Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 60
60 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
A ukin menntun kvenna og löggjöf um feðraorlof og kynja kvóta í stjórnum skipta miklu máli í kvenna baráttunni.
Konur hafa komist til áhrifa í mikilvægum
leiðtoga hlutverkum bæði í opinbera geir
anum og í atvinnulífinu; forseti, forsætis
ráð herra, forseti Alþingis, biskup, rektor,
banka stjóri og margt fleira. Sýnileikinn skipt
ir miklu máli og er öðrum konum hvatning.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í rekstri
VÍS á undanförnum árum?
„Það er af mörgu að taka í þessum efnum.
Við höfum innleitt skýra langtímastefnu
þar sem allir róa í sömu átt að skýrum
mark miðum. Þá erum við að innleiða
LEANmenningu með góðum árangri til
að styðja við stefnuna og markmið okkar
um að bæta þjónustuna og auka hag kvæmni
í rekstrinum. VÍS var skráð í Kaup höll
Íslands árið 2013. Reksturinn er stöðugur
og hafa hluthafar notið góðs af því. VÍS
hefur hlotið viðurkenningu fyrir góða
stjórnarhætti og verið framúrskarandi fyrir
tæki Creditinfo undanfarin fimm ár.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Langtímastefnumörkun þar sem fjárfest
er til framtíðar en ekki gripið til skyndi
lausna. Með því að virkja liðs heildina hjá
samstarfsfólki kemurðu góðu til leiðar. Við
þurfum að tryggja að íslenskt atvinnulíf sé
samkeppnishæft við önnur lönd og skapa
þannig ungu fólki næg tækifæri og bjarta
framtíð hér á landi.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Skýr framtíðarsýn, einlægni og traust og
trú á samstarfsfólki. Það er dýrmætt að
skapa menningu sem hvetur til nýsköpunar
á öllum sviðum og að það sé í lagi að gera
mistök svo framarlega sem við lærum af
þeim.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Auka þarf framleiðni og tryggja sam
keppnis hæfni íslensks atvinnulífs við
önnur lönd. Efla þarf nýsköpun bæði hjá
sprotafyrirtækjum og hinum rótgrónu og
ná sátt um hvernig við nýtum auðlindir
okkar á sem hagkvæmastan hátt. Það er
ekki í boði annað en að nýta allan mann
auðinn – bæði konur og karla og alla
aldurshópa.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Fyrirmyndir skipta miklu máli en þar horfi
ég frekar til einstaklinga en einvörðungu
kvenna. Vitaskuld eru þó margar góðar
vinkonur og samstarfskonur fyrirmyndir sem
hafa veitt mér ómetanlegan stuðning.“
fyrirtæki
Viðurkenning
og framúrskarandi
Sigrún Ragna
Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
Fjármál og bankar
sigrún ragna er varaformaður
Viðskiptaráðs íslands, varaformaður
Menntunarsjóðs Viðskiptaráðs íslands og
stjórnarmaður í samtökum atvinnulífsins og
samtökum fjármálafyrirtækja.
sigrún ragna
Sigrún Ragna Ólafsdóttir. „Við þurfum að tryggja að íslenskt atvinnulíf sé samkeppnishæft
við önnur lönd og skapa þannig ungu fólki næg tækifæri og bjarta framtíð hér á landi.“
Opið fyrir umsóknir – Opni háskólinn í HR
Á vefnum opnihaskolinn.is eru
upplýsingar um öll námskeið,
leiðbeinendur, verð og skráningu.
Námslínur sem hefjast í haust:
• Almennir bókarar
• APME verkefnastjórnun
• Ábyrgð og árangur stjórnarmanna
• Markþjálfun
• PMD stjórnendanám HR
• Rekstrar- og fjármálanám
• Rekstrarnám fyrir hönnuði
• Stafræn markaðssetning og viðskipti
á netinu
• Straumlínustjórnun
• Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur
• Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur
• Verðbréfamiðlun
• Viðurkenndir bókarar
• Vörustjórnun í samstarfi við AGR
• Vinnsla og greining gagna
N Ý T T
N Ý T T
N Ý T T
Námskeið Opna háskólans í HR eru sniðin
að þörfum sérfræðinga og stjórnenda í
íslensku atvinnulífi. Lengri námslínur eru
allt frá einni önn að einu ári og henta vel
samhliða starfi. Meginmarkmið lengri
námskeiða er að auka þekkingu og færni
þátttakenda innan ákveðinna fagsviða og
veita undirbúning fyrir faglega vottun.
LANGAR ÞIG Í NÁM
MEÐ VINNU? „Námið veitti innsýn í fjölmörg viðfangsefni stjórna auk lagarammans sem um þau gilda.
Efnistökin voru góð og það var vel farið yfir allar
hliðar viðfangsefnisins. Námið er mjög áhugavert
og fannst mér það mega vera töluvert lengra,
slíkur var áhuginn.“
Helga Jóhanna Oddsdóttir
Eigandi og framkvæmdastjóri Carpe Diem
markþjálfunar og ráðgjafar
Námskeið: Ábyrgð og árangur stjórnarmanna