Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 217

Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 217
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 217 Ágústa Þorsteinsdóttir, 14 ára, með Flugfreyjubikarinn fræga, sem sundkonur fengu fyrir besta afrekið á Meistaramóti Ármanns – silfurbikar sem vegur fimm kíló. Ágústa Þorsteinsdóttir sundkona var fyrsta stórstjarna kvenna í íþróttum á Íslandi sem komst fyrir alvöru í sviðsljós fjölmiðlanna. Ung að árum varð hún fyrirmynd æskunnar og dáður keppnismaður hjá þjóðinni. Hún var í mörg ár einn fremsti íþróttamaður landsins. Íslendingar hafa átt og eiga margar snjallar íþróttakonur og fyrirmyndir: Ágústa steig fyrst fram á sviðið TexTi: SiGMundur ó. STeinarSSon Á gústa Þor steins ­dótt ir (17. apríl 1942 – 21. ágúst 2008) var ein mesta afrekskona Íslands í íþróttum og glæsileg fyrirmynd. Hún byrjaði að æfa sund 1955 og aðeins ári síðar setti hún ellefu Ís landsmet. Ágústa lagði sig alla fram og hafði yfir að ráða miklum sjálf ­ saga og persónuleika. Með yfir ­ vegun og metnaði varð hún ein besta sundkona Norðurlanda. Ágústa var aðeins fjórtán ára þegar blöð fóru í ríkari mæli að fjalla um íþróttir og afreksmenn og hún steig fyrst fram í sviðs­ ljósið. Þegar samtök íþróttafrétta­ manna útnefndu fyrst íþrótta­ mann ársins, árið 1956, hafnaði hún í öðru sæti á eftir goðsögn­ inni Vilhjálmi Einarssyni, sem setti ólympíumet í þrístökki á ÓL í Melbourne í Ástralíu og vann til silfurverðlauna. Hann fékk fullt hús stiga, 110 stig, Ágústa fékk 78 og í þriðja sæti varð Hilmar Þorbjörns­ son spretthlaupari með 75 stig. 52 íslandsmet Ágústa, sem setti alls 52 Íslands­ met fullorðinna á glæsilegum ferli sínum. Atli Steinarsson blaða ­ maður skrifaði í Morgunblaðið: „Nú sjáum við hvað Ágústa getur – en höfum við metið styrk hennar og annarra okkar bestu íþróttamanna sem skyldi? Höfum við gefið þeim tækifæri sem þarf til hins besta árangurs? Gætum við ekki átt íþróttafólk á heimsmæli kvarða ef við byggjum betur að því? Það skulum við hugleiða nú er við gleðjumst yfir árangri Ágústu.“ margar snjallar Komu í Kjölfarið Ágústa var í mörg ár einn fremsti íþróttamaður landsins. Í kjölfar hennar kom önnur sunddrottn ­ ing, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR, sem setti hvert Íslandsmetið á fætur öðru eins og Ágústa. Þær kepptu báðar fyrir hönd Ís lands á Ólympíuleikum; Ágústa átján ára í Róm á Ítalíu, 1960, og Hrafnhildur tvítug í Tókýó í Japan, 1964. Hrafnhildur varð önnur í kjöri íþróttamanns ársins 1963, átta atkvæðum á eftir félaga sínum úr ÍR, Jóni Þ. Ólafssyni hástökkvara. Eftir framgöngu þeirra komu margar fræknar íþróttakonur fram í sviðsljósið, eins og þær sem eru nefndar á listanum hér á síðunni. Sigríður Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Val, var fyrst kvenna kjörin íþróttamað ur ársins, 1964, var fyrirliði kvenna ­ lands liðsins sem varð Norður­ landameistari í handknattleik á Laugardalsvellinum. Þann heiður hafa síðan þrjár aðrar íþrótta konur hlotið; Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona frá Akranesi, 1991; Vala Flosadótt­ ir, stangarstökkvari úr ÍR, 2000; og Margrét Lára Viðarsdóttir, knatt spyrnukona frá Vestmanna­ eyjum, 2007. 30 íÞróttakOnur Sem Sterkar fyrirmynDir hér kemur listi, í stafrófsröð, yfir þrjátíu íþróttakonur sem hafa verið og eru miklar fyrirmyndir. aníta hinriksdóttir, frjálsíþróttir anna maría sveinsdóttir, körfuknattleikur ágústa þorsteinsdóttir, sund/keila ásdís hjálmsdóttir, frjálsíþróttir ásta b. gunnlaugsdóttir, knattspyrna ásta halldórsdóttir, skíði ásthildur helgadóttir, knattspyrna dagný linda kristjánsdóttir, skíði guðríður guðjónsdóttir, handknattleikur/knattspyrna guðrún arnardóttir, frjálsíþóttir helena sverrisdóttir, körfuknattleikur hildur sigurðardóttir, körfuknattleikur hrafnhildur ósk skúladóttir, handknattleikur ingunn einarsdóttir, frjálsíþróttir kolbrún jóhannsdóttir, handknattleikur kristín rós hákonardóttir, sund lára sveinsdóttir, frjálsíþróttir lilja guðmundsdóttir, frjálsíþróttir margrét lára viðarsdóttir, knattspyrna martha ernstsdóttir, frjálsíþróttir matthildur guðmundsdóttir, sund olga Færseth, knattspyrna/ körfuknattleikur ólöf maría jónsdóttir, golf ragna ingólfsdóttir, badminton ragnheiður runólfsdóttir, sund ragnhildur sigurðardóttir, golf sigríður sigurðardóttir, handknattleikur þórdís gísladóttir, frjálsíþróttir þórey edda elísdóttir, frjálsíþróttir vala Flosadóttir, frjálsíþróttir Sigríður Sigurð ar- dóttir, Íþrótta maður ársins 1964 og fyrsta konan sem hlaut þann titil, ásamt eiginmanni sínum Guðjóni Jónssyni og dótt- ur, Guðríði, sem átti eftir að verða afreks kona og fyrirmynd eins og móðir sín.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.