Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 217
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 217
Ágústa Þorsteinsdóttir, 14 ára,
með Flugfreyjubikarinn fræga,
sem sundkonur fengu fyrir besta
afrekið á Meistaramóti Ármanns
– silfurbikar sem vegur fimm kíló.
Ágústa Þorsteinsdóttir sundkona var fyrsta stórstjarna kvenna í íþróttum á Íslandi sem komst fyrir
alvöru í sviðsljós fjölmiðlanna. Ung að árum varð hún fyrirmynd æskunnar og dáður keppnismaður hjá
þjóðinni. Hún var í mörg ár einn fremsti íþróttamaður landsins.
Íslendingar hafa átt og eiga margar
snjallar íþróttakonur og fyrirmyndir:
Ágústa
steig fyrst fram á sviðið
TexTi: SiGMundur ó. STeinarSSon
Á gústa Þor steins dótt ir (17. apríl 1942 – 21. ágúst 2008) var ein mesta afrekskona
Íslands í íþróttum og glæsileg
fyrirmynd. Hún byrjaði að æfa
sund 1955 og aðeins ári síðar
setti hún ellefu Ís landsmet.
Ágústa lagði sig alla fram og
hafði yfir að ráða miklum sjálf
saga og persónuleika. Með yfir
vegun og metnaði varð hún ein
besta sundkona Norðurlanda.
Ágústa var aðeins fjórtán ára
þegar blöð fóru í ríkari mæli að
fjalla um íþróttir og afreksmenn
og hún steig fyrst fram í sviðs
ljósið. Þegar samtök íþróttafrétta
manna útnefndu fyrst íþrótta
mann ársins, árið 1956, hafnaði
hún í öðru sæti á eftir goðsögn
inni Vilhjálmi Einarssyni, sem
setti ólympíumet í þrístökki á ÓL
í Melbourne í Ástralíu og vann til
silfurverðlauna. Hann fékk fullt hús
stiga, 110 stig, Ágústa fékk 78 og
í þriðja sæti varð Hilmar Þorbjörns
son spretthlaupari með 75 stig.
52 íslandsmet
Ágústa, sem setti alls 52 Íslands
met fullorðinna á glæsilegum ferli
sínum. Atli Steinarsson blaða
maður skrifaði í Morgunblaðið:
„Nú sjáum við hvað Ágústa
getur – en höfum við metið styrk
hennar og annarra okkar bestu
íþróttamanna sem skyldi? Höfum
við gefið þeim tækifæri sem
þarf til hins besta árangurs?
Gætum við ekki átt íþróttafólk á
heimsmæli kvarða ef við byggjum
betur að því? Það skulum við
hugleiða nú er við gleðjumst yfir
árangri Ágústu.“
margar snjallar Komu í
Kjölfarið
Ágústa var í mörg ár einn fremsti
íþróttamaður landsins. Í kjölfar
hennar kom önnur sunddrottn
ing, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
ÍR, sem setti hvert Íslandsmetið á
fætur öðru eins og Ágústa. Þær
kepptu báðar fyrir hönd Ís lands á
Ólympíuleikum; Ágústa átján ára í
Róm á Ítalíu, 1960, og Hrafnhildur
tvítug í Tókýó í Japan, 1964.
Hrafnhildur varð önnur í kjöri
íþróttamanns ársins 1963, átta
atkvæðum á eftir félaga sínum úr
ÍR, Jóni Þ. Ólafssyni hástökkvara.
Eftir framgöngu þeirra komu
margar fræknar íþróttakonur fram
í sviðsljósið, eins og þær sem eru
nefndar á listanum hér á síðunni.
Sigríður Sigurðardóttir,
handknattleikskona úr Val, var
fyrst kvenna kjörin íþróttamað ur
ársins, 1964, var fyrirliði kvenna
lands liðsins sem varð Norður
landameistari í handknattleik
á Laugardalsvellinum. Þann
heiður hafa síðan þrjár aðrar
íþrótta konur hlotið; Ragnheiður
Runólfsdóttir, sundkona frá
Akranesi, 1991; Vala Flosadótt
ir, stangarstökkvari úr ÍR, 2000;
og Margrét Lára Viðarsdóttir,
knatt spyrnukona frá Vestmanna
eyjum, 2007.
30 íÞróttakOnur
Sem Sterkar
fyrirmynDir
hér kemur listi, í stafrófsröð, yfir þrjátíu
íþróttakonur sem hafa verið og eru
miklar fyrirmyndir.
aníta hinriksdóttir, frjálsíþróttir
anna maría sveinsdóttir,
körfuknattleikur
ágústa þorsteinsdóttir, sund/keila
ásdís hjálmsdóttir, frjálsíþróttir
ásta b. gunnlaugsdóttir, knattspyrna
ásta halldórsdóttir, skíði
ásthildur helgadóttir, knattspyrna
dagný linda kristjánsdóttir, skíði
guðríður guðjónsdóttir,
handknattleikur/knattspyrna
guðrún arnardóttir, frjálsíþóttir
helena sverrisdóttir, körfuknattleikur
hildur sigurðardóttir, körfuknattleikur
hrafnhildur ósk skúladóttir,
handknattleikur
ingunn einarsdóttir, frjálsíþróttir
kolbrún jóhannsdóttir, handknattleikur
kristín rós hákonardóttir, sund
lára sveinsdóttir, frjálsíþróttir
lilja guðmundsdóttir, frjálsíþróttir
margrét lára viðarsdóttir, knattspyrna
martha ernstsdóttir, frjálsíþróttir
matthildur guðmundsdóttir, sund
olga Færseth, knattspyrna/
körfuknattleikur
ólöf maría jónsdóttir, golf
ragna ingólfsdóttir, badminton
ragnheiður runólfsdóttir, sund
ragnhildur sigurðardóttir, golf
sigríður sigurðardóttir, handknattleikur
þórdís gísladóttir, frjálsíþróttir
þórey edda elísdóttir, frjálsíþróttir
vala Flosadóttir, frjálsíþróttir
Sigríður Sigurð ar-
dóttir, Íþrótta maður
ársins 1964 og
fyrsta konan sem
hlaut þann titil,
ásamt eiginmanni
sínum Guðjóni
Jónssyni og dótt-
ur, Guðríði, sem
átti eftir að verða
afreks kona og
fyrirmynd eins og
móðir sín.