu,“ segir Ólafía.
„Á árum áður voru til sérstak
ir kvennataxtar en þeir voru
lagðir af. Kyn á þannig ekki að
vera áhrifavaldur við röðun í
launaflokka. Þess ber að gæta
að bæði vinnumarkaðurinn og
námsval í háskóla er mjög kyn
skipt á Íslandi.
KynsKiptur vinnu
marKaður
Kynskiptur vinnumarkaður þýðir
að mikill meirihluti starfsmanna
í ákveðnum störfum er af öðru
kyninu. Hjúkrunarfræði er eitt
dæmi og verkfræði annað um
kynskiptan vinnumarkað. Þó að
línur á milli „hefðbundinna“ karla
og kvennastarfa séu ekki eins
skarpar og áður telst íslenskur
vinnumarkaður fremur kynskiptur
og er það stór hindrun í vegi
jafnréttis. Viðhorfsbreytinga er
þörf og sterkar fyrirmyndir eru
mikil vægar. Fyrirtæki hafa á
síðustu árum eignast æ fleiri
stjórntæki til að bregðast við
launa mun kynjanna innan eigin
veggja og er Jafnlaunavottun VR
eitt þeirra.“
leiðréttur launamunur
Kynbundinn launamunur er sá
munur á launum karla og kvenna
þegar búið er að taka tillit til allra
þátta sem hafa áhrif á launin.
Stærsti áhrifaþátturinn er vinnu
tíminn en vinnutími karla er lengri
en kvenna, jafnvel þó að ein
göngu sé verið að skoða starfs
fólk í fullu starfi þegar launa
munur kynjanna er reiknaður.
Karlar í fullu starfi innan VR unnu
að meðaltali 45,1 klst. á viku árið
2014, skv. launkönnun félagsins,
en konur 42,2 klst.
Aðrir þættir sem hafa áhrif á
launin eru starfsaldur, menntun,
vaktavinna, mannaforráð og að
lokum starfsstétt og atvinnu
grein. Þegar búið er að taka tillit
til þessara þátta er munurinn
8,5% hjá VR árið 2014 en var
15,3% árið 2000. Þessi 8,5%
munur sem skýrist af kynferði
eingöngu, eftir að tekið hefur
verið tillit til allra þátta.
launaKannanir vr
„Hjá VR er kynbundinn launa
munur 8,5%, samkvæmt niður
stöðum launakönnunar VR fyrir
árið 2014. Hann hefur dregist
mikið saman frá aldamótum, eða
um 40%, en það er ekki nóg.
Kynbundinn launamunur er sá
munur sem er á launum karla og
kvenna þegar búið er að taka
tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif
á launin, s.s. vinnutíma, starfs
heitis, atvinnugreinar, menntunar
o.fl.,“ segir Ólafía.
„Munur á heildarlaunum kynj
anna innan VR, skv. launakönn
uninni árið 2014, er 13,3% en á
íslenskum vinnnumarkaði í heild
2014 var hann 19,9%, skv. Hag
stofunni. Það er sá munur sem
er á launum kynjanna án þess
að tekið sé tillit til áhrifaþátta
á launin. Í báðum tilfellum er
miðað við starfsfólk í fullu starfi.“
VR hefur ekki mælt launamun
eftir landsvæðum en hins vegar
er munur milli aldurshópa. „Ef
skoðuð er launakönnun VR 2014
má sjá að munur á heildarlaun
um er minnstur hjá yngsta
hópnum eða 11%, körlum í hag,“
segir Ólafía. Kynbundinn launa
munur er hins vegar minnstur
hjá eldri launahópum eins og
má sjá hér í meðfylgjandi töflu úr
launakönnuninni:
Einnig mældist munur á
heildar launum eftir starfsstétt
um og nefnir Ólafía dæmi um
annars vegar verslunarstjóra
og hins vegar deildarstjóra árið
2014: „Hjá verslunarstjórum í
stórmörkuðum, matvöruverslun
um og söluturnum mældist
17,1% munur á heildarlaunum
körlum í hag. Hjá deildarstjórum
í fjármála, tryggingafyrirtækjum
eða lífeyrissjóðum mældist
15,3% munur á heildarlaunum
körlum í hag.“
jafnlaunavottun vr
Jafnlaunavottun VR var hleypt af
stokkunum í febrúar árið 2013 og
hafa nú 24 fyrirtæki og stofnanir
fengið vottun. Flest eru fyrirtækin
í verslun og þjónustu, sem endur
speglar skiptingu félagsins, en
þó má finna fyrirtæki úr flestum
atvinnugreinum sem og stofnanir
á listanum yfir viðtakendur vott
unarinnar. Öll fyrirtæki, óháð því
hvort starfsmenn séu í VR eða
ekki, geta sótt um Jafnlaunavott
un VR. Nokkur stór fyrirtæki hafa
fengið Jafnlaunavottun VR og
má nefna IKEA, Securitas og
Sorpu sem dæmi. Af bönkum
er það aðeins Arion banki en
bankinn fékk vottunina nýlega.
„Jafnalaunavottun VR er
markviss leið fyrir atvinnurek
endur til að uppfylla kröfur nýs
jafnlaunastaðals Staðlaráðs
Íslands,“ segir Ólafia. „Vottunin
er tæki fyrir fyrirtæki og stofn
anir til að meta stöðu kynjanna
með viðurkenndri aðferðafræði
og samræmdum viðmiðum.
Ferlið gefur atvinnurekendum
jafnframt tækifæri til að leiðrétta
kynbundinn launamun, ef slíkur
munur er til staðar. Vottunin
er framlag VR til þeirrar sam
vinnu sem nauðsynleg er milli
launafólks og atvinnurekenda í
þessari baráttu – jafnrétti verður
aldrei náð nema með samstilltu
átaki.“
Að lokum er það stærsta
spurningin: Er einhver góð
ástæða fyrir því að þetta sé ekki
komið í lag? „Nei,“ svarar Ólafía.
„Til að leiðrétta launamun af
þessu tagi þarf fyrst og fremst
breytingu á viðhorfum í sam
félaginu. Launamunur kynjanna
endurspeglar stöðu kynjanna í
þjóðfélaginu og við eigum aldrei
að sætta okkur við að hann sé til
staðar. Þess vegna hefur VR lagt
mikla áherslu á að berjast fyrir
jafnrétti á vinnumarkaði, sérstak
lega fyrir sömu launum fyrir
sömu vinnu óháð kyni. Mér finnst
mikilvægt að stjórnendur hafi
það ávallt hugfast þegar þeir
eru að ráða í störf að starfið sé
vel skilgreint og ekki kynbund ið
þegar ákvörðun um laun er tekin.
Ef stjórnendur virða þetta mun
kynbundinn launamunur minnka
fyrr.“
Óskýrður launamunur
– sá hluti sem ekki er
hægt að skýra með þeim
aðferðum sem notaðar
eru í skýrslunni – er um
6,5% á Íslandi, um 5% í
Svíþjóð og um 7% í Dan
mörku og Noregi.
Ólafía Rafnsdóttir, formaður
VR. „Mér finnst mikilvægt að
stjórnendur hafi það ávallt
hugfast þegar þeir eru að ráða
í störf að starfið sé vel skil-
greint og ekki kynbundið þegar
ákvörðun um laun er tekin.“