Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 220

Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 220
220 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 Fyrir 300 árum var umræðan um launamun kynjanna komin af stað. Í alþingissamþykkt frá 13. júní 1720 það ár um lausa ­ menn, vinnuhjú og lausagangara segir: „Ef kona gjörir karl­ mannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra launa.“ H vað er það sem gerir að verkum að víða fá karlar talsvert hærri laun en konur – fyrir sömu eða samskonar vinnu þrátt fyrir stöð uga baráttu og yfirlýsingar áratugum saman um að upp ­ ræta eigi muninn? Nú er komið árið 2015 og enn er óútskýrður launamunur karla og kvenna – ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Er nema von að spurt sé hvers vegna þetta sé svona ennþá? einu sinni var … Í alþingissamþykkt frá 13. júní 1720 um lausamenn, vinnuhjú og lausagangara segir: „Ef kona gjörir karlmannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra launa.“ Strax þá var farið að ræða launamun en til sjós var jafnræði meira en annars staðar og fengu konur greitt til jafns við karla. Svo liðu tímar og um 300 árum seinna eða í nóvember 1930 sagði í vikuútgáfu Alþýðublaðs­ ins: „Vinna skal að því, að konum og unglingum, sem vinna sömu erfiðisverk og karlmenn, sé greitt karlmannskaup.“ Það var svo í febrúar 1961 að í Þjóðviljanum sást þessi máls­ grein: „Þeim fjölgar nú stöðugt sem viðurkenna þá staðreynd að það sé ekki aðeins ranglæti held­ ur engu síður hláleg fjarstæða að konur skuli hafa miklu lægra kaup en karlar fyrir sömu vinnu.“ Svo mörg voru þau orð. Á Norðurlöndum var Ísland fyrst til að fullgilda samþykki Alþjóða­ vinnumálastofnunarinnar nr. 100, frá 1951, sem kveður á um að karlar og konur eigi að fá jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Alþingi samþykkti að frá og með árinu 1967 ætti að ríkja launa­ jöfnuður á Íslandi en það gekk ekki eftir. Jafnlaunaráði, sem stuðla átti að jafnrétti kvenna og karla á vinnumarkaði, var komið á með lögum árið 1973. önnur lönd Mismunur á launum karla og kvenna er ekki bundinn við Ísland og má reglulega sjá frétt ir í erlendum miðlum eins og þessi tvö dæmi sýna: Í tímaritinu Bio logical, Social, and Organiza­ tional Components of Success for Women in Academic Science and Engineering árið 2006 voru laun karla og kvenna í akadem­ ískum störfum í Bandaríkjunum borin saman og kom í ljós að konur voru að jafnaði með um 13% minni laun en karlar. Í Bret­ landi skýrði Guardian frá því um miðjan ágúst 2014 að fjórum áratugum eftir að ákveðið var í Bretlandi að greiða skyldi sömu laun fyrir sömu vinnu fengju kvenkyns yfirmenn eftir fertugt ennþá 35% lægri laun en karl­ kyns félagar þeirra. eKKi bara Kynið Launamunur þekkist ekki bara milli kynja heldur tíðkast víða að greiða lægri laun til þeirra sem eru af öðrum kynþætti en þeim sem ræður hverju sinni. Þannig fá þeir sem hafa annan húðlit en hinn bleika gjarnan lægri laun á Vesturlöndum og hefur verið hart barist fyrir því að leiðrétta þann mun. staðan svipuð og annars staðar Á norðurlöndum Í maí kom út skýrsla á vegum aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til að vinna að launajafnrétti kynjanna. Þar kemur fram að kynbundinn launamunur, óskýrð ­ ur launamunur – sá hluti sem ekki er hægt að skýra með þeim aðferðum sem notaðar eru í skýrslunni – sé um 6,5% á Íslandi á meðan hann er um 5% í Svíþjóð og um 7% í Danmörku og Noregi. Kynbundinn launamunur noregur 7,0% danmörk 7,0% ísland 6,5% svíþjóð 5,0% Nokkur mismunur er á milli almenna vinnumarkaðarins og þess opinbera hér á landi og er launamunurinn heldur minni á opinbera markaðnum. Í sömu TexTi: viGdíS STefánSdóTTir. Myndir: aðSendar. Þaulsætinn kynbundinn launamunur: draugur vr *Kynbundinn launamunur – leiðréttur – er 8,5%, skv. könnun Vr. *Almennur launamunur – heildarlaun – er 13,3%, skv. könnun Vr. skýrsla aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar *Kynbundinn launamunur – leiðréttur – er 6,5%. *Almennur launamunur – heildarlaun – er 18,0%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.