Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 20
20 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
F
yrir skemmstu voru sett
lög á verkfall BHM og
þar með á lögfræðinga
hjá sýslumannsem
bættinu á höfuðborgarsvæðinu.
Skjölum hefur ekki verið þinglýst
þar í tæpar tíu vikur og afleið
ingar þess vitaskuld miklar.
Félag fasteignasala hefur á hinn
bóginn sent félagsmönnum viss ar
leiðbeiningar til að vinna eftir við
þær erfiðu aðstæður sem uppi
hafa verið. Nú þegar og í sumar
verður unnið að því að þinglýsa
því gríðarlega magni skjala sem
safnast hefur upp og ekki hefur
verið hægt að þing lýsa en inni eru
skjöl frá því í byrjun apríl.“
Ingibjörg Þórðardóttir segir
að fasteignamarkaðurinn muni
smátt og smátt færast í eðlilegt
horf og ýmsir sem hafa veigrað
sér við að kaupa eða selja
vegna óvissunnar koma inn á
markaðinn.
„Ljóst er þó að enn munu verða
tafir á greiðslum vegna viðskipta
sem eiga sér stað á næstu vikum
þegar ný lán eru tekin en miklu
af skjölum sem liggja þegar inni
á eftir að þinglýsa. Stóra málið
á hinn bóginn er að vinna er
hafin við þinglýsingar að nýju og
óvissu sem uppi hefur verið að
mestu leyti eytt.“
Staða á fasteigna
markaði í júní
inGiBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTiR
formaður Félags fasteignasala
FASTEIGNAMARKAÐURINN
„Fasteignamarkaðurinn
mun smátt og smátt
færast í eðlilegt horf.“
GRæJUR PÁLL STeFÁnSSon
ljósmyndari
É
g hitti um daginn tvær
föngulegar miðaldra
frúr með nokkuð nýja
iphonesnjallsíma.
Hafði gleymt mínum og spurði
hvort ég gæti WhatsAppað úr
þeirra síma ein smáskilaboð.
Þær voru hvorugar með þetta
smáforrit, sem 800 milljónir
jarðarbúa eru með.
WhatsApp er skilaboðaforrit
þar sem þú getur sent skilaboð
og myndir frítt á netinu til þeirra
sem hafa haft fyrir því að næla
sér í forritið – auðvitað frítt.
WhatsApp er ekkert smáforrit.
Á vormánuðum 2015 hafa 32
milljarðar WhatsAppskilaboða
verið sendir á dag. Já, á dag.
Það sem kom mér mest á óvart
með nýju, fínu og dýru símana
frá Apple er að ekki eitt ein
asta smáforit utan Apple hefur
verið sett í þá. Einvörðungu frá
framleiðandanum sjálfum – sem í
þessu tilfelli er Apple.
Mig setti hljóðan. Þá er eins
gott, ef ekki betra, að vera bara
með Nokia 101takkasíma sem
kostar bara tíkall, ekki eitt hundr
að og fimmtíu þúsund, og gerir
nákvæmlega það sama.
Ætli ég hafi ekki halað niður og
keypt á sjötta hundrað smáforrit.
Sumum þeirra hendi ég strax.
Sum bíða betri tíma. En þeirra
sem ég nota mest get ég ekki
verið án. Í engri sérstakri röð eru
WhatsApp, HERE maps, Lumia
Storyteller, Spotify, Viber, Twitter,
SofaScore, the Guardian, NYT,
SVT og auðvitað veðrið þau
smáforrit sem ég nota mest.
App um app frá appi til
WhatsApps
„WhatsApp er skilaboða
forrit þar sem þú getur
sent skilaboð og myndir
frítt.“
„Á vormánuðum 2015
hafa 32 milljarðar Whats
Appskilaboða verið
sendir á dag.“
Viltu taka við
greiðslum á netinu?
Borgun býður fjölbreyttar lausnir og
góða þjónustu fyrir þá sem vilja taka
við greiðslum gegnum vefsvæði eða app.
Kannaðu málið á borgun.is